Hundruð þúsundir flýja öflugan fellibyl Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2023 08:22 Börn leita skjóls fyrir rigningu á undan fellibylnum Mocha í Sittwe í Rakhine-ríki í Búrma í dag. AP Fellibylurinn Mocha stefnir nú á strendur Bangladess og Búrma með sjávarflóðum á svæðum þar sem um tvær milljónir manna búa. Hundruð þúsundir manna hafa verið flutt af svæðinu fyrir komu bylsins. Mocha er sagður öflugasti fellibylur sem gengið hefur inn í Bengalflóa í áratug. Honum fylgir úrhellisrigning og vindhraði upp á 54 metra á sekúndu. Spáð er allt að fjögurra metra háum sjávarflóðum sem gætu ógnað þorpum á láglendissvæðum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hjálparstofnanir óttast að bylurinn ógni meira en milljón róhingja sem hafast við í flóttamannabúðum í Cox's Bazar í Bangladess. Um hálf milljón þeirra eru börn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Neyðarskýli í skólum og hofum þar eru nú sögð yfirfull. Lögreglumenn hvöttu fólk til að leita skjóls og forðast ströndina í gær. Stjórnvöld í Bangladess lýstu yfir hæsta mögulega viðbúnaðarstigi fyrir borgina. Veðurstofan þar í landi telur bylinn ógna lífi og eigum fólks í átta héruðum við strandlengjuna. Varað er við því að skýfall sem fylgir bylnum geti komið af stað aurskriðum á hlíðóttum svæðum, þar á meðal í Cox's Bazar. „Að fellibylur lendi á svæði þar sem mannúðarástand er þegar svo slæmt er alger martröð sem hefur áhrif á hundruð þúsundir viðkvæmra einstaklinga sem hafa skert baráttuþrek eftir röð áfalla,“ segir A.I. Ramanathan Balakrishnan sem skipuleggur mannúðarstarf Sameinuðu þjóðanna í Bangladess. Ástandið er ekki betra í Búrma. Talið er að sex milljónir manna séu aðstoðar þurfi í Rakhine í Búrma. Blóðug átök hafa geisað á milli andspyrnuhópa og hersins eftir að herforingjar rændu völdum í landinu fyrir tveimur árum. Bangladess Mjanmar Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Mocha er sagður öflugasti fellibylur sem gengið hefur inn í Bengalflóa í áratug. Honum fylgir úrhellisrigning og vindhraði upp á 54 metra á sekúndu. Spáð er allt að fjögurra metra háum sjávarflóðum sem gætu ógnað þorpum á láglendissvæðum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hjálparstofnanir óttast að bylurinn ógni meira en milljón róhingja sem hafast við í flóttamannabúðum í Cox's Bazar í Bangladess. Um hálf milljón þeirra eru börn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Neyðarskýli í skólum og hofum þar eru nú sögð yfirfull. Lögreglumenn hvöttu fólk til að leita skjóls og forðast ströndina í gær. Stjórnvöld í Bangladess lýstu yfir hæsta mögulega viðbúnaðarstigi fyrir borgina. Veðurstofan þar í landi telur bylinn ógna lífi og eigum fólks í átta héruðum við strandlengjuna. Varað er við því að skýfall sem fylgir bylnum geti komið af stað aurskriðum á hlíðóttum svæðum, þar á meðal í Cox's Bazar. „Að fellibylur lendi á svæði þar sem mannúðarástand er þegar svo slæmt er alger martröð sem hefur áhrif á hundruð þúsundir viðkvæmra einstaklinga sem hafa skert baráttuþrek eftir röð áfalla,“ segir A.I. Ramanathan Balakrishnan sem skipuleggur mannúðarstarf Sameinuðu þjóðanna í Bangladess. Ástandið er ekki betra í Búrma. Talið er að sex milljónir manna séu aðstoðar þurfi í Rakhine í Búrma. Blóðug átök hafa geisað á milli andspyrnuhópa og hersins eftir að herforingjar rændu völdum í landinu fyrir tveimur árum.
Bangladess Mjanmar Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira