Allt fyrir góðan svefn og betri heilsu Svefn & heilsa 26. maí 2023 09:36 Siggi Matt og Elísabet hjá Svefni & heilsu felldu saman hugi fyrir 40 árum. Þau hafa síðan verið einhuga og samstíga í einkalífinu og verslunarrekstrinum. Sala á rúmum til einstaklinga er kjarnastarfsemi hinnar rótgrónu verslunar Svefns & heilsu sem hefur starfað frá árinu 1991. Samkvæmt Gallup hefur verslunin stærstu markaðshlutdeildina á Íslandi í sölu á rúmum en undanfarinn áratug hefur um fjórðungur landsmanna sofið á heilsudýnu frá versluninni. Eigendur Svefns & heilsu, hjónin Sigurður Matthíasson og Elísabet Traustadóttir, stunduðu nám í Bandaríkjunum fyrir rúmum 30 árum síðan. Siggi Matt var á skólastyrk og keppti í spjótkasti fyrir hönd Háskólans í Alabama auk þess að útskrifast úr íþrótta- og framtíðarfræðum. Elísabet lét draum sinn rætast um að verða grafískur hönnuður og fjölmiðlafræðingur. Þegar þau komu heim úr námi báðu vinir og fjölskylda þau um að kaupa fyrir sig amerískar dýnur. Þannig hófst innflutningurinn og skömmu síðar stofnuðu þau Svefn & heilsu. Fyrst um sinn ráku þau litla verslun í Listhúsinu í Laugardal en með árunum stækkaði hún og þau opnuðu fljótlega útibú á Akureyri enda á Siggi Matt ættir sínar m.a. að rekja til Norðurlands. Hann varð strax mjög áhugasamur um að líkaminn fengi réttan stuðning þegar fólk svæfi og fór að vinna að dýnuþróun í samvinnu við virta erlenda dýnuframleiðendur sem seldar eru um allan heim í dag. Mikið úrval af heilsudýnum og stillanlegum rúmum. Svefn og heilsa býður upp á mikið úrval af heilsudýnum í mörgum verðflokkum. Allar dýnurnar eru með alþjóðlegum gæðastimplum og standast ströngustu kröfur segir Siggi Matt. „Við látum sérframleiða fyrir okkur svæðaskiptar heilsudýnur með íslenskum nöfnum. Þær eru á frábærum verðum og heita Ýmir, Valhöll, Frigg, Óðinn og Iðunn. Valhöll er sem dæmi gríðarlega vinsæl sem hágæða hóteldýna. Við leggjum síðan mikla áherslu á heilsudýnurnar frá Bodyprint og Fylds’ sem eru framleiddar í hæsta gæðaflokki ásamt stillanlegum botnum frá Reverie. Þar er reynt að velja allra bestu efni sem völ er á til að framleiða fullkomnar heilsudýnur sem styðja rétt við líkamann.“ Bodyprint framleiðir nokkrar tegundir af svæðaskiptum heilsudýnum í nokkrum stífleikum að sögn Sigga. „Fylds sérhæfir sig í handunnum heilsudýnum með náttúrulegum efnum í bólstrun sem heita m.a. GHENT og NÓTT. Heilsudýnan NÓTT er skemmtilegt samstarfsverkefni þar sem íslensk ull frá ÍSTEX er notuð í bólstrun og einangrun dýnunnar.“ Stillanlegu botnarnir okkar frá Reverie hafa verið gríðarlega vinsælir. „Reverie er einn stærsti framleiðandi heims í stillanlegum rúmum og framleiðir fyrir okkur botn sem við teljum vera í sérflokki varðandi tæknilausnir og einfalda notkun. Því ættu allir að geta fundið sér eitthvað til hæfis, segir Siggi Matt. Frigg heilsudýna á íslenskum botni. „Hægindastólar og svefnsófar eru líka vinsæl vara í verslunum okkar,“ bætir Matthildur Fanney Jónsdóttir verslunarstjóri við. „Við erum einnig með mjög gott úrval af öðrum vörum eins og höfuðgafla, náttborð, sængurföt rúmteppi, lök, hlífðardýnur, sængur, kodda, handklæði, sloppa og margt fleira.“ Elísabet segir verslunina bjóða einnig upp á ýmis góð merki í mjúkvörunum. „Þar má til dæmis nefna HEFEL sem er það allra besta sem við höfum kynnst í sængurverum. Þá eru Vandyck mjög góðir í öllum mjúkvörum en lökin frá þeim eru einstaklega góð. Mine sængurverin úr egypskri bómull hafa verið vinsælust hjá okkur og gefa HEFEL lítið eftir.“ Eftir að hafa staðið saman í verslunarrekstri í rúma þrjá áratugi segja þau Siggi Matt og Elísabet verslunarreksturinn alltaf jafn skemmtilegan og gefandi. „Við þökkum viðskiptavinum okkar og starfsfólki fyrir frábært samstarf á liðnum árum,” segja þau að lokum. Umboðsaðilar Svefns & heilsu eru Bara Snilld á Egilsstöðum og Húsgagnaval á Höfn í Hornafirði. Nánari upplýsingar á svefnogheilsa.is. Svefn Hús og heimili Heilsa Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Fleiri fréttir Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Þessar jólagjafir hitta í mark Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Sjá meira
Samkvæmt Gallup hefur verslunin stærstu markaðshlutdeildina á Íslandi í sölu á rúmum en undanfarinn áratug hefur um fjórðungur landsmanna sofið á heilsudýnu frá versluninni. Eigendur Svefns & heilsu, hjónin Sigurður Matthíasson og Elísabet Traustadóttir, stunduðu nám í Bandaríkjunum fyrir rúmum 30 árum síðan. Siggi Matt var á skólastyrk og keppti í spjótkasti fyrir hönd Háskólans í Alabama auk þess að útskrifast úr íþrótta- og framtíðarfræðum. Elísabet lét draum sinn rætast um að verða grafískur hönnuður og fjölmiðlafræðingur. Þegar þau komu heim úr námi báðu vinir og fjölskylda þau um að kaupa fyrir sig amerískar dýnur. Þannig hófst innflutningurinn og skömmu síðar stofnuðu þau Svefn & heilsu. Fyrst um sinn ráku þau litla verslun í Listhúsinu í Laugardal en með árunum stækkaði hún og þau opnuðu fljótlega útibú á Akureyri enda á Siggi Matt ættir sínar m.a. að rekja til Norðurlands. Hann varð strax mjög áhugasamur um að líkaminn fengi réttan stuðning þegar fólk svæfi og fór að vinna að dýnuþróun í samvinnu við virta erlenda dýnuframleiðendur sem seldar eru um allan heim í dag. Mikið úrval af heilsudýnum og stillanlegum rúmum. Svefn og heilsa býður upp á mikið úrval af heilsudýnum í mörgum verðflokkum. Allar dýnurnar eru með alþjóðlegum gæðastimplum og standast ströngustu kröfur segir Siggi Matt. „Við látum sérframleiða fyrir okkur svæðaskiptar heilsudýnur með íslenskum nöfnum. Þær eru á frábærum verðum og heita Ýmir, Valhöll, Frigg, Óðinn og Iðunn. Valhöll er sem dæmi gríðarlega vinsæl sem hágæða hóteldýna. Við leggjum síðan mikla áherslu á heilsudýnurnar frá Bodyprint og Fylds’ sem eru framleiddar í hæsta gæðaflokki ásamt stillanlegum botnum frá Reverie. Þar er reynt að velja allra bestu efni sem völ er á til að framleiða fullkomnar heilsudýnur sem styðja rétt við líkamann.“ Bodyprint framleiðir nokkrar tegundir af svæðaskiptum heilsudýnum í nokkrum stífleikum að sögn Sigga. „Fylds sérhæfir sig í handunnum heilsudýnum með náttúrulegum efnum í bólstrun sem heita m.a. GHENT og NÓTT. Heilsudýnan NÓTT er skemmtilegt samstarfsverkefni þar sem íslensk ull frá ÍSTEX er notuð í bólstrun og einangrun dýnunnar.“ Stillanlegu botnarnir okkar frá Reverie hafa verið gríðarlega vinsælir. „Reverie er einn stærsti framleiðandi heims í stillanlegum rúmum og framleiðir fyrir okkur botn sem við teljum vera í sérflokki varðandi tæknilausnir og einfalda notkun. Því ættu allir að geta fundið sér eitthvað til hæfis, segir Siggi Matt. Frigg heilsudýna á íslenskum botni. „Hægindastólar og svefnsófar eru líka vinsæl vara í verslunum okkar,“ bætir Matthildur Fanney Jónsdóttir verslunarstjóri við. „Við erum einnig með mjög gott úrval af öðrum vörum eins og höfuðgafla, náttborð, sængurföt rúmteppi, lök, hlífðardýnur, sængur, kodda, handklæði, sloppa og margt fleira.“ Elísabet segir verslunina bjóða einnig upp á ýmis góð merki í mjúkvörunum. „Þar má til dæmis nefna HEFEL sem er það allra besta sem við höfum kynnst í sængurverum. Þá eru Vandyck mjög góðir í öllum mjúkvörum en lökin frá þeim eru einstaklega góð. Mine sængurverin úr egypskri bómull hafa verið vinsælust hjá okkur og gefa HEFEL lítið eftir.“ Eftir að hafa staðið saman í verslunarrekstri í rúma þrjá áratugi segja þau Siggi Matt og Elísabet verslunarreksturinn alltaf jafn skemmtilegan og gefandi. „Við þökkum viðskiptavinum okkar og starfsfólki fyrir frábært samstarf á liðnum árum,” segja þau að lokum. Umboðsaðilar Svefns & heilsu eru Bara Snilld á Egilsstöðum og Húsgagnaval á Höfn í Hornafirði. Nánari upplýsingar á svefnogheilsa.is.
Svefn Hús og heimili Heilsa Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Fleiri fréttir Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Þessar jólagjafir hitta í mark Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Sjá meira