Víkingar tryggðu sig upp í Olís deildina með mögnuðum sigri Aron Guðmundsson skrifar 7. maí 2023 15:39 Víkingar höfðu betur gegn Fjölni í umspili um laust sæti í Olís deild karla FACEBOOKSÍÐA FJÖLNIS/ÞORGILS G Víkingur Reykjavík mun spila í Olís deild karla á næsta tímabili. Þetta varð ljóst eftir spennuþrunginn eins marks sigur liðsins, 23-22, í oddaleik gegn Fjölni í umspili liðanna um laust sæti í deildinni. Víkingar komust 2-0 yfir í einvíginu en Fjölnismenn neituðu að gefast upp og náðu að vinna næstu tvo leiki og knýja fram oddaleik eftir ótrúlegan fjórða leik liðanna sem fór alla leið í bráðabana í vítakeppni. Leikur dagsins fór fram í íþróttahúsinu í Safamýri og ljóst að sigurvegari hans myndi tryggja sér sæti í Olís deildinni. Mikil stemning var í Safamýrinni í dag og fjölmenntu stuðningsmenn beggja liða á leikinn sem var mikil skemmtun. Víkingar byrjuðu leikinn betur og náðu á fyrstu tíu mínútum hans að byggja upp fimm marka forystu, 7-2. Fjölnismenn náðu að brúa bilið að einhverju marki eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn, mest niður í tvö mörk og var forskot Víkinga einmitt það að fyrri hálfleik loknum, 12-10. Seinni hálfleikur bauð upp á svipaðar vendingar þar sem að Víkingar voru ekki á þeim buxunum að láta forystu sína ða hendi. Þeir náðu smátt og smátt að byggja upp forystu sína en það sama gerðist og í fyrri hálfleik þar sem að Fjölnismenn náðu að minnka hana niður í tvö mörk, 22-20, fyrir síðustu tíu mínútur leiksins. Þegar rétt rúmar sjö mínútur eftir lifðu leiks fengu Fjölnismenn vítakast, skoruðu úr því og náðu um leið að minnka muninn niður í eitt mark. Næstu mínúturnar gekk liðunum illa að koma boltanum í netið en þegar rétt tæpar fimm mínútur eftir lifðu leiks jafnaði Viktor Berg Grétarsson metin fyrir Fjölni í fyrsta skipti í leiknum síðan í stöðunni 1-1. Taugarnar tóku yfir hjá báðum liðum sem fóru illa með færi sín í kjölfarið og stóðu leikar jafnir þegar síðasta mínúta leiksins rann upp. Víkingar hlóðu í sókn þegar lítið var eftir, komu boltanum á Kristján Orra Jóhannsson sem komst einn í gegn en hann skaut boltanum í slánna. Fjölnismenn fengu boltann, tóku leikhlé og stilltu upp í eina lokasókn. Fimmtán sekúndur eftir. Fjölnismenn voru einum manni færri vegna tveggja mínútna brottvísunar, tóku markmanninn af velli og bættu við manni í sóknina. Þeir misstu hins vegar frá sér boltann sem endaði hjá Halldóri Inga Jónassyni, leikmanni Víkinga. Sá skaut boltanum yfir allan völlinn og í netið og tryggði um leið sæti Víkinga í Olís deildinni á næsta ári. Markahæstu leikmenn Víkings Reykjavíkur: Gunnar Valdimar Johnsen - 7 mörk Jóhann Reynir Gunnlaugsson - 4 mörkBrynjar Jökull Guðmundsson - 4 mörk Markahæstu leikmenn Fjölnis: Viktor Berg Grétarsson - 5 mörkÓðinn Freyr Heiðmarsson 3 mörkGoði Ingvar Sveinsson - 3 mörkBjörgvin Páll Rúnarsson - 3 mörkBenedikt Marinó Herdísarsön - 3 mörk Olís-deild karla Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Víkingar komust 2-0 yfir í einvíginu en Fjölnismenn neituðu að gefast upp og náðu að vinna næstu tvo leiki og knýja fram oddaleik eftir ótrúlegan fjórða leik liðanna sem fór alla leið í bráðabana í vítakeppni. Leikur dagsins fór fram í íþróttahúsinu í Safamýri og ljóst að sigurvegari hans myndi tryggja sér sæti í Olís deildinni. Mikil stemning var í Safamýrinni í dag og fjölmenntu stuðningsmenn beggja liða á leikinn sem var mikil skemmtun. Víkingar byrjuðu leikinn betur og náðu á fyrstu tíu mínútum hans að byggja upp fimm marka forystu, 7-2. Fjölnismenn náðu að brúa bilið að einhverju marki eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn, mest niður í tvö mörk og var forskot Víkinga einmitt það að fyrri hálfleik loknum, 12-10. Seinni hálfleikur bauð upp á svipaðar vendingar þar sem að Víkingar voru ekki á þeim buxunum að láta forystu sína ða hendi. Þeir náðu smátt og smátt að byggja upp forystu sína en það sama gerðist og í fyrri hálfleik þar sem að Fjölnismenn náðu að minnka hana niður í tvö mörk, 22-20, fyrir síðustu tíu mínútur leiksins. Þegar rétt rúmar sjö mínútur eftir lifðu leiks fengu Fjölnismenn vítakast, skoruðu úr því og náðu um leið að minnka muninn niður í eitt mark. Næstu mínúturnar gekk liðunum illa að koma boltanum í netið en þegar rétt tæpar fimm mínútur eftir lifðu leiks jafnaði Viktor Berg Grétarsson metin fyrir Fjölni í fyrsta skipti í leiknum síðan í stöðunni 1-1. Taugarnar tóku yfir hjá báðum liðum sem fóru illa með færi sín í kjölfarið og stóðu leikar jafnir þegar síðasta mínúta leiksins rann upp. Víkingar hlóðu í sókn þegar lítið var eftir, komu boltanum á Kristján Orra Jóhannsson sem komst einn í gegn en hann skaut boltanum í slánna. Fjölnismenn fengu boltann, tóku leikhlé og stilltu upp í eina lokasókn. Fimmtán sekúndur eftir. Fjölnismenn voru einum manni færri vegna tveggja mínútna brottvísunar, tóku markmanninn af velli og bættu við manni í sóknina. Þeir misstu hins vegar frá sér boltann sem endaði hjá Halldóri Inga Jónassyni, leikmanni Víkinga. Sá skaut boltanum yfir allan völlinn og í netið og tryggði um leið sæti Víkinga í Olís deildinni á næsta ári. Markahæstu leikmenn Víkings Reykjavíkur: Gunnar Valdimar Johnsen - 7 mörk Jóhann Reynir Gunnlaugsson - 4 mörkBrynjar Jökull Guðmundsson - 4 mörk Markahæstu leikmenn Fjölnis: Viktor Berg Grétarsson - 5 mörkÓðinn Freyr Heiðmarsson 3 mörkGoði Ingvar Sveinsson - 3 mörkBjörgvin Páll Rúnarsson - 3 mörkBenedikt Marinó Herdísarsön - 3 mörk
Olís-deild karla Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira