Kropp í kuldanum við Þingvallavatn Karl Lúðvíksson skrifar 15. maí 2023 11:16 Það var heldur fámennt eða mjög fámennt við vötnin á suðvesturhorninu um helgina enda veður nær því að vera vetur en sumar. Snjór langt niður fyrir miðjar hlíðar í Esjunni er ekki beinlínis hvetjandi veðurskilyrði til veiða en engu að síður voru einhverjir sem létu sig hafa það og fóru að veiða. Við höfum heyrt frá tveimur vinum Veiðivísis sem voru að veiða á laugardaginn og báðir voru að setja í fiska þrátt fyrir heldur lélegar aðstæður. Við Þingvallavatn var varla nokkur sála en þrátt fyrir kuldann og barninginn fékk okkar maður tvær bleikjur við Vatnskot á stuttum tíma en svo ekki töku það sem eftir lifði dags. Við Elliðavatn voru fleiri en ekki þannig að nokkur veiðistaður væri eitthvað umsetinn. Mest var af beitu veiðimönnum og voru þeir að kroppa upp einn og einn fisk. Við höfum þó fréttir af veiðimanni sem náði nokkrum bleikjum á land í vatninu á laugardaginn og er það mjög óvenjulegt því urriðinn hefur verið svo alls ráðandi að fáar bleikjur koma orðið á fluguna. Þessi vika er heldur kuldaleg og lítið spennandi til veiða en það breytir því ekki að fiskurinn er á fullu í ætisleit þessa dagana og fyrir þá sem eru að byrja þá er oftast best að veiða til dæmis í Elliðavatni þegar vatnið er smá úfið því urriðinn kemur þá stundum nær landi í öldina og er oft á fullu að éta. Stangveiði Mest lesið Elliðavatn kraumaði í morgun Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði 30 laxa holl í Stóru Laxá Veiði Laxveiðin byrjar á laugardaginn Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Laugardalsá opnuð Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum, veiðin greinilega á uppleið Veiði 99 á land fyrsta daginn í Vatnamótunum Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði Veiðimenn að setja í flottar bleikjur í Úlfljótsvatni Veiði
Snjór langt niður fyrir miðjar hlíðar í Esjunni er ekki beinlínis hvetjandi veðurskilyrði til veiða en engu að síður voru einhverjir sem létu sig hafa það og fóru að veiða. Við höfum heyrt frá tveimur vinum Veiðivísis sem voru að veiða á laugardaginn og báðir voru að setja í fiska þrátt fyrir heldur lélegar aðstæður. Við Þingvallavatn var varla nokkur sála en þrátt fyrir kuldann og barninginn fékk okkar maður tvær bleikjur við Vatnskot á stuttum tíma en svo ekki töku það sem eftir lifði dags. Við Elliðavatn voru fleiri en ekki þannig að nokkur veiðistaður væri eitthvað umsetinn. Mest var af beitu veiðimönnum og voru þeir að kroppa upp einn og einn fisk. Við höfum þó fréttir af veiðimanni sem náði nokkrum bleikjum á land í vatninu á laugardaginn og er það mjög óvenjulegt því urriðinn hefur verið svo alls ráðandi að fáar bleikjur koma orðið á fluguna. Þessi vika er heldur kuldaleg og lítið spennandi til veiða en það breytir því ekki að fiskurinn er á fullu í ætisleit þessa dagana og fyrir þá sem eru að byrja þá er oftast best að veiða til dæmis í Elliðavatni þegar vatnið er smá úfið því urriðinn kemur þá stundum nær landi í öldina og er oft á fullu að éta.
Stangveiði Mest lesið Elliðavatn kraumaði í morgun Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði 30 laxa holl í Stóru Laxá Veiði Laxveiðin byrjar á laugardaginn Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Laugardalsá opnuð Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum, veiðin greinilega á uppleið Veiði 99 á land fyrsta daginn í Vatnamótunum Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði Veiðimenn að setja í flottar bleikjur í Úlfljótsvatni Veiði