Lyngby áfrýjar umdeildu leikbanni Sævars Atla Aron Guðmundsson skrifar 15. maí 2023 11:01 Sævar Atli Magnússon, leikmaður Lyngby Twitter/@LyngbyBoldklub Íslendingalið Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefur áfrýjað guli spjaldi sem Sævar Atli Magnússon fékk í leik gegn Silkeborg IF um nýafstaðna helgi. Spjaldið veldur því að Sævar er í banni í næsta leik liðsins. Lyngby, sem leikur undir stjórn Freys Alexanderssonar, stendur í ströngu í dönsku úrvalsdeildinni um þessar mundir. Liðið er í harðri fallbaráttu og aðeins þrjár umferðir eftir af yfirstandandi tímabili. Lærisveinar Freys máttu þola 1-0 tap gegn Silkeborg í gær en á 78.mínútu leiksins fékk Sævar Atli Magnússon gult spjald fyrir leikaraskap. Forráðamenn Lyngby eru hins vegar óánægðir með ákvörðun dómara leiksins að gefa Sævari Atla gult spjald og í yfirlýsingu frá félaginu segist það ætla að áfrýja. „Sævar Atli féll til jarðar innan vítateigs Silkeborg eftir að hafa komist fram hjá Tobias Salqvist. Þó svo að ekki sé hægt að fullyrða að dæma hefði átt vítaspyrnu virðist, af sjónvarpsútsendingunni að dæma, að klár snerting hafi orðið á milli leikmannanna. Að Salqvist hafi stigið á hægri fót Sævars Atla,“ segir í yfirlýsingu Lyngby. LYNGBY BOLDKLUB KLAGER OVER ADVARSEL Lyngby Boldklub har indgivet en officiel klage til Fodboldens Disciplinærinstans over den advarsel, der blevet givet til Sævar Magnusson i gårsdagens opgør mod Silkeborg IF.Læs mere her: https://t.co/smVEqLaJAp#SammenForLyngby pic.twitter.com/5ZQwZfDsn4— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) May 15, 2023 Félagið ætli sér því að áfrýja umræddu spjaldi og leikbanni í von um að Sævar Atli muni á endanum sleppa við leikbann í leikbann í næsta leik liðsins gegn OB. „Það er mikilvægt fyrir okkur að Sævar Atli fái ekki þann stimpil á sig að vera með leikaraskap. Hann finnur fyrir snertingu á hægri fæti sínum og fellur til jarðar. Í kjölfarið getum við rætt um hvort refsa eigi fyrir atvikið,“ segir Andreas Byder, stjórnarmaður Lyngby. „Snertingin er til staðar og þess vegna teljum við okkur vera með góð rök til þess að fá bannið afturkallað.“ Þegar að þrjár umferðir eru eftir af dönsku úrvalsdeildinni situr Lyngby í neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, þremur stigum frá öruggu sæti. Þá eru tveir af þeim þremur leikjum sem liðið á eftir gegn liðunum sem eru einnig í fallbaráttunni, Álaborg og Horsens. Danski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjá meira
Lyngby, sem leikur undir stjórn Freys Alexanderssonar, stendur í ströngu í dönsku úrvalsdeildinni um þessar mundir. Liðið er í harðri fallbaráttu og aðeins þrjár umferðir eftir af yfirstandandi tímabili. Lærisveinar Freys máttu þola 1-0 tap gegn Silkeborg í gær en á 78.mínútu leiksins fékk Sævar Atli Magnússon gult spjald fyrir leikaraskap. Forráðamenn Lyngby eru hins vegar óánægðir með ákvörðun dómara leiksins að gefa Sævari Atla gult spjald og í yfirlýsingu frá félaginu segist það ætla að áfrýja. „Sævar Atli féll til jarðar innan vítateigs Silkeborg eftir að hafa komist fram hjá Tobias Salqvist. Þó svo að ekki sé hægt að fullyrða að dæma hefði átt vítaspyrnu virðist, af sjónvarpsútsendingunni að dæma, að klár snerting hafi orðið á milli leikmannanna. Að Salqvist hafi stigið á hægri fót Sævars Atla,“ segir í yfirlýsingu Lyngby. LYNGBY BOLDKLUB KLAGER OVER ADVARSEL Lyngby Boldklub har indgivet en officiel klage til Fodboldens Disciplinærinstans over den advarsel, der blevet givet til Sævar Magnusson i gårsdagens opgør mod Silkeborg IF.Læs mere her: https://t.co/smVEqLaJAp#SammenForLyngby pic.twitter.com/5ZQwZfDsn4— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) May 15, 2023 Félagið ætli sér því að áfrýja umræddu spjaldi og leikbanni í von um að Sævar Atli muni á endanum sleppa við leikbann í leikbann í næsta leik liðsins gegn OB. „Það er mikilvægt fyrir okkur að Sævar Atli fái ekki þann stimpil á sig að vera með leikaraskap. Hann finnur fyrir snertingu á hægri fæti sínum og fellur til jarðar. Í kjölfarið getum við rætt um hvort refsa eigi fyrir atvikið,“ segir Andreas Byder, stjórnarmaður Lyngby. „Snertingin er til staðar og þess vegna teljum við okkur vera með góð rök til þess að fá bannið afturkallað.“ Þegar að þrjár umferðir eru eftir af dönsku úrvalsdeildinni situr Lyngby í neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, þremur stigum frá öruggu sæti. Þá eru tveir af þeim þremur leikjum sem liðið á eftir gegn liðunum sem eru einnig í fallbaráttunni, Álaborg og Horsens.
Danski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjá meira