Heita því að hlífa engum eftir að öldruð kona með heilabilun var beitt rafbyssu Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2023 13:37 Clare Nowland er nokkuð þekkt í heimabæ sínum. Áður en hún þjáðist elliglöpum hélt hún upp á áttatíu ára afmæli sitt með því að fara í fallhlífarstökk og var fjallað um það í fjölmiðlum í Ástralíu. AP/ABC Forsvarsmenn lögreglunnar í Nýja Suður-Wales í Ástralíu, heita því að velta öllum steinum og hlífa engum í rannsókn á atviki þar sem lögregluþjónn skaut 95 ára konu með heilabilun með rafbyssu. Rannsóknarmenn í morðadeild lögreglunnar eru með málið til rannsóknar. Atvikið átti sér stað í bænum Cooma þar sem lögregluþjónar voru kallaðir til hjúkrunarheimilis á dögunum. Þar var Clare Nowland með hníf í hendi og var hún sögð óróleg. Tveir lögregluþjónar mættu á vettvang en þá hélt Nowland á steikarhníf. Lögreglustjórinn Peter Cotter segir að Nowland hafi neitað að leggja hnífinn frá sér og hún hafi verið að nálgast lögregluþjónana, hægt, á göngugrind þegar þeir skutu hana með rafbyssu. Nowland féll í gólfið og höfuðkúpubrotnaði og blæðingu inn á heila. Henni er haldið sofandi á sjúkrahúsi en ólíklegt er talið að hún lifi af. Annar lögregluþjónninn hefur starfað hjá lögreglunni í tólf ár. Hvorugur þeirra hefur verið settur í leyfi. Sjá einnig: Mikil reiði eftir að 95 kona í göngugrind var skotin með rafbyssu Ástralska ríkisútvarpið hefur eftir Cotter að óháð rannsókn muni fara fram og farið verði í saumana á málinu. Enginn, og þar með taldir lögregluþjónar, væri hafinn yfir lögin. Inngangurinn að Yallambee Lodge hjúkrunarheimilinu í Cooma.AP/Lukas Coch Réttara að sýna samúð Nicole Lee, forseti samtaka fatlaðra í Ástralíu, segir atvikið vera sláandi. Réttast hefði verið að tala við hana, koma fram við hana af samúð og gefa henni tíma. „Hún er annað hvort merkilega lipur, hröð og ógnandi 95 ára gömul kona, eða þessir lögregluþjónar sýndu mjög mikinn dómgreindarskort,“ hefur ABC eftir Lee. Gagnrýni hefur einnig beinst að starfsmönnum hjúkrunarheimilisins og það að lögreglan hafi yfir höfuð verið kölluð til. Frá yfirvöldum í Nýja Suður-Wales heyrist að atvikið sé ekki í takt við rétt vinnubrögð. Enginn vilji að móðir þeirra eða amma sé skotin með rafbyssu. Ástralía Rafbyssur Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Atvikið átti sér stað í bænum Cooma þar sem lögregluþjónar voru kallaðir til hjúkrunarheimilis á dögunum. Þar var Clare Nowland með hníf í hendi og var hún sögð óróleg. Tveir lögregluþjónar mættu á vettvang en þá hélt Nowland á steikarhníf. Lögreglustjórinn Peter Cotter segir að Nowland hafi neitað að leggja hnífinn frá sér og hún hafi verið að nálgast lögregluþjónana, hægt, á göngugrind þegar þeir skutu hana með rafbyssu. Nowland féll í gólfið og höfuðkúpubrotnaði og blæðingu inn á heila. Henni er haldið sofandi á sjúkrahúsi en ólíklegt er talið að hún lifi af. Annar lögregluþjónninn hefur starfað hjá lögreglunni í tólf ár. Hvorugur þeirra hefur verið settur í leyfi. Sjá einnig: Mikil reiði eftir að 95 kona í göngugrind var skotin með rafbyssu Ástralska ríkisútvarpið hefur eftir Cotter að óháð rannsókn muni fara fram og farið verði í saumana á málinu. Enginn, og þar með taldir lögregluþjónar, væri hafinn yfir lögin. Inngangurinn að Yallambee Lodge hjúkrunarheimilinu í Cooma.AP/Lukas Coch Réttara að sýna samúð Nicole Lee, forseti samtaka fatlaðra í Ástralíu, segir atvikið vera sláandi. Réttast hefði verið að tala við hana, koma fram við hana af samúð og gefa henni tíma. „Hún er annað hvort merkilega lipur, hröð og ógnandi 95 ára gömul kona, eða þessir lögregluþjónar sýndu mjög mikinn dómgreindarskort,“ hefur ABC eftir Lee. Gagnrýni hefur einnig beinst að starfsmönnum hjúkrunarheimilisins og það að lögreglan hafi yfir höfuð verið kölluð til. Frá yfirvöldum í Nýja Suður-Wales heyrist að atvikið sé ekki í takt við rétt vinnubrögð. Enginn vilji að móðir þeirra eða amma sé skotin með rafbyssu.
Ástralía Rafbyssur Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira