Þriggja daga heimsókn Guðna til Fjarðabyggðar hefst á morgun Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2023 17:44 Guðni Th. Jóhannesson forseti heldur austur á land á morgun. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fer í opinbera heimsókn í Fjarðabyggð á morgun og mun heimsóknin standa í þrjá daga. Í tilkynningu frá skrifstofu forseta segir að Guðni muni á þessum dögum ferðast vítt og breitt um sveitarfélagið, heimsækja helstu stofnanir þess, kynna sér atvinnu- og menningarlíf og ræða við fólk á öllum aldri. Hann muni meðal annars heimsækja efri byggðir Neskaupstaðar og kynna sér áhrif snjóflóðanna sem féllu þar í mars. Þá verði haldin hátíðarsamkoma á Eskifirði fyrir alla íbúa sveitarfélagsins. „Heimsóknin hefst á mánudagsmorgni með fundi á bæjarskrifstofum Fjarðabyggðar á Reyðarfirði. Þaðan liggur leiðin til Neskaupstaðar þar sem forseti mun skoða áhrifasvæði snjóflóðanna. Í Neskaupstað heimsækir hann einnig Umdæmissjúkrahús Austurlands, Síldarvinnsluna og samvinnuhúsið Múlann, áður en siglt verður til Mjóafjarðar. Samgöngur við Mjóafjörð geta verið erfiðar yfir vetrarmánuðina og er því sjóleiðin farin. Þar búa að jafnaði um tíu manns í einni afskekktustu byggð landsins og verður efnt til kaffisamsætis með íbúum. Á þriðjudag liggur leið forseta til Breiðdalsvíkur og á Stöðvarfjörð. Þar mun hann ræða við nemendur grunnskólans, sem er samrekinn og sækja börnin kennslu til skiptis milli byggðarlaganna tveggja. Forseti heimsækir einnig Sköpunarmiðstöðina á Stöðvarfirði en þar hafa listamenn frá ýmsum löndum aðstöðu til sköpunar í gamla hraðfrystihúsinu sem verið er að gera upp. Forseti snæðir svo hádegisverð með eldri borgurum á Stöðvarfirði en heldur að því loknu til Fáskrúðsfjarðar. Þar heimsækir hann hjúkrunarheimilið Uppsali, Skólamiðstöð Fáskrúðsfjarðar og Loðnuvinnsluna. Klukkan 17:00 síðdegis á þriðjudag efnir bæjarstjórn til hátíðarsamkomu í Menningarmiðstöðinni á Eskifirði fyrir alla íbúa sveitarfélagsins. Miðvikudaginn 10. maí heldur forseti til Reyðarfjarðar þar sem hann heimsækir leik- og grunnskóla bæjarins. Þá snæðir forseti hádegisverð með starfsfólki í mötuneyti Alcoa Fjarðaáls sem er fjölmennasti vinnustaður sveitarfélagsins. Eftir hádegi heimsækir forseti Hjúkrunarheimilið á Eskifirði, netagerðina Egersund og fær kynningu á starfsemi Laxa fiskeldis. Opinberri heimsókn í Fjarðabyggð lýkur síðdegis á miðvikudag með skoðunarferð um nýtt íþróttahús á Reyðarfirði, þar sem forseti lítur inn á íþróttaæfingum hjá Ungmennafélaginu Val. Að síðustu heimsækir forseti sauðfjárbúið Sléttu í Reyðarfirði, þar sem sauðburður stendur yfir, áður en haldið verður heim til Bessastaða,“ segir í tilkynningunni. Fjarðabyggð Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Í tilkynningu frá skrifstofu forseta segir að Guðni muni á þessum dögum ferðast vítt og breitt um sveitarfélagið, heimsækja helstu stofnanir þess, kynna sér atvinnu- og menningarlíf og ræða við fólk á öllum aldri. Hann muni meðal annars heimsækja efri byggðir Neskaupstaðar og kynna sér áhrif snjóflóðanna sem féllu þar í mars. Þá verði haldin hátíðarsamkoma á Eskifirði fyrir alla íbúa sveitarfélagsins. „Heimsóknin hefst á mánudagsmorgni með fundi á bæjarskrifstofum Fjarðabyggðar á Reyðarfirði. Þaðan liggur leiðin til Neskaupstaðar þar sem forseti mun skoða áhrifasvæði snjóflóðanna. Í Neskaupstað heimsækir hann einnig Umdæmissjúkrahús Austurlands, Síldarvinnsluna og samvinnuhúsið Múlann, áður en siglt verður til Mjóafjarðar. Samgöngur við Mjóafjörð geta verið erfiðar yfir vetrarmánuðina og er því sjóleiðin farin. Þar búa að jafnaði um tíu manns í einni afskekktustu byggð landsins og verður efnt til kaffisamsætis með íbúum. Á þriðjudag liggur leið forseta til Breiðdalsvíkur og á Stöðvarfjörð. Þar mun hann ræða við nemendur grunnskólans, sem er samrekinn og sækja börnin kennslu til skiptis milli byggðarlaganna tveggja. Forseti heimsækir einnig Sköpunarmiðstöðina á Stöðvarfirði en þar hafa listamenn frá ýmsum löndum aðstöðu til sköpunar í gamla hraðfrystihúsinu sem verið er að gera upp. Forseti snæðir svo hádegisverð með eldri borgurum á Stöðvarfirði en heldur að því loknu til Fáskrúðsfjarðar. Þar heimsækir hann hjúkrunarheimilið Uppsali, Skólamiðstöð Fáskrúðsfjarðar og Loðnuvinnsluna. Klukkan 17:00 síðdegis á þriðjudag efnir bæjarstjórn til hátíðarsamkomu í Menningarmiðstöðinni á Eskifirði fyrir alla íbúa sveitarfélagsins. Miðvikudaginn 10. maí heldur forseti til Reyðarfjarðar þar sem hann heimsækir leik- og grunnskóla bæjarins. Þá snæðir forseti hádegisverð með starfsfólki í mötuneyti Alcoa Fjarðaáls sem er fjölmennasti vinnustaður sveitarfélagsins. Eftir hádegi heimsækir forseti Hjúkrunarheimilið á Eskifirði, netagerðina Egersund og fær kynningu á starfsemi Laxa fiskeldis. Opinberri heimsókn í Fjarðabyggð lýkur síðdegis á miðvikudag með skoðunarferð um nýtt íþróttahús á Reyðarfirði, þar sem forseti lítur inn á íþróttaæfingum hjá Ungmennafélaginu Val. Að síðustu heimsækir forseti sauðfjárbúið Sléttu í Reyðarfirði, þar sem sauðburður stendur yfir, áður en haldið verður heim til Bessastaða,“ segir í tilkynningunni.
Fjarðabyggð Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira