Sneri við blaðinu og fékk þriggja ára dóm skilorðsbundinn Árni Sæberg skrifar 12. maí 2023 15:27 Árni var gripinn við komuna til landsins. Vísir/Vilhelm Árni Khanh Minh Dao var í dag sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnabrot, með því að hafa flutt inn rétt tæplega tvö kíló af sterku metamfetamíni, sem er í daglegu tali kallað spítt, í ferðatösku sem hann tók með sér í áætlunarflug árið 2019. Athygli vekur að fullnustu refsingar hans var frestað til fimm ára. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að Árni hafi sjálfur verið eigandi efnisins og hafi ætlað það til söludreifingar í ágóðaskyni. Fyrir dómi játaði Árni afdráttarlaust sök samkvæmt ákæru og samþykkti upptökukröfu ákæruvaldsins á öllu efninu. Málið var þess vegna dómtekið án frekari sönnunarfærslu. Hefur snúið við blaðinu Í dóminum segir að Árni hafi einu sinni áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi. Árið 2021 hafi hann verið sakfelldur fyrir fíkniefnalagabrot, umferðarlagabrot og brot gegn barnaverndarlögum og dæmdur í sextíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Hann hafi staðist það skilorð og því yrði ekki hróflað við því. Til refsihækkunar Árna horfi til þess að um sé að ræða umtalsvert magn af mjög sterku, kristölluðu metamfetamíni með afar mikla hættueiginleika auk áðurnefndrar eignar hans á efninu og áætlunum um söludreifingu. Á hinn bóginn horfi til refsilækkunar að Árni hafi játað brot sitt skýlaust og ekki verið óliðlegur við rannsókn lögreglu. Þá hafi brotið verið framið árið 2019, um fjórum árum fyrir þingfestingu málsins. Honum verði ekki kennt um drátt á rannsókn málsins. Loks segir í dóminum að Árni hafi verið í fastri vinnu í tvö ár og samkvæmt vottorði vinnuveitanda hans hafi hann staðið sig með miklum sóma og þyki áreiðanlegur, heiðarlegur og duglegur einstaklingur sem eigi sér bjarta framtíð hjá fyrirtækinu. Þá sé hann fráskilinn tveggja barna faðir og hafi umsjá með börnunum aðra hvora viku. Sérstakar aðstæður réttlæta frestun refsingar Með vísan til framangreinds mat dómurinn refsingu Árna hæfilega ákveðna þriggja ára fangelsisvist. „Að öllu jöfnu kæmi ekki til álita að skilorðsbinda þá refsingu. Þegar hins vegar er litið til þess mikla dráttar sem orðið hefur á rannsókn máls og útgáfu ákæru, sem ákærða verður ekki kennt um, sem og þess að ákærði virðist hafa snúið við blaðinu; er kominn í fasta vinnu og ber ábyrgð á uppeldi tveggja barna, þykir eins og hér stendur sérstaklega á og með vísan til nefndra mannréttindaákvæða mega ákveða að fresta fullnustu dæmdrar refsingar þannig að hún falli niður að liðnum fimm árum frá dómsuppsögu,“ segir í dóminum. Þá var Árni dæmdur til að greiða 900 þúsund krónur í sakarkostnað, þar af 392 þúsund króna þóknun skipaðs verjanda síns. Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að Árni hafi sjálfur verið eigandi efnisins og hafi ætlað það til söludreifingar í ágóðaskyni. Fyrir dómi játaði Árni afdráttarlaust sök samkvæmt ákæru og samþykkti upptökukröfu ákæruvaldsins á öllu efninu. Málið var þess vegna dómtekið án frekari sönnunarfærslu. Hefur snúið við blaðinu Í dóminum segir að Árni hafi einu sinni áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi. Árið 2021 hafi hann verið sakfelldur fyrir fíkniefnalagabrot, umferðarlagabrot og brot gegn barnaverndarlögum og dæmdur í sextíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Hann hafi staðist það skilorð og því yrði ekki hróflað við því. Til refsihækkunar Árna horfi til þess að um sé að ræða umtalsvert magn af mjög sterku, kristölluðu metamfetamíni með afar mikla hættueiginleika auk áðurnefndrar eignar hans á efninu og áætlunum um söludreifingu. Á hinn bóginn horfi til refsilækkunar að Árni hafi játað brot sitt skýlaust og ekki verið óliðlegur við rannsókn lögreglu. Þá hafi brotið verið framið árið 2019, um fjórum árum fyrir þingfestingu málsins. Honum verði ekki kennt um drátt á rannsókn málsins. Loks segir í dóminum að Árni hafi verið í fastri vinnu í tvö ár og samkvæmt vottorði vinnuveitanda hans hafi hann staðið sig með miklum sóma og þyki áreiðanlegur, heiðarlegur og duglegur einstaklingur sem eigi sér bjarta framtíð hjá fyrirtækinu. Þá sé hann fráskilinn tveggja barna faðir og hafi umsjá með börnunum aðra hvora viku. Sérstakar aðstæður réttlæta frestun refsingar Með vísan til framangreinds mat dómurinn refsingu Árna hæfilega ákveðna þriggja ára fangelsisvist. „Að öllu jöfnu kæmi ekki til álita að skilorðsbinda þá refsingu. Þegar hins vegar er litið til þess mikla dráttar sem orðið hefur á rannsókn máls og útgáfu ákæru, sem ákærða verður ekki kennt um, sem og þess að ákærði virðist hafa snúið við blaðinu; er kominn í fasta vinnu og ber ábyrgð á uppeldi tveggja barna, þykir eins og hér stendur sérstaklega á og með vísan til nefndra mannréttindaákvæða mega ákveða að fresta fullnustu dæmdrar refsingar þannig að hún falli niður að liðnum fimm árum frá dómsuppsögu,“ segir í dóminum. Þá var Árni dæmdur til að greiða 900 þúsund krónur í sakarkostnað, þar af 392 þúsund króna þóknun skipaðs verjanda síns.
Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira