„Ég set ekki sömu útlitskröfur á aðra og ég set á sjálfan mig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. maí 2023 12:44 Viktor hefur farið í eina skurðaðgerð þegar hann lét lagfæra nefið. Fegrunaraðgerðir njóta sífellt meiri vinsælda hér á landi og sérfræðingar segja áhyggjuefni að æ yngra fólk virðist leita í slíkar aðgerðir. Skurðaðgerðir eru eins og gefur auga leið ekki hættulausar og á dögunum bárust fréttir af því að áhrifavaldurinn og OnlyFans-stjarnan Ashten G sem þekkt var fyrir líkindi sín og Kim Kardashian hafi látist eftir hjartaáfall sem hún fékk í kjölfar lýtaaðgerðar. Hjúkrunarfræðingurinn Viktor Heiðdal Andersen hefur undirgengist fegrunaraðgerðir og er ófeiminn að tjá sig um þær. Hann segir að fólk sem kýs að fara í slíkar aðgerðir séu oft ekki nægilega vel upplýst um hætturnar sem geta fylgt. „Örvæntingin spilar oft inn í, þessi pressa um hvernig þú átt að líta út og fólk fer mögulega í einhverja rörsýn og vill bara fara í þessa aðgerð sama hvað. Maður verður líka að horfa á þetta með gagnrúnum augum og margar aðgerðir eru auðvitað áhættusamar,“ segir Viktor sem fór sjálfur í sína fyrstu fegrunaraðgerð aðeins átján ára gamall. Þá lét hann setja fylliefni í varirnar á sér og segir að hann hafi ekki stoppað síðan. Hann fer til að mynda reglulega í fylliefnismeðferðir. Fór í varanlega efni og það voru mistök „Ég hef farið í eina skurðaðgerð og það var nefaðgerð fyrir næstum því tíu árum síðan. Annars eru fleiri á leiðinni núna,“ segir Viktor en hann man eftir því sem fimm ára barn að vilja breyta allskonar hlutum við sjálfan sig þegar hann horfði í spegil. Hann vissi alltaf að hann myndi vilja fara í svona aðgerðir.“ Hann segist hafa gert ákveðin mistök í öllu þessu ferli og á þessum tíma og það var þegar hann fékk sér varanleg fyllingarefni. „Ég þarf að fara í aðgerð á næstunni út af þessu og láta fjarlægja þetta. Ég hef verið að fresta henni en og er svolítið stressaður, þar sem ég hef aldrei farið í þannig aðgerð, að laga mistök.“ Fyllingarefni hafa notið mikilla vinsælda á undanförnum árum og Viktor segir mikilvægt að fólk átti sig á því að þau eru ekki hættulaus. „Fyllingarefnin geta blokkerað æð og stoppað blóðflæðið til ákveðinna líkamshluta. Svo er hægt að sting á taug og það gæti lamað vöðvana. Ef þú færð bótox í vitlausa vöðva verður niðurstaðan ekki góð. Það eru fjórir mánuðir síðan ég fór síðast í bótox og ég er farinn að geta hreyft andlitið fullmikið fyrir minn smekk. Ég veit ekki alveg af hverju ég er svona, ég set ekki sömu útlitskröfur á aðra og ég set á sjálfan mig og hef í raun ekki svarið við þessu, af hverju ég fer í svona aðgerðir,“ segir Viktor en hér að ofan má horfa á innslag í Íslandi í dag frá því í gærkvöldi á Stöð 2. Ísland í dag Lýtalækningar Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Skurðaðgerðir eru eins og gefur auga leið ekki hættulausar og á dögunum bárust fréttir af því að áhrifavaldurinn og OnlyFans-stjarnan Ashten G sem þekkt var fyrir líkindi sín og Kim Kardashian hafi látist eftir hjartaáfall sem hún fékk í kjölfar lýtaaðgerðar. Hjúkrunarfræðingurinn Viktor Heiðdal Andersen hefur undirgengist fegrunaraðgerðir og er ófeiminn að tjá sig um þær. Hann segir að fólk sem kýs að fara í slíkar aðgerðir séu oft ekki nægilega vel upplýst um hætturnar sem geta fylgt. „Örvæntingin spilar oft inn í, þessi pressa um hvernig þú átt að líta út og fólk fer mögulega í einhverja rörsýn og vill bara fara í þessa aðgerð sama hvað. Maður verður líka að horfa á þetta með gagnrúnum augum og margar aðgerðir eru auðvitað áhættusamar,“ segir Viktor sem fór sjálfur í sína fyrstu fegrunaraðgerð aðeins átján ára gamall. Þá lét hann setja fylliefni í varirnar á sér og segir að hann hafi ekki stoppað síðan. Hann fer til að mynda reglulega í fylliefnismeðferðir. Fór í varanlega efni og það voru mistök „Ég hef farið í eina skurðaðgerð og það var nefaðgerð fyrir næstum því tíu árum síðan. Annars eru fleiri á leiðinni núna,“ segir Viktor en hann man eftir því sem fimm ára barn að vilja breyta allskonar hlutum við sjálfan sig þegar hann horfði í spegil. Hann vissi alltaf að hann myndi vilja fara í svona aðgerðir.“ Hann segist hafa gert ákveðin mistök í öllu þessu ferli og á þessum tíma og það var þegar hann fékk sér varanleg fyllingarefni. „Ég þarf að fara í aðgerð á næstunni út af þessu og láta fjarlægja þetta. Ég hef verið að fresta henni en og er svolítið stressaður, þar sem ég hef aldrei farið í þannig aðgerð, að laga mistök.“ Fyllingarefni hafa notið mikilla vinsælda á undanförnum árum og Viktor segir mikilvægt að fólk átti sig á því að þau eru ekki hættulaus. „Fyllingarefnin geta blokkerað æð og stoppað blóðflæðið til ákveðinna líkamshluta. Svo er hægt að sting á taug og það gæti lamað vöðvana. Ef þú færð bótox í vitlausa vöðva verður niðurstaðan ekki góð. Það eru fjórir mánuðir síðan ég fór síðast í bótox og ég er farinn að geta hreyft andlitið fullmikið fyrir minn smekk. Ég veit ekki alveg af hverju ég er svona, ég set ekki sömu útlitskröfur á aðra og ég set á sjálfan mig og hef í raun ekki svarið við þessu, af hverju ég fer í svona aðgerðir,“ segir Viktor en hér að ofan má horfa á innslag í Íslandi í dag frá því í gærkvöldi á Stöð 2.
Ísland í dag Lýtalækningar Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira