„Hann lítur til hliðar og lemur hann í andlitið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2023 09:19 Kjartan Henry Finnbogason útskýrir olnbogaskotið fyrir fórnarlambinu Nikolaj Hansen. S2 Sport Það var mikill hiti í mönnum í leik Víkings og FH í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi og eftir leikinn töluðu báðir þjálfarar liðanna, Arnar Gunnlaugsson og Heimir Guðjónsson, um grófan leik andstæðinganna. Stúkan ræddi þennan leik og fór meðal annars yfir nokkur atriði tengdum þeim Kjartani Henry Finnbogasyni hjá FH og Pablo Punyed hjá Víkingum. „Að kannski máli málanna. Arnar (Gunnlaugsson) var reiður við Kjartan Henry (Finnbogason). Við getum séð þetta,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar, og sýndi myndbrot af því þegar Kjartan Henry sparkar í átt að andliti Birnis Snæs Ingasonar en hittir ekki. „Hér er Kjartan í baráttunni við Birni Snæ. Við sjáum hvernig Kjartan Henry sparkar frá sér. Það er ekki honum að þakka að hann fer ekki í Birni Snæ þarna,“ sagði Guðmundur. „Þetta er klárlega gult ef ekki rautt spjald. Ef þú reynir að slá einhvern er það ekki rautt spjald? Hann reynir klárlega að sparka í manninn eftir að boltinn er farinn,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar. Í dag sendi Kjartan frá sér yfirlýsingu vegna framgöngu sinnar í gær og kvaðst harma sparkið. Gummi Ben var ekki hættur að sýna atvik með Kjartani Henry. „Síðan er þetta atvik hér þegar Niko Hansen liggur eftir alblóðugur. Hér er Kjartan að gæta hans og fer klárlega með olnbogann í andlitið á honum hér,“ sagði Guðmundur. „Þegar ég horfi á þetta þá met ég þetta þannig að hann lítur til hliðar og lemur hann í andlitið,“ sagði Lárus Orri. „Ég er sammála því. Hann horfir alveg augljóslega á hann þarna,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar. „Ég sé það bara þannig. Það er enginn tími eða pláss fyrir svona hluti. Við nennum ekki svona hlutum. Takist vel á innan fótboltans en ekki þetta bull,“ sagði Lárus. Það er sýnt myndbrot af því þegar Kjartan Henry ræðir málin við Nikolaj Hansen og útskýrir að þetta hafi ekki verið viljandi. Þeir takast síðan í hendur. „Niko trúði þessu kannski þarna en ef hann horfir á þetta núna þá er hann enn þá meira pirraður. Ef að það væri gamla góða Varsjáin í gangi þá hefði Kjartan endað með tvö rauð spjöld,“ sagði Albert og hélt áfram. „Þetta minnir mig rosalega á Patrick Vieira og Ruud van Nistelrooy þegar hann sparkaði upp. Rautt spjald þar og rautt spjald þarna,“ sagði Albert. Guðmundur og strákarnir í Stúkunni fór einnig yfir það þegar Pablo Punyed fékk gult spjald fyrir að keyra niður Úlf Ágúst Björnsson sem hafði áður sparkað hann niður. „Við sjáum þetta kannski ekki eins vel og við sjáum atvikið áðan hjá Kjartani. Þetta er ekki eins slæmt og hjá Kjartani. Það er alveg augljóst. Hann fer ekki með olnboga í andlitið á honum en hann keyrir í hann,“ sagði Lárus. Hér fyrir neðan má sjá Stúkuna fara yfir brotin hjá Kjartani Henry og brotið hjá Pablo. Klippa: Umræða um brot Kjartans Henry og Pablo Besta deild karla Stúkan Víkingur Reykjavík FH Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Stúkan ræddi þennan leik og fór meðal annars yfir nokkur atriði tengdum þeim Kjartani Henry Finnbogasyni hjá FH og Pablo Punyed hjá Víkingum. „Að kannski máli málanna. Arnar (Gunnlaugsson) var reiður við Kjartan Henry (Finnbogason). Við getum séð þetta,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar, og sýndi myndbrot af því þegar Kjartan Henry sparkar í átt að andliti Birnis Snæs Ingasonar en hittir ekki. „Hér er Kjartan í baráttunni við Birni Snæ. Við sjáum hvernig Kjartan Henry sparkar frá sér. Það er ekki honum að þakka að hann fer ekki í Birni Snæ þarna,“ sagði Guðmundur. „Þetta er klárlega gult ef ekki rautt spjald. Ef þú reynir að slá einhvern er það ekki rautt spjald? Hann reynir klárlega að sparka í manninn eftir að boltinn er farinn,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar. Í dag sendi Kjartan frá sér yfirlýsingu vegna framgöngu sinnar í gær og kvaðst harma sparkið. Gummi Ben var ekki hættur að sýna atvik með Kjartani Henry. „Síðan er þetta atvik hér þegar Niko Hansen liggur eftir alblóðugur. Hér er Kjartan að gæta hans og fer klárlega með olnbogann í andlitið á honum hér,“ sagði Guðmundur. „Þegar ég horfi á þetta þá met ég þetta þannig að hann lítur til hliðar og lemur hann í andlitið,“ sagði Lárus Orri. „Ég er sammála því. Hann horfir alveg augljóslega á hann þarna,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar. „Ég sé það bara þannig. Það er enginn tími eða pláss fyrir svona hluti. Við nennum ekki svona hlutum. Takist vel á innan fótboltans en ekki þetta bull,“ sagði Lárus. Það er sýnt myndbrot af því þegar Kjartan Henry ræðir málin við Nikolaj Hansen og útskýrir að þetta hafi ekki verið viljandi. Þeir takast síðan í hendur. „Niko trúði þessu kannski þarna en ef hann horfir á þetta núna þá er hann enn þá meira pirraður. Ef að það væri gamla góða Varsjáin í gangi þá hefði Kjartan endað með tvö rauð spjöld,“ sagði Albert og hélt áfram. „Þetta minnir mig rosalega á Patrick Vieira og Ruud van Nistelrooy þegar hann sparkaði upp. Rautt spjald þar og rautt spjald þarna,“ sagði Albert. Guðmundur og strákarnir í Stúkunni fór einnig yfir það þegar Pablo Punyed fékk gult spjald fyrir að keyra niður Úlf Ágúst Björnsson sem hafði áður sparkað hann niður. „Við sjáum þetta kannski ekki eins vel og við sjáum atvikið áðan hjá Kjartani. Þetta er ekki eins slæmt og hjá Kjartani. Það er alveg augljóst. Hann fer ekki með olnboga í andlitið á honum en hann keyrir í hann,“ sagði Lárus. Hér fyrir neðan má sjá Stúkuna fara yfir brotin hjá Kjartani Henry og brotið hjá Pablo. Klippa: Umræða um brot Kjartans Henry og Pablo
Besta deild karla Stúkan Víkingur Reykjavík FH Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira