Fékk bíl í gegnum vegg á meðan hann undirbjó vínarbrauðið Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2023 12:28 Bílnum var ekið í gegnum vegg sem snýr út að útisvæði. Starfsmenn bakarísins selja kaffi út um gluggann á veggnum þegar þannig viðrar. Aðsend Miklar skemmdir urðu á Sauðárkróksbakaríi þegar bíl var ekið í gegnum vegg og inn í afgreiðslu þess snemma í morgun. Eigandi bakarísins sem var að undirbúa vínarbrauð í vinnslurými segir að ökumaðurinn hafi stungið af. „Hann fór bara í gegnum vegginn á húsinu, bara hálfur bíllinn fór inn í húsið,“ segir Snorri Stefánsson, eigandi Sauðárkróksbakarís, sem var truflaður svo harkalega við vinnu sína rétt eftir klukkan fimm í morgun. Bakaríið er að hluta til í gömlu timburhúsi. „Ég var bara inni í vinnslu og var bara að undirbúa vínarbrauð sem ég ætlaði að fara að setja inn í ofninn þegar ég heyri dynkinn eða áreksturinn. „Panika“ pínu, hleypt inn, rafmagn dettur eitthvað út. Svo bara sé ég bíl þarna kominn inn í afgreiðsluborðið hjá mér,“ segir Snorri í samtali við Vísi. Hann hafi þá hlaupið til baka og hringt í neyðarlínu. Bílstjórinn hafði hins vegar stungið af þegar Snorri kom að bílnum. Síðasta sem Snorri frétti var að lögreglan hefði haft hendur í hári hans. Honum skiljist að ökumaðurinn sé ekki eigandi bílsins og að hann hafi ekki verið allsgáður. Sem betur fer var enginn inni í afgreiðslunni þegar bílnum var ekið í gegnum vegg snemma í morgun.Aðsend Allt saman handónýtt Starfsfólk í afgreiðslu mætir um átta leytið á sunnudögum en Snorri segir að hann hefði sjálfur hæglega geta verið að sækja sér kaffisopa þar sem bíllinn kom inn. „Sem betur fer var enginn að vinna þarna,“ segir Snorri sem keypti bakaríið í haust. Ljóst er að tjónið er mikið. „Þetta er bara allt saman handónýtt, fyrir utan það að er gat á húsinu,“ segir Snorri. Hann áætlar að það gæti tekið tvo mánuði að gera upp bakaríið. Miklar skemmdir urðu á afgreiðslu Sauðarkróksbakarís. Eigandinn áætlar að það gæti tekið allt að tvo mánuði að gera við hana.Aðsend Skagafjörður Samgönguslys Bakarí Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
„Hann fór bara í gegnum vegginn á húsinu, bara hálfur bíllinn fór inn í húsið,“ segir Snorri Stefánsson, eigandi Sauðárkróksbakarís, sem var truflaður svo harkalega við vinnu sína rétt eftir klukkan fimm í morgun. Bakaríið er að hluta til í gömlu timburhúsi. „Ég var bara inni í vinnslu og var bara að undirbúa vínarbrauð sem ég ætlaði að fara að setja inn í ofninn þegar ég heyri dynkinn eða áreksturinn. „Panika“ pínu, hleypt inn, rafmagn dettur eitthvað út. Svo bara sé ég bíl þarna kominn inn í afgreiðsluborðið hjá mér,“ segir Snorri í samtali við Vísi. Hann hafi þá hlaupið til baka og hringt í neyðarlínu. Bílstjórinn hafði hins vegar stungið af þegar Snorri kom að bílnum. Síðasta sem Snorri frétti var að lögreglan hefði haft hendur í hári hans. Honum skiljist að ökumaðurinn sé ekki eigandi bílsins og að hann hafi ekki verið allsgáður. Sem betur fer var enginn inni í afgreiðslunni þegar bílnum var ekið í gegnum vegg snemma í morgun.Aðsend Allt saman handónýtt Starfsfólk í afgreiðslu mætir um átta leytið á sunnudögum en Snorri segir að hann hefði sjálfur hæglega geta verið að sækja sér kaffisopa þar sem bíllinn kom inn. „Sem betur fer var enginn að vinna þarna,“ segir Snorri sem keypti bakaríið í haust. Ljóst er að tjónið er mikið. „Þetta er bara allt saman handónýtt, fyrir utan það að er gat á húsinu,“ segir Snorri. Hann áætlar að það gæti tekið tvo mánuði að gera upp bakaríið. Miklar skemmdir urðu á afgreiðslu Sauðarkróksbakarís. Eigandinn áætlar að það gæti tekið allt að tvo mánuði að gera við hana.Aðsend
Skagafjörður Samgönguslys Bakarí Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira