Rússar skutu eldflaugum á Kænugarð og Ódessa-fylki Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. maí 2023 07:48 Rússneskir hermenn á óuppgefinni staðsetningu undirbúa 152 mm eldflaugar sem er skotið úr Giatsint-S. AP Rússar skutu eldflaugum á Kænugarð og aðra hluta Ódessa-fylkis í morgun. Að sögn Úkraínumanna lést einn í árásunum og voru flestar eldflauganna skotnar niður. Talið er að árásin sé hluti af stigmögnun fyrir yfirvofandi gagnsókn Úkraínu. AP greindi frá fréttunum. Loftárás Rússa var sú níunda sem beindist að höfuðborg Úkraínu í mánuðinum. Eftir rólegar síðustu vikur hafa árásarnir stigmagnast og er það talið tengjast væntanlegri gagnsókn úkraínska hersins sem hefur nýlega fengið vestræn hergögn. Rússnesk fallbyssa skýtur eldflaugum í átt að Úkraínu.AP Háværar sprengingar heyrðust í Kænugarði og sprengjubrak úr einni sprengingunni olli bruna í bílastæðahúsi. Talið er að árásarmennirnir hafi verið sprengjudeild rússneska hersins í Kaspían-héraði og þeir hafi notast við stýriflaugar. Samkvæmt Telegram-pósti Sergei Popko, yfirmanni hermála í Kænugarði, voru allar eldflaugar Rússa eyðilagðar. Brak úr sprengjunum féll til jarðar í tveimur hverfum Kænugarðs og þurfti að slökkva eld í bílastæðahúsi. Popko sagði engar upplýsingar liggja fyrir um fórnarlömb árásarinnar í Kænugarði. Í suðurhluta Ódessa-fylkis lést einn og særðust tveir í eldflaugaárás Rússa að sögn Sergi Bratsjúk, talsmanns úkraínska hersins í Ódessa. Hann sagði á Telegram að flestar eldflauganna hafi verið skotnar niður yfir hafi en ein þeirra hafi hæft atvinnubyggingar sem leiddi til dauða eins einstaklings. Úkraínskur maður gróðursetur sólblóm í garði sínum nálægt rústum skriðdreka og fallbyssu hans í þorpinu Velyka Dymerka.Efrem Lukatsky Fyrr í vikunni tókst úkraínskum loftvörnum að stöðva eina umfangsmestu loftárás Rússa til þessa með nýjum þróuðum vestrænum loftvarnarkerfum. Á sama tíma í Rússlandi greindi rússneski ríkismiðillinn RIA Nostovi frá því að í morgun hefðu fimm lestarvagnar sem fluttu korn oltið af teinunum á Krímskaga. Að sögn lestarstjórnenda á Krímskaga ultu vagnarnir vegna afskipta „óviðkomandi aðila“ en engan sakaði. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07 Kanna hvort Rússum hafi tekist að skemma loftvarnarkerfi Bandaríkjamenn kanna nú mögulegar skemmdir Rússa á háþróuðu loftvarnarkerfi Úkraínumanna, sem þeir fengu að gjöf, bæði frá Bandaríkjamönnum og annað frá Hollendingum og Þjóðverjum. 16. maí 2023 20:09 Ein umfangsmesta árásin á Kænugarð hingað til Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt eina hörðustu loftárásina á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, til þessa. Þetta er í áttunda sinn í þessum mánuði sem flaugum er skotið á borgina og drónum beitt en yfirmaður hersins í Kænugarði, Serhiy Popko, segir að í þetta sinn hafi árásin verið afar hörð. 16. maí 2023 06:32 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
AP greindi frá fréttunum. Loftárás Rússa var sú níunda sem beindist að höfuðborg Úkraínu í mánuðinum. Eftir rólegar síðustu vikur hafa árásarnir stigmagnast og er það talið tengjast væntanlegri gagnsókn úkraínska hersins sem hefur nýlega fengið vestræn hergögn. Rússnesk fallbyssa skýtur eldflaugum í átt að Úkraínu.AP Háværar sprengingar heyrðust í Kænugarði og sprengjubrak úr einni sprengingunni olli bruna í bílastæðahúsi. Talið er að árásarmennirnir hafi verið sprengjudeild rússneska hersins í Kaspían-héraði og þeir hafi notast við stýriflaugar. Samkvæmt Telegram-pósti Sergei Popko, yfirmanni hermála í Kænugarði, voru allar eldflaugar Rússa eyðilagðar. Brak úr sprengjunum féll til jarðar í tveimur hverfum Kænugarðs og þurfti að slökkva eld í bílastæðahúsi. Popko sagði engar upplýsingar liggja fyrir um fórnarlömb árásarinnar í Kænugarði. Í suðurhluta Ódessa-fylkis lést einn og særðust tveir í eldflaugaárás Rússa að sögn Sergi Bratsjúk, talsmanns úkraínska hersins í Ódessa. Hann sagði á Telegram að flestar eldflauganna hafi verið skotnar niður yfir hafi en ein þeirra hafi hæft atvinnubyggingar sem leiddi til dauða eins einstaklings. Úkraínskur maður gróðursetur sólblóm í garði sínum nálægt rústum skriðdreka og fallbyssu hans í þorpinu Velyka Dymerka.Efrem Lukatsky Fyrr í vikunni tókst úkraínskum loftvörnum að stöðva eina umfangsmestu loftárás Rússa til þessa með nýjum þróuðum vestrænum loftvarnarkerfum. Á sama tíma í Rússlandi greindi rússneski ríkismiðillinn RIA Nostovi frá því að í morgun hefðu fimm lestarvagnar sem fluttu korn oltið af teinunum á Krímskaga. Að sögn lestarstjórnenda á Krímskaga ultu vagnarnir vegna afskipta „óviðkomandi aðila“ en engan sakaði.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07 Kanna hvort Rússum hafi tekist að skemma loftvarnarkerfi Bandaríkjamenn kanna nú mögulegar skemmdir Rússa á háþróuðu loftvarnarkerfi Úkraínumanna, sem þeir fengu að gjöf, bæði frá Bandaríkjamönnum og annað frá Hollendingum og Þjóðverjum. 16. maí 2023 20:09 Ein umfangsmesta árásin á Kænugarð hingað til Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt eina hörðustu loftárásina á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, til þessa. Þetta er í áttunda sinn í þessum mánuði sem flaugum er skotið á borgina og drónum beitt en yfirmaður hersins í Kænugarði, Serhiy Popko, segir að í þetta sinn hafi árásin verið afar hörð. 16. maí 2023 06:32 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07
Kanna hvort Rússum hafi tekist að skemma loftvarnarkerfi Bandaríkjamenn kanna nú mögulegar skemmdir Rússa á háþróuðu loftvarnarkerfi Úkraínumanna, sem þeir fengu að gjöf, bæði frá Bandaríkjamönnum og annað frá Hollendingum og Þjóðverjum. 16. maí 2023 20:09
Ein umfangsmesta árásin á Kænugarð hingað til Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt eina hörðustu loftárásina á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, til þessa. Þetta er í áttunda sinn í þessum mánuði sem flaugum er skotið á borgina og drónum beitt en yfirmaður hersins í Kænugarði, Serhiy Popko, segir að í þetta sinn hafi árásin verið afar hörð. 16. maí 2023 06:32