Tveimur KSÍ dómurum borist líflátshótanir | „Fyrir neðan allar hellur“ Aron Guðmundsson skrifar 16. maí 2023 11:34 Frá leik í Bestu deild karla 2023 Vísir/Diego Á síðustu vikum hefur tveimur dómurum, sem dæma leiki í mótum meistaraflokka á vegum KSÍ, borist líflátshótanir. Frá þessu greinir Knattspyrnusamband Íslands í tilkynningu á vef sínum og hvetur sambandið til stillingar. „Þetta er fyrir neðan allar hellur og með öllu ólíðandi,“segir í tilkynningu KSÍ. „Og skiptir engu hvort um er að ræða barnaskap og meint grín, eða hreina og klára tilraun til líkamsárásar. Neikvæð hegðun í garð dómara á fótboltaleikjum (eða ýmsum öðrum íþróttum) er ekki ný af nálinni.“ Ógnanir og hótanir fari augljóslega langt yfir strikið „En þegar ekki er tekið á neikvæðri hegðun og gripið inn í, þá stigmagnast hún. Ábyrgðin er vissulega þess sem hagar sér með þessum hætti, en með samhentu átaki geta allir þátttakendur leiksins unnið bug á þessari meinsemd.“ KSÍ hefur verið með í undirbúningi árveknisátak þar sem landsþekktir einstaklingar hvetja til jákvæðrar hegðunar í garð dómara og verður það átak sett í gang síðar í mánuðinum. Þá hvetur sambandið forráðamenn félaga til að vera vakandi fyrir neikvæðri hegðun áhorfenda á leikjum sinna félaga og grípa inn í ef þörf er á. Enn fremur hvetur sambandið þjálfara og leikmenn til að stilla sig þegar rætt er um dómara og þeirra störf í viðtölum. Að lokum beinir KSÍ því til fjölmiðlamanna að fjalla um störf dómara af sanngirni og virðingu. Tilkynningu KSÍ í heild sinni má lesa hér. Íslenski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Sjá meira
Frá þessu greinir Knattspyrnusamband Íslands í tilkynningu á vef sínum og hvetur sambandið til stillingar. „Þetta er fyrir neðan allar hellur og með öllu ólíðandi,“segir í tilkynningu KSÍ. „Og skiptir engu hvort um er að ræða barnaskap og meint grín, eða hreina og klára tilraun til líkamsárásar. Neikvæð hegðun í garð dómara á fótboltaleikjum (eða ýmsum öðrum íþróttum) er ekki ný af nálinni.“ Ógnanir og hótanir fari augljóslega langt yfir strikið „En þegar ekki er tekið á neikvæðri hegðun og gripið inn í, þá stigmagnast hún. Ábyrgðin er vissulega þess sem hagar sér með þessum hætti, en með samhentu átaki geta allir þátttakendur leiksins unnið bug á þessari meinsemd.“ KSÍ hefur verið með í undirbúningi árveknisátak þar sem landsþekktir einstaklingar hvetja til jákvæðrar hegðunar í garð dómara og verður það átak sett í gang síðar í mánuðinum. Þá hvetur sambandið forráðamenn félaga til að vera vakandi fyrir neikvæðri hegðun áhorfenda á leikjum sinna félaga og grípa inn í ef þörf er á. Enn fremur hvetur sambandið þjálfara og leikmenn til að stilla sig þegar rætt er um dómara og þeirra störf í viðtölum. Að lokum beinir KSÍ því til fjölmiðlamanna að fjalla um störf dómara af sanngirni og virðingu. Tilkynningu KSÍ í heild sinni má lesa hér.
Íslenski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Sjá meira