Sælgætið og snakkið oftast ódýrast í Fjarðarkaupum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. maí 2023 14:36 Fjarðarkaup eru fjölskyldufyrirtæki í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Bónus var ódýrasta verslunin í matvörukönnun sem verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi þann 9. maí. Verðið í Bónus var að meðaltali 4% frá lægsta verði, og bauð verslunin upp á lægsta verðið í 76 tilfellum. Krónan var með næst lægsta meðalverðið sem var 10% frá lægsta verði. Þetta kemur fram í verðlagseftirliti ASÍ. Fjarðarkaup var næst oftast með lægsta verðið á eftir Bónus, í 29 tilvikum. Meðalverð í Fjarðarkaup var 16% frá lægsta verði, einu prósentustigi hærra en meðalverð í Nettó. Oft einnar krónu verðmunur á Bónus og Krónunni Á grafinu hér að neðan má sjá hve langt vöruverð verslana var að meðaltali frá lægsta verði. Ef einhver verslun hefði verið með lægsta verð á öllum vörum hefði hún fengið gildið 0% en 100% ef verðið væri tvöfalt hærra að meðaltali. Af 127 vörum sem voru í könnuninni voru 99 til í bæði Bónus og Krónunni. Þar af voru 58 vörur einni krónu dýrari í Krónunni en Bónus. Hæsta verðið var oftast að finna í Iceland og næst oftast í Heimkaupum. Minnstur verðmunur á te og kaffi og á mjólkurvöru Innan vöruflokka var minnstur munur á hæsta og lægsta verði á te og kaffi, að meðaltali 23%, og mjólkurvörum, að meðaltali 27%. Mestur var munurinn í flokki ávaxta og grænmetis, að meðaltali 105%, en þar er miðað við kílóverð á flestum vörum. Til dæmis var aðeins 13% munur á lægsta og hæsta verði á hálfum lítra af rjóma, á meðan 84% munur var á lægsta og hæsta kílóverði á papriku. Mikill verðmunur á vörum með sama vörumerki Í mörgum tilfellum varmikill verðmunur á dósamat og þurrvöru, sælgæti og snakki og á ýmissi frosinni vöru, sem er athyglisvert í ljósi þess að um nákvæmlega sömu vörur er að ræða. Sem dæmi má nefna 67% verðmun á hæsta og lægsta verði á Mutti niðursoðnum tómötum, 56% verðmun á Ora túnfiski í olíu og 70% verðmun á 2 lítra vanillu Mjúkís frá Kjörís. Verð á dósamat og þurrvöru var oftast lægst hjá Bónus, í 8 tilfellum, og í Fjarðarkaupum, í 7 tilfellum. Iceland átti oftast hæsta verðið á sælgæti og snakki en Fjarðarkaup oftast lægsta verðið. 108% munur á Kjarna jarðaberjagraut Af öðrum athyglisverðum verðmuni í könnuninni má nefna: ·108% mun á hæsta og lægsta verði á einum lítra af Kjarna Jarðaberjagraut. Lægst var verðið í Fjarðarkaup, 398 kr. en hæst í Heimkaupum, 829 kr. ·101% mun á hæsta og lægsta verði á Stjörnu Partý paprikusnakki sem var dýrast í Iceland, 699 kr. en ódýrast í Fjarðarkaupum, 348kr. ·329% mun á hæsta og lægsta kílóverði á hvítlauk. Hæst var verðið 3.369 krónur í Kjörbúðinni Sandgerði en lægst 729 krónur í Bónus. ·91% mun á rúlluverði klósettpappírs. Hæst var verðið í Kjörbúðinni Sandgerði, 143 krónur, en lægst 75 krónur í Nettó. Um könnunina Ýmsar aðferðir eru til að varpa ljósi á niðurstöður í verðkönnunum með mörgum vörum og verslunum. Til að skýra betur verð hjá þeim verslunum sem eru hvorki oft með hæsta né lægsta verðið í verðkönnun og finna út meðalverð má reikna út hlutfallslegt frávik frá lægsta verði hverrar vöru. Þannig raðast verslanirnar eftir því hversu langt verð á vörum í könnuninni er að meðaltali frá lægsta verði. Í könnuninni var hilluverð á 127 vörum skráð niður en það er það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um þegar hann ákveður hvort hann ætli að kaupa viðkomandi vöru. Ef afsláttur er tekinn fram á hillu er hann tekinn til greina. Könnunin var framkvæmd í eftirtöldum verslunum: Nettó Mjódd, Bónus Hraunbæ, Krónunni Selfossi, Fjarðarkaupum, Iceland Engihjalla, Hagkaup Skeifunni, Kjörbúðinni Sandgerði og á Heimkaup.is. Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. Verðlag Matvöruverslun Hafnarfjörður Fjármál heimilisins Sælgæti Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Þetta kemur fram í verðlagseftirliti ASÍ. Fjarðarkaup var næst oftast með lægsta verðið á eftir Bónus, í 29 tilvikum. Meðalverð í Fjarðarkaup var 16% frá lægsta verði, einu prósentustigi hærra en meðalverð í Nettó. Oft einnar krónu verðmunur á Bónus og Krónunni Á grafinu hér að neðan má sjá hve langt vöruverð verslana var að meðaltali frá lægsta verði. Ef einhver verslun hefði verið með lægsta verð á öllum vörum hefði hún fengið gildið 0% en 100% ef verðið væri tvöfalt hærra að meðaltali. Af 127 vörum sem voru í könnuninni voru 99 til í bæði Bónus og Krónunni. Þar af voru 58 vörur einni krónu dýrari í Krónunni en Bónus. Hæsta verðið var oftast að finna í Iceland og næst oftast í Heimkaupum. Minnstur verðmunur á te og kaffi og á mjólkurvöru Innan vöruflokka var minnstur munur á hæsta og lægsta verði á te og kaffi, að meðaltali 23%, og mjólkurvörum, að meðaltali 27%. Mestur var munurinn í flokki ávaxta og grænmetis, að meðaltali 105%, en þar er miðað við kílóverð á flestum vörum. Til dæmis var aðeins 13% munur á lægsta og hæsta verði á hálfum lítra af rjóma, á meðan 84% munur var á lægsta og hæsta kílóverði á papriku. Mikill verðmunur á vörum með sama vörumerki Í mörgum tilfellum varmikill verðmunur á dósamat og þurrvöru, sælgæti og snakki og á ýmissi frosinni vöru, sem er athyglisvert í ljósi þess að um nákvæmlega sömu vörur er að ræða. Sem dæmi má nefna 67% verðmun á hæsta og lægsta verði á Mutti niðursoðnum tómötum, 56% verðmun á Ora túnfiski í olíu og 70% verðmun á 2 lítra vanillu Mjúkís frá Kjörís. Verð á dósamat og þurrvöru var oftast lægst hjá Bónus, í 8 tilfellum, og í Fjarðarkaupum, í 7 tilfellum. Iceland átti oftast hæsta verðið á sælgæti og snakki en Fjarðarkaup oftast lægsta verðið. 108% munur á Kjarna jarðaberjagraut Af öðrum athyglisverðum verðmuni í könnuninni má nefna: ·108% mun á hæsta og lægsta verði á einum lítra af Kjarna Jarðaberjagraut. Lægst var verðið í Fjarðarkaup, 398 kr. en hæst í Heimkaupum, 829 kr. ·101% mun á hæsta og lægsta verði á Stjörnu Partý paprikusnakki sem var dýrast í Iceland, 699 kr. en ódýrast í Fjarðarkaupum, 348kr. ·329% mun á hæsta og lægsta kílóverði á hvítlauk. Hæst var verðið 3.369 krónur í Kjörbúðinni Sandgerði en lægst 729 krónur í Bónus. ·91% mun á rúlluverði klósettpappírs. Hæst var verðið í Kjörbúðinni Sandgerði, 143 krónur, en lægst 75 krónur í Nettó. Um könnunina Ýmsar aðferðir eru til að varpa ljósi á niðurstöður í verðkönnunum með mörgum vörum og verslunum. Til að skýra betur verð hjá þeim verslunum sem eru hvorki oft með hæsta né lægsta verðið í verðkönnun og finna út meðalverð má reikna út hlutfallslegt frávik frá lægsta verði hverrar vöru. Þannig raðast verslanirnar eftir því hversu langt verð á vörum í könnuninni er að meðaltali frá lægsta verði. Í könnuninni var hilluverð á 127 vörum skráð niður en það er það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um þegar hann ákveður hvort hann ætli að kaupa viðkomandi vöru. Ef afsláttur er tekinn fram á hillu er hann tekinn til greina. Könnunin var framkvæmd í eftirtöldum verslunum: Nettó Mjódd, Bónus Hraunbæ, Krónunni Selfossi, Fjarðarkaupum, Iceland Engihjalla, Hagkaup Skeifunni, Kjörbúðinni Sandgerði og á Heimkaup.is. Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.
Verðlag Matvöruverslun Hafnarfjörður Fjármál heimilisins Sælgæti Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira