Fleiri en tvö hundruð látin svelta sig til bana Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2023 13:49 Paul Mackenzie, leiðtogi safnaðarins, heldur því fram að hann hafi lagt hann niður fyrir nokkrum árum. Dómstóll hafnaði kröfu hans um lausn gegn tryggingu í síðustu viku. AP Rúmlega tvö hundruð lík fólks sem tilheyrði kristnum dómsdagssöfnuði hafa nú fundist í skógi í Kenía. Fyrrverandi prédikari hjá söfnuðinum segir að börn hafi verið þau fyrstu sem voru látin svelta sig til bana áður en röðin kom að fullorðnum. Leit í Shakahola-skóginum í suðvestanverðu Kenía hefur nú skilað 201 líki. Þau eru talin tilheyra fólki sem tilheyrði sértrúarsöfnuðinum Good News International Church. Paul Mackenzie, leiðtogi hans, hefur verið í haldi lögreglu undanfarnar vikur og á yfir höfði sér ákæru fyrir hryðjuverkastarfsemi, að sögn AP-fréttastofunnar. Krufning á líkunum bendir til þess að fólkið hafi soltið, verið kæft og barið. Talið er að Mackenzie hafi látið safnaðarmeðlimi fremja hópsjálfsmorð með því að svelta sig til bana svo þeir kæmust til himna fyrir heimsenda. Fleiri en sex hundruð manns sem eru taldir hafa verið í söfnuðinum er saknað, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Titus Katana, safnaðarmeðlimur og fyrrverandi aðstoðarprédikari, segir New York Times að Mackenzie hafi gefið fyrirskipanir í janúar um að fólk ætti að svelta börn sín úti í sólinni til þess að þau dæju sem fyrst. Með vorinu var röðin komin að konum og svo körlum. Mackenzie hafi sjálfur ætlað að lifa áfram til þess að hjálpa fylgjendum sínum að „hitta Jesúm“ með því að svelta sig. Þegar því væri lokið ætlaði hann að svelta sjálfan sig til dauða áður en til heimsenda kæmi. Katana segir að hann hafi verið hættur í söfnuðinum þegar sjálfsvígin hófust en hann hafi heyrt af þeim frá fólki sem varð eftir. Hann hafi gert lögreglu viðvart um að börn væru að deyja í skóginum en hún hafi ekkert aðhafst fyrr en það var þegar orðið of seint. Kenía Trúmál Erlend sakamál Tengdar fréttir Mögulega aðeins „toppurinn á ísjakanum“ Að minnsta kosti 90 hafa fundist látnir á búgarði í Kenía, þar sem leiðtogi sértrúasöfnuðar er grunaður um að hafa fyrirskipað fylgjendum sínum að svelta sig til dauða til að „hitta Jesú“. 26. apríl 2023 07:01 Sveltu sig til dauða til þess að hitta Jesúm Að minnsta kosti tuttugu og eitt lík hefur verið grafið upp í tengslum við rannsókn á prédikara sem er talinn hafa sagt fylgjendum sínum að svelta sig til dauða til þess að hitta Jesúm í Kenía. Börn eru á meðal þeirra látnu en lögregla býst við að finna enn fleiri lík. 23. apríl 2023 11:53 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Fleiri fréttir „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Sjá meira
Leit í Shakahola-skóginum í suðvestanverðu Kenía hefur nú skilað 201 líki. Þau eru talin tilheyra fólki sem tilheyrði sértrúarsöfnuðinum Good News International Church. Paul Mackenzie, leiðtogi hans, hefur verið í haldi lögreglu undanfarnar vikur og á yfir höfði sér ákæru fyrir hryðjuverkastarfsemi, að sögn AP-fréttastofunnar. Krufning á líkunum bendir til þess að fólkið hafi soltið, verið kæft og barið. Talið er að Mackenzie hafi látið safnaðarmeðlimi fremja hópsjálfsmorð með því að svelta sig til bana svo þeir kæmust til himna fyrir heimsenda. Fleiri en sex hundruð manns sem eru taldir hafa verið í söfnuðinum er saknað, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Titus Katana, safnaðarmeðlimur og fyrrverandi aðstoðarprédikari, segir New York Times að Mackenzie hafi gefið fyrirskipanir í janúar um að fólk ætti að svelta börn sín úti í sólinni til þess að þau dæju sem fyrst. Með vorinu var röðin komin að konum og svo körlum. Mackenzie hafi sjálfur ætlað að lifa áfram til þess að hjálpa fylgjendum sínum að „hitta Jesúm“ með því að svelta sig. Þegar því væri lokið ætlaði hann að svelta sjálfan sig til dauða áður en til heimsenda kæmi. Katana segir að hann hafi verið hættur í söfnuðinum þegar sjálfsvígin hófust en hann hafi heyrt af þeim frá fólki sem varð eftir. Hann hafi gert lögreglu viðvart um að börn væru að deyja í skóginum en hún hafi ekkert aðhafst fyrr en það var þegar orðið of seint.
Kenía Trúmál Erlend sakamál Tengdar fréttir Mögulega aðeins „toppurinn á ísjakanum“ Að minnsta kosti 90 hafa fundist látnir á búgarði í Kenía, þar sem leiðtogi sértrúasöfnuðar er grunaður um að hafa fyrirskipað fylgjendum sínum að svelta sig til dauða til að „hitta Jesú“. 26. apríl 2023 07:01 Sveltu sig til dauða til þess að hitta Jesúm Að minnsta kosti tuttugu og eitt lík hefur verið grafið upp í tengslum við rannsókn á prédikara sem er talinn hafa sagt fylgjendum sínum að svelta sig til dauða til þess að hitta Jesúm í Kenía. Börn eru á meðal þeirra látnu en lögregla býst við að finna enn fleiri lík. 23. apríl 2023 11:53 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Fleiri fréttir „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Sjá meira
Mögulega aðeins „toppurinn á ísjakanum“ Að minnsta kosti 90 hafa fundist látnir á búgarði í Kenía, þar sem leiðtogi sértrúasöfnuðar er grunaður um að hafa fyrirskipað fylgjendum sínum að svelta sig til dauða til að „hitta Jesú“. 26. apríl 2023 07:01
Sveltu sig til dauða til þess að hitta Jesúm Að minnsta kosti tuttugu og eitt lík hefur verið grafið upp í tengslum við rannsókn á prédikara sem er talinn hafa sagt fylgjendum sínum að svelta sig til dauða til þess að hitta Jesúm í Kenía. Börn eru á meðal þeirra látnu en lögregla býst við að finna enn fleiri lík. 23. apríl 2023 11:53