Fékk bíl í gegnum vegg á meðan hann undirbjó vínarbrauðið Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2023 12:28 Bílnum var ekið í gegnum vegg sem snýr út að útisvæði. Starfsmenn bakarísins selja kaffi út um gluggann á veggnum þegar þannig viðrar. Aðsend Miklar skemmdir urðu á Sauðárkróksbakaríi þegar bíl var ekið í gegnum vegg og inn í afgreiðslu þess snemma í morgun. Eigandi bakarísins sem var að undirbúa vínarbrauð í vinnslurými segir að ökumaðurinn hafi stungið af. „Hann fór bara í gegnum vegginn á húsinu, bara hálfur bíllinn fór inn í húsið,“ segir Snorri Stefánsson, eigandi Sauðárkróksbakarís, sem var truflaður svo harkalega við vinnu sína rétt eftir klukkan fimm í morgun. Bakaríið er að hluta til í gömlu timburhúsi. „Ég var bara inni í vinnslu og var bara að undirbúa vínarbrauð sem ég ætlaði að fara að setja inn í ofninn þegar ég heyri dynkinn eða áreksturinn. „Panika“ pínu, hleypt inn, rafmagn dettur eitthvað út. Svo bara sé ég bíl þarna kominn inn í afgreiðsluborðið hjá mér,“ segir Snorri í samtali við Vísi. Hann hafi þá hlaupið til baka og hringt í neyðarlínu. Bílstjórinn hafði hins vegar stungið af þegar Snorri kom að bílnum. Síðasta sem Snorri frétti var að lögreglan hefði haft hendur í hári hans. Honum skiljist að ökumaðurinn sé ekki eigandi bílsins og að hann hafi ekki verið allsgáður. Sem betur fer var enginn inni í afgreiðslunni þegar bílnum var ekið í gegnum vegg snemma í morgun.Aðsend Allt saman handónýtt Starfsfólk í afgreiðslu mætir um átta leytið á sunnudögum en Snorri segir að hann hefði sjálfur hæglega geta verið að sækja sér kaffisopa þar sem bíllinn kom inn. „Sem betur fer var enginn að vinna þarna,“ segir Snorri sem keypti bakaríið í haust. Ljóst er að tjónið er mikið. „Þetta er bara allt saman handónýtt, fyrir utan það að er gat á húsinu,“ segir Snorri. Hann áætlar að það gæti tekið tvo mánuði að gera upp bakaríið. Miklar skemmdir urðu á afgreiðslu Sauðarkróksbakarís. Eigandinn áætlar að það gæti tekið allt að tvo mánuði að gera við hana.Aðsend Skagafjörður Samgönguslys Bakarí Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Sjá meira
„Hann fór bara í gegnum vegginn á húsinu, bara hálfur bíllinn fór inn í húsið,“ segir Snorri Stefánsson, eigandi Sauðárkróksbakarís, sem var truflaður svo harkalega við vinnu sína rétt eftir klukkan fimm í morgun. Bakaríið er að hluta til í gömlu timburhúsi. „Ég var bara inni í vinnslu og var bara að undirbúa vínarbrauð sem ég ætlaði að fara að setja inn í ofninn þegar ég heyri dynkinn eða áreksturinn. „Panika“ pínu, hleypt inn, rafmagn dettur eitthvað út. Svo bara sé ég bíl þarna kominn inn í afgreiðsluborðið hjá mér,“ segir Snorri í samtali við Vísi. Hann hafi þá hlaupið til baka og hringt í neyðarlínu. Bílstjórinn hafði hins vegar stungið af þegar Snorri kom að bílnum. Síðasta sem Snorri frétti var að lögreglan hefði haft hendur í hári hans. Honum skiljist að ökumaðurinn sé ekki eigandi bílsins og að hann hafi ekki verið allsgáður. Sem betur fer var enginn inni í afgreiðslunni þegar bílnum var ekið í gegnum vegg snemma í morgun.Aðsend Allt saman handónýtt Starfsfólk í afgreiðslu mætir um átta leytið á sunnudögum en Snorri segir að hann hefði sjálfur hæglega geta verið að sækja sér kaffisopa þar sem bíllinn kom inn. „Sem betur fer var enginn að vinna þarna,“ segir Snorri sem keypti bakaríið í haust. Ljóst er að tjónið er mikið. „Þetta er bara allt saman handónýtt, fyrir utan það að er gat á húsinu,“ segir Snorri. Hann áætlar að það gæti tekið tvo mánuði að gera upp bakaríið. Miklar skemmdir urðu á afgreiðslu Sauðarkróksbakarís. Eigandinn áætlar að það gæti tekið allt að tvo mánuði að gera við hana.Aðsend
Skagafjörður Samgönguslys Bakarí Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Sjá meira