Fundurinn hefst klukkan 10:30 og verður hægt að fylgjast með honum í streymi í spilaranum að neðan.
Gestir fundarins verða Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður, Sigrún Brynja Einarsdóttir, ráðuneytisstjóri menningar- og viðskiptaráðuneytis, Ragnheiður Kristjánsdóttir, prófessor í sagnfræði, og Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor í safnafræði.
Fyrirkomulag skjalavörslu hefur mikið verið í deiglunni að undanförnu í kjölfar ákvarðana Reykjavíkurborgar að leggja niður Borgarskjalasafn Reykjavíkur og Kópavogsbæjar að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs og flytja verkefnin til Þjóðskjalasafns.
Hægt er að fylgjast með fundinum í spilara að neðan.
Dagskrá:
- Kl. 10:30 Ragnheiður Kristjánsdóttir, prófessor í sagnfræði, og Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor í safnafræði
- Kl. 10:50 Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður og Sigrún Brynja Einarsdóttir, ráðuneytisstjóri menningar- og viðskiptaráðuneytis