Hljómsveitirnar vilja með „dúndur hálfsitjandi sveitaballi á mölinni“ minnast góðs vinar, þakka Njalla fyrir vináttuna og fyrir framlag hans til tónlistarinnar.

Katla Njálsdóttir, söng- og leikkona og dóttir Njalla, mun stíga á stokk með hljómsveitunum sem æfa stíft um þessar mundir, sumar eftir langa pásu. Þá munu nokkrir valinkunnir hljómborðsleikarar skiptast á að fylla vandfyllt skarð Njalla og von er á fleiri leynigestum.
Kynnar á tónleikunum verða Guðjón Karlsson, betur þekktur sem Gói, og Hallgrímur Ólafsson, öðru nafni Halli Melló.
Tónleikarnir verða teknir upp og sýndir síðar á árinu á Sjónvarpi Símans.
Allur ágóði tónleikanna rennur til Krafts stuðningsfélags í minningu Njalla og gefa allir sem koma að tónleikunum vinnu sína.
Að sögn skipuleggjenda er uppselt á tónleikana sem hafa verið í undirbúningi í yfir hálft ár utan hugsanlega ósóttra pantana.

„Lífið er partý“
Í tilefni tónleikanna sömdu þeir Gunnar Þór Eggertsson og Þorsteinn Ólafsson sumarsmellinn „Lífið er núna“ með góðri aðstoð Trausta Haraldssonar og Halldórs Gunnars Pálssonar Fjallabróðurs.
Lagið er komið í spilun og á steymisveitur en þar er vitnað í orð Njalla sem má segja að eigi alltaf við: „Lífið er partý, verum góð hvert við annað, það veit enginn hvenær manni verður hent út“.