Twitter sagt láta undan þrýstingi Erdogan Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2023 09:23 Elon Musk (t.v.), eigandi Twitter, tekur í hönd Receps Erdogan Tyrklandsforseta (t.h.) þegar þeir hittust árið 2017. Tesla, rafbílafyrirtæki Musk, hefur um árabil reynt að komast á tyrkneskan markað. Vísir/Getty Andófsmaður og rannsóknarblaðamaður eru á meðal þeirra sem samfélagsmiðillinn Twitter virðist hafa fallist á að fela fyrir tyrkenskum notendum sínum rétt fyrir mikilvægustu kosningar í landinu í áraraðir. Twitter hefur ekki sagt hvers kyns efni miðilinn samþykkti að ritskoða. Fyrirtækið tísti á föstudaginn á bæði ensku og tyrknesku að það takmarkaði nú aðgang að „sumu efni“ í Tyrklandi í gær, daginn fyrir forseta- og þingkosningar þar sem Recep Erdogan forseti berst fyrir pólitísku lífi sínu sem aldrei fyrr. Ekki kom fram hvaða tíst yrðu óaðgengileg í Tyrklandi eða af hverju en Twitter sagði að þau yrðu aðgengileg utan Tyrklands. Vísað var almennt til málsmeðferðar fyrir dómstólum. In response to legal process and to ensure Twitter remains available to the people of Turkey, we have taken action to restrict access to some content in Turkey today.— Twitter Global Government Affairs (@GlobalAffairs) May 13, 2023 Elon Musk, forstjóri og eigandi Twitter, virtist sjálfur staðfesta að stjórn Erdogan hefði still Twitter upp við vegg. Annað hvort fjarlægði miðillinn ákveðið efni eða lokað yrði fyrir Twitter í heild sinni. Did your brain fall out of your head, Yglesias? The choice is have Twitter throttled in its entirety or limit access to some tweets. Which one do you want?— Elon Musk (@elonmusk) May 13, 2023 Gagnrýnendur hafa síðan sakað Musk um tvískinnung þar sem hann hefur ítrekað lýst sjálfum sér sem einhvers konar tjáningarfrelsissinna án undantekninga (e. free speech absolutist). Það hefur hann notað til þess að réttlæta að hleypa fjölda notenda sem voru bannaðir fyrir brot á skilmálum Twitter aftur á miðilinn, þar á meðal alls kyns hægriöfgamönnum. Ákvörðun núverandi stjórnanda Twitter um að lúffa fyrir tyrkneskum stjórnvöldum stingur ennfremur í stúf við baráttu fyrri stjórnenda gegn ritskoðunartilburðum Erdogans. Þegar Erdogan bannaði Twitter árið 2014 fór fyrirtækið með málið fyrir tyrkneska dómstóla sem sneru banninu á endanum við. Jimmy Wales, stofnandi netalfræðiorðabókarinnar Wikipedia, var á meðal þeirra sem gagnrýndu Musk í gær. Wikipedia hafi sjálft barist fyrir tilverurétti sínum alla leið upp í Hæstarétt Tyrklands og haft sigur. „Það er merking þess að líta á tjáningarfrelsið sem grundvallaratriði frekar en slagorð,“ tísti hann. What Wikipedia did: we stood strong for our principles and fought to the Supreme Court of Turkey and won. This is what it means to treat freedom of expression as a principle rather than a slogan. https://t.co/tHkx1Wa06r— Jimmy Wales (@jimmy_wales) May 13, 2023 „Ef Elon segir núna „Okkur er sama um tjáningarfrelsi ef það kemur niður á tekjum“ þá ætti hann bara að segja það hreint út,“ sagði Wales. Hneisa fyrir lýðræði og tjáningarfrelsi Á meðal þeirra Tyrkja sem Twitter ritskoðar nú í Tyrklandi eru Muhammed Yakut, kúrdískur kaupsýslumaður og harður gagnrýnandi Erdogans, og Cevheri Güven, rannsóknarblaðamaður, að sögn vefmiðilsins Turkish Minute. Það er enskumælandi fréttavefur landflótta tyrkneskra blaðamanna í Þýskalandi. Yakut þessi hefur sakað Erdogan og ráðherra hans um ýmis konar spillingu og haldið því fram að valdaránstilraun árið 2016 hafi verið sett á svið til þess að festa völd Erdogans í sessi. Hann hafði boðað frekari upplýsingar um það í gær. „Þetta er hneisa við lýðræðið og tjáningarfrelsið að Twitter hafi látið undan fyrir Tayyip Erdogan,“ segir Güven við Turkish Minute. Güven býr sjálfur í Þýskalandi en Youtube-myndbönd þar sem hann ræðir um spillingu tyrkneskra stjórnvalda eru sögð njóta mikilla vinsælda. Eygja færi á að fella Erdogan í fyrsta skipti í tuttugu ár Kosningarnar í Tyrklandi í dag virðast ætla að vera þær mest spennandi frá því að Erdogan komst fyrst til valda fyrir um tuttugu árum. Kannanir benda til þess að Kemal Kilicdaroglu, leiðtogi sameinaðrar stjórnarandstöðunnar, eygi raunverulegan möguleika að bera sigurorð af forsetanum. Kilicdaroglu hefur heitið því að snúa Tyrklandi af braut valdboðs og einræðis sem Erdogan hefur verið sakaður um. „Tyrkland er land boða og banna. Þegar við verðum við völd verður Tyrkland land frelsis,“ sagði hann í viðtali í síðustu viku. Twitter Tyrkland Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Skrúfa fyrir valið efni korter í kosningar Samfélagsmiðillinn Twitter hefur tilkynnt að ákveðið efni á miðlinum verði ekki aðgengilegt notendum hans í Tyrklandi. Gríðarlega mikilvægar kosningar verða í landinu á morgun en litlu sem engu munar á sitjandi forsetanum Erdogan og keppinauti hans Kemal Kilicdaroglu í skoðanakönnunum. 13. maí 2023 21:24 Gera sér vonir um að velta Erdogan úr sessi Tyrkneska stjórnarandstaðan vonast til þess að tuttugu ára valdatíð Receps Erdogan forseta ljúki eftir forseta- og þingkosningar sem fara fram á sunnudag. Erdogan er ekki talinn hafa staðið eins veikt og nú áður, að stórum hluta vegna óstjórnar í efnahagsmálum. 13. maí 2023 08:08 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira
Fyrirtækið tísti á föstudaginn á bæði ensku og tyrknesku að það takmarkaði nú aðgang að „sumu efni“ í Tyrklandi í gær, daginn fyrir forseta- og þingkosningar þar sem Recep Erdogan forseti berst fyrir pólitísku lífi sínu sem aldrei fyrr. Ekki kom fram hvaða tíst yrðu óaðgengileg í Tyrklandi eða af hverju en Twitter sagði að þau yrðu aðgengileg utan Tyrklands. Vísað var almennt til málsmeðferðar fyrir dómstólum. In response to legal process and to ensure Twitter remains available to the people of Turkey, we have taken action to restrict access to some content in Turkey today.— Twitter Global Government Affairs (@GlobalAffairs) May 13, 2023 Elon Musk, forstjóri og eigandi Twitter, virtist sjálfur staðfesta að stjórn Erdogan hefði still Twitter upp við vegg. Annað hvort fjarlægði miðillinn ákveðið efni eða lokað yrði fyrir Twitter í heild sinni. Did your brain fall out of your head, Yglesias? The choice is have Twitter throttled in its entirety or limit access to some tweets. Which one do you want?— Elon Musk (@elonmusk) May 13, 2023 Gagnrýnendur hafa síðan sakað Musk um tvískinnung þar sem hann hefur ítrekað lýst sjálfum sér sem einhvers konar tjáningarfrelsissinna án undantekninga (e. free speech absolutist). Það hefur hann notað til þess að réttlæta að hleypa fjölda notenda sem voru bannaðir fyrir brot á skilmálum Twitter aftur á miðilinn, þar á meðal alls kyns hægriöfgamönnum. Ákvörðun núverandi stjórnanda Twitter um að lúffa fyrir tyrkneskum stjórnvöldum stingur ennfremur í stúf við baráttu fyrri stjórnenda gegn ritskoðunartilburðum Erdogans. Þegar Erdogan bannaði Twitter árið 2014 fór fyrirtækið með málið fyrir tyrkneska dómstóla sem sneru banninu á endanum við. Jimmy Wales, stofnandi netalfræðiorðabókarinnar Wikipedia, var á meðal þeirra sem gagnrýndu Musk í gær. Wikipedia hafi sjálft barist fyrir tilverurétti sínum alla leið upp í Hæstarétt Tyrklands og haft sigur. „Það er merking þess að líta á tjáningarfrelsið sem grundvallaratriði frekar en slagorð,“ tísti hann. What Wikipedia did: we stood strong for our principles and fought to the Supreme Court of Turkey and won. This is what it means to treat freedom of expression as a principle rather than a slogan. https://t.co/tHkx1Wa06r— Jimmy Wales (@jimmy_wales) May 13, 2023 „Ef Elon segir núna „Okkur er sama um tjáningarfrelsi ef það kemur niður á tekjum“ þá ætti hann bara að segja það hreint út,“ sagði Wales. Hneisa fyrir lýðræði og tjáningarfrelsi Á meðal þeirra Tyrkja sem Twitter ritskoðar nú í Tyrklandi eru Muhammed Yakut, kúrdískur kaupsýslumaður og harður gagnrýnandi Erdogans, og Cevheri Güven, rannsóknarblaðamaður, að sögn vefmiðilsins Turkish Minute. Það er enskumælandi fréttavefur landflótta tyrkneskra blaðamanna í Þýskalandi. Yakut þessi hefur sakað Erdogan og ráðherra hans um ýmis konar spillingu og haldið því fram að valdaránstilraun árið 2016 hafi verið sett á svið til þess að festa völd Erdogans í sessi. Hann hafði boðað frekari upplýsingar um það í gær. „Þetta er hneisa við lýðræðið og tjáningarfrelsið að Twitter hafi látið undan fyrir Tayyip Erdogan,“ segir Güven við Turkish Minute. Güven býr sjálfur í Þýskalandi en Youtube-myndbönd þar sem hann ræðir um spillingu tyrkneskra stjórnvalda eru sögð njóta mikilla vinsælda. Eygja færi á að fella Erdogan í fyrsta skipti í tuttugu ár Kosningarnar í Tyrklandi í dag virðast ætla að vera þær mest spennandi frá því að Erdogan komst fyrst til valda fyrir um tuttugu árum. Kannanir benda til þess að Kemal Kilicdaroglu, leiðtogi sameinaðrar stjórnarandstöðunnar, eygi raunverulegan möguleika að bera sigurorð af forsetanum. Kilicdaroglu hefur heitið því að snúa Tyrklandi af braut valdboðs og einræðis sem Erdogan hefur verið sakaður um. „Tyrkland er land boða og banna. Þegar við verðum við völd verður Tyrkland land frelsis,“ sagði hann í viðtali í síðustu viku.
Twitter Tyrkland Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Skrúfa fyrir valið efni korter í kosningar Samfélagsmiðillinn Twitter hefur tilkynnt að ákveðið efni á miðlinum verði ekki aðgengilegt notendum hans í Tyrklandi. Gríðarlega mikilvægar kosningar verða í landinu á morgun en litlu sem engu munar á sitjandi forsetanum Erdogan og keppinauti hans Kemal Kilicdaroglu í skoðanakönnunum. 13. maí 2023 21:24 Gera sér vonir um að velta Erdogan úr sessi Tyrkneska stjórnarandstaðan vonast til þess að tuttugu ára valdatíð Receps Erdogan forseta ljúki eftir forseta- og þingkosningar sem fara fram á sunnudag. Erdogan er ekki talinn hafa staðið eins veikt og nú áður, að stórum hluta vegna óstjórnar í efnahagsmálum. 13. maí 2023 08:08 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira
Skrúfa fyrir valið efni korter í kosningar Samfélagsmiðillinn Twitter hefur tilkynnt að ákveðið efni á miðlinum verði ekki aðgengilegt notendum hans í Tyrklandi. Gríðarlega mikilvægar kosningar verða í landinu á morgun en litlu sem engu munar á sitjandi forsetanum Erdogan og keppinauti hans Kemal Kilicdaroglu í skoðanakönnunum. 13. maí 2023 21:24
Gera sér vonir um að velta Erdogan úr sessi Tyrkneska stjórnarandstaðan vonast til þess að tuttugu ára valdatíð Receps Erdogan forseta ljúki eftir forseta- og þingkosningar sem fara fram á sunnudag. Erdogan er ekki talinn hafa staðið eins veikt og nú áður, að stórum hluta vegna óstjórnar í efnahagsmálum. 13. maí 2023 08:08