Fölsk afsökunarbeiðni Samherja reyndist lokaverkefni í LHÍ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. maí 2023 11:39 Listamaðurinn Odee ásamt flennistórri veggmynd þar sem beðist er afsökunar í leturgerð Samherja. Vísir/Vilhelm Fölsk afsökunarbeiðni í nafni Samherja, vefsíða og yfirlýsing þar um var lokaverkefni listamannsins Odds Eysteins Friðrikssonar, sem kallar sig Odee, í Listaháskóla Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá listamanninum. Vísir ræddi við Karl Eskil Pálsson upplýsingafulltrúa Samherja vegna vefsíðunnar og tilkynningarinnar sem fór í loftið síðastliðinn fimmtudag. Hann sagði fyrirtækið hafa tilkynnt síðuna til yfirvalda og óskað eftir því að hún yrði tekin niður. Á vefsíðunni leit út fyrir að um væri að ræða alvöru vef Samherja og var þar beðist afsökunar á meintu framferði Samherja í Namibíu. Leit út sem svo að fyrirtækið héti betrumbót og samstarfi við yfirvöld vegna málsins. „Ég er náttúrulega búinn að þurfa að halda þessu leyndu í ansi langan tíma og ánægjulegt að þetta sé komið út,“ segir listamaðurinn Odee í samtali við Vísi. Hann segist vona að Namibíumönnum berist afsökunarbeiðnin. „Sem þeir eiga svo sannarlega skilið,“ segir listamaðurinn og bætir því við að hér sé á ferðinni listaverk sem feli í sér svokallað menningarbrengl. Afsökunarbeiðnin prýðir vegg Listasafns Reykjavíkur „Það er kominn tími á að afhenda lyklana að Samherja og öllum þeirra fjárfestingum og eignum í Namibíu til Namibíumanna,“ segir listamaðurinn Odee í tilkynningu sinni sem send hefur verið til fjölmiðla. Listaverkið er jafnframt búið að mála á vegg í Listasafni Reykjavíkur. Þar segir hann að listaverkið beri heitið „We're Sorry“ og sé gagnvirkt hugverk og segir hann að vefsíðan samherji.co.uk sé óaðskiljanlegur hluti af verkinu. „Namibía á skilið afsökunarbeiðni frá okkur. Öll íslenska þjóðin gerir sér grein fyrir ábyrgð sinni, vill gera betrumbót og leitast eftir fyrirgefningu. Þetta er afsökunarbeiðni frá öllu Íslandi, ekki bara Samherja, þar sem við höfum saman leyft þessu arðráni að gerast,“ segir listamaðurinn meðal annars í tilkynningunni. Hann segist hafa haft verkefnið í maganum í tæp þrjú ár, eða allt síðan hann kláraði síðasta lokaverkefni í skólanum. „Svo var ég undir áhrifum íslenskra myndlistarmanna eins og Hildar Hákonardóttur, sem hafa verið gagnrýnir á sjávarútveg og kapítalisma um nokkurra ára skeið. Listaverk Hildar, Fiskikonurnar, er til dæmis eitt fallegasta verk sem ég þekki.“ Um er að ræða veggmynd sem er tíu metrar að stærð. Vísir/Vilhelm Ekki fyrsta lokaverkefnið til að vekja athygli Eins og áður segir er um að ræða lokaverkefni hjá listamanninum í LHÍ. Fyrir þremur árum síðan átti listamaðurinn einnig lokaverkefni í skólanum sem vakti töluverða athygli. Var þar á ferðinni gjörningur af hálfu Odee sem sendi fjölmiðlum tilkynningu um að stofnað yrði lággjaldaflugfélag, MOM Air. Vakti helst athygli hve kynningarefni félagsins svipaði til flugfélagsins WOW air. Sagðist Odee í tilkynningu þá hafa undirbúið verkefnið í tvær til þrjár vikur. Eftir að vefsíða MOM Air hafi litið dagsins ljós hafi verkefnið öðlast eigið líf, hann hafi fengið fjölda kvartana vegna galla vefsíðunnar, þúsundir bókana, þúsundir fylgjenda á Instagram, fjöldi atvinnuumsókna hafi borist honum, alþjóðlega umfjöllun og svo framvegis. Samherjaskjölin Namibía Sjávarútvegur Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Vísir ræddi við Karl Eskil Pálsson upplýsingafulltrúa Samherja vegna vefsíðunnar og tilkynningarinnar sem fór í loftið síðastliðinn fimmtudag. Hann sagði fyrirtækið hafa tilkynnt síðuna til yfirvalda og óskað eftir því að hún yrði tekin niður. Á vefsíðunni leit út fyrir að um væri að ræða alvöru vef Samherja og var þar beðist afsökunar á meintu framferði Samherja í Namibíu. Leit út sem svo að fyrirtækið héti betrumbót og samstarfi við yfirvöld vegna málsins. „Ég er náttúrulega búinn að þurfa að halda þessu leyndu í ansi langan tíma og ánægjulegt að þetta sé komið út,“ segir listamaðurinn Odee í samtali við Vísi. Hann segist vona að Namibíumönnum berist afsökunarbeiðnin. „Sem þeir eiga svo sannarlega skilið,“ segir listamaðurinn og bætir því við að hér sé á ferðinni listaverk sem feli í sér svokallað menningarbrengl. Afsökunarbeiðnin prýðir vegg Listasafns Reykjavíkur „Það er kominn tími á að afhenda lyklana að Samherja og öllum þeirra fjárfestingum og eignum í Namibíu til Namibíumanna,“ segir listamaðurinn Odee í tilkynningu sinni sem send hefur verið til fjölmiðla. Listaverkið er jafnframt búið að mála á vegg í Listasafni Reykjavíkur. Þar segir hann að listaverkið beri heitið „We're Sorry“ og sé gagnvirkt hugverk og segir hann að vefsíðan samherji.co.uk sé óaðskiljanlegur hluti af verkinu. „Namibía á skilið afsökunarbeiðni frá okkur. Öll íslenska þjóðin gerir sér grein fyrir ábyrgð sinni, vill gera betrumbót og leitast eftir fyrirgefningu. Þetta er afsökunarbeiðni frá öllu Íslandi, ekki bara Samherja, þar sem við höfum saman leyft þessu arðráni að gerast,“ segir listamaðurinn meðal annars í tilkynningunni. Hann segist hafa haft verkefnið í maganum í tæp þrjú ár, eða allt síðan hann kláraði síðasta lokaverkefni í skólanum. „Svo var ég undir áhrifum íslenskra myndlistarmanna eins og Hildar Hákonardóttur, sem hafa verið gagnrýnir á sjávarútveg og kapítalisma um nokkurra ára skeið. Listaverk Hildar, Fiskikonurnar, er til dæmis eitt fallegasta verk sem ég þekki.“ Um er að ræða veggmynd sem er tíu metrar að stærð. Vísir/Vilhelm Ekki fyrsta lokaverkefnið til að vekja athygli Eins og áður segir er um að ræða lokaverkefni hjá listamanninum í LHÍ. Fyrir þremur árum síðan átti listamaðurinn einnig lokaverkefni í skólanum sem vakti töluverða athygli. Var þar á ferðinni gjörningur af hálfu Odee sem sendi fjölmiðlum tilkynningu um að stofnað yrði lággjaldaflugfélag, MOM Air. Vakti helst athygli hve kynningarefni félagsins svipaði til flugfélagsins WOW air. Sagðist Odee í tilkynningu þá hafa undirbúið verkefnið í tvær til þrjár vikur. Eftir að vefsíða MOM Air hafi litið dagsins ljós hafi verkefnið öðlast eigið líf, hann hafi fengið fjölda kvartana vegna galla vefsíðunnar, þúsundir bókana, þúsundir fylgjenda á Instagram, fjöldi atvinnuumsókna hafi borist honum, alþjóðlega umfjöllun og svo framvegis.
Samherjaskjölin Namibía Sjávarútvegur Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira