Árekstur og húsbíll sem þveraði veginn Máni Snær Þorláksson skrifar 14. maí 2023 23:17 Ökumenn lentu í vandræðum á Fjarðarheiði í kvöld sökum vetrarfærðar. Landsbjörg Að minnsta kosti einn árekstur varð á Fjarðarheiði í kvöld sökum vetrarfærðar. Þá hafa þó nokkrir bílar verið skildir eftir á heiðinni og fólk flutt niður af heiðinni til Seyðisfjarðar. „Þarna bara varð skyndileg vetrarfærð og töluverð ófærð,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við fréttastofu um málið. Hann segir að enginn hafi slasast í árekstrinum. Flestir bílanna á heiðinni hafi verið komnir á sumardekk, ökumenn ráði illa við færðina sem er nú þar. Björgunarsveitarfólk er nú á vettvangi að hjálpa til. „Það er bara verið að leysa úr þessu,“ segir Jón Þór en verið er að flytja fólk úr bílunum niður til Seyðisfjarðar. „Það voru þó nokkuð margir bílar skildir eftir, það er verkefni morgundagsins að koma þeim niður.“ Húsbíll þveraði veginn Vegagerðin er nú búin að loka Fjarðarheiði fyrir allri umferð. Nokkur fjöldi bíla er þó enn á leiðinni og koma í veg fyrir að moksturstæki Vegagerðarinnar komist leiðar sinnar til að opna veginn á ný. Húsbíll sem þveraði veginn var á meðal þeirra sem stóðu í vegi fyrir mokstursbílnum. Nú hefur þó húsbíll fokið út af veginum, líklegast sá sami og þveraði hann. Gul viðvörun í kvöld og á morgun Veðurspáin var slæm fyrir svæðið en gul viðvörun er ennþá í gildi fyrir svæðið. „Það var von á þessu en þetta varð óvenju slæmt þarna,“ segir Jón Þór. Veðurstofan varaði fólk við að leggja í langferðir á vanbúnum bílum sökum þess að líkur voru á vetrarfærð. Gul viðvörun tekur aftur gildi á Austurlandi að Glettingi klukkan tíu á morgun. Þá er búist við norðan og norðvestan átta til fimmtán metrum á sekúndu, snjókomu eða skafrenningi og litlu skyggni með köflum. Uppfært 8:00: Búið er að opna Fjarðarheiði að nýju. Frá þessu segir á vef Vegagerðarinnar. Fjarðarheiði: Búið er að opna veginn að nýju en þar er hálka. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) May 15, 2023 Björgunarsveitir Múlaþing Umferð Samgönguslys Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Sjá meira
„Þarna bara varð skyndileg vetrarfærð og töluverð ófærð,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við fréttastofu um málið. Hann segir að enginn hafi slasast í árekstrinum. Flestir bílanna á heiðinni hafi verið komnir á sumardekk, ökumenn ráði illa við færðina sem er nú þar. Björgunarsveitarfólk er nú á vettvangi að hjálpa til. „Það er bara verið að leysa úr þessu,“ segir Jón Þór en verið er að flytja fólk úr bílunum niður til Seyðisfjarðar. „Það voru þó nokkuð margir bílar skildir eftir, það er verkefni morgundagsins að koma þeim niður.“ Húsbíll þveraði veginn Vegagerðin er nú búin að loka Fjarðarheiði fyrir allri umferð. Nokkur fjöldi bíla er þó enn á leiðinni og koma í veg fyrir að moksturstæki Vegagerðarinnar komist leiðar sinnar til að opna veginn á ný. Húsbíll sem þveraði veginn var á meðal þeirra sem stóðu í vegi fyrir mokstursbílnum. Nú hefur þó húsbíll fokið út af veginum, líklegast sá sami og þveraði hann. Gul viðvörun í kvöld og á morgun Veðurspáin var slæm fyrir svæðið en gul viðvörun er ennþá í gildi fyrir svæðið. „Það var von á þessu en þetta varð óvenju slæmt þarna,“ segir Jón Þór. Veðurstofan varaði fólk við að leggja í langferðir á vanbúnum bílum sökum þess að líkur voru á vetrarfærð. Gul viðvörun tekur aftur gildi á Austurlandi að Glettingi klukkan tíu á morgun. Þá er búist við norðan og norðvestan átta til fimmtán metrum á sekúndu, snjókomu eða skafrenningi og litlu skyggni með köflum. Uppfært 8:00: Búið er að opna Fjarðarheiði að nýju. Frá þessu segir á vef Vegagerðarinnar. Fjarðarheiði: Búið er að opna veginn að nýju en þar er hálka. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) May 15, 2023
Björgunarsveitir Múlaþing Umferð Samgönguslys Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Sjá meira