Boltastrákurinn sem Hazard sparkaði í á meðal þeirra ríkustu í Bretlandi Smári Jökull Jónsson skrifar 20. maí 2023 07:00 Margir muna eftir atvikinu umtalaða í leik Swansea og Chelsea árið 2013. Vísir/Getty Fyrrum boltastrákur hjá Swansea, sem komst í fréttirnar fyrir tíu árum síðan eftir að knattspyrnumaðurinn Eden Hazard sparkaði í hann, er nú kominn í sviðsljósið á nýjan leik. Margir muna eflaust eftir atvikinu á Liberty-leikvanginum í Swansea árið 2013 þegar þáverandi stórstjarnan Eden Hazard fékk rautt spjald fyrir að sparka í magann á boltastrák sem honum fannst heldur lengi að sækja boltann eftir að hann hafði endað fyrir aftan endamörk. Hazard var harðlega gagnrýndur fyrir athæfið en í kjölfar þess birtust fréttir um sættir á milli Hazard og boltastráksins Charlie Morgan. Í kjölfar atviksins kom reyndar í ljós að Charlie Morgan var ekki eins og hver annar boltastrákur. Hann var bæði eldri og mun ríkari en kollegar sínir enda faðir hans eigandi risastórrar hótelkeðju. Og nú er hann kominn í fréttirnar á nýjan leik, einmitt vegna fjármála sinna. Á lista sem Sunday Times birti í dag kemur fram að Charlie Morgan er á lista yfir þrjátíu og fimm ríkustu einstaklingana í Bretlandi undir þrjátíu og fimm ára aldri. Hann er þar í tuttugusta og sjöunda sæti og fyrir ofan menn eins og Harry Kane, markahæsta mann enska landsliðsins frá upphafi. View this post on Instagram A post shared by Charlie Morgan (@charliem0rgan) Þremur árum eftir atvikið á Liberty-leikvanginum tók Charlie Morgan sjálfur skrefið inn í viðskiptaheiminn. Hann og félagi hans settu á markað drykkinn AU Vodka sem hefur sannarlega slegið í gegn. Drykkurinn var seldur fyrir tæplega 44 milljónir punda á síðasta ári eða um 7,5 milljarða íslenskra króna. Það er því ólíklegt að Morgan þurfi að skella sér í hlutverk boltastráksins á nýjan leik á næstunni. Enski boltinn Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjá meira
Margir muna eflaust eftir atvikinu á Liberty-leikvanginum í Swansea árið 2013 þegar þáverandi stórstjarnan Eden Hazard fékk rautt spjald fyrir að sparka í magann á boltastrák sem honum fannst heldur lengi að sækja boltann eftir að hann hafði endað fyrir aftan endamörk. Hazard var harðlega gagnrýndur fyrir athæfið en í kjölfar þess birtust fréttir um sættir á milli Hazard og boltastráksins Charlie Morgan. Í kjölfar atviksins kom reyndar í ljós að Charlie Morgan var ekki eins og hver annar boltastrákur. Hann var bæði eldri og mun ríkari en kollegar sínir enda faðir hans eigandi risastórrar hótelkeðju. Og nú er hann kominn í fréttirnar á nýjan leik, einmitt vegna fjármála sinna. Á lista sem Sunday Times birti í dag kemur fram að Charlie Morgan er á lista yfir þrjátíu og fimm ríkustu einstaklingana í Bretlandi undir þrjátíu og fimm ára aldri. Hann er þar í tuttugusta og sjöunda sæti og fyrir ofan menn eins og Harry Kane, markahæsta mann enska landsliðsins frá upphafi. View this post on Instagram A post shared by Charlie Morgan (@charliem0rgan) Þremur árum eftir atvikið á Liberty-leikvanginum tók Charlie Morgan sjálfur skrefið inn í viðskiptaheiminn. Hann og félagi hans settu á markað drykkinn AU Vodka sem hefur sannarlega slegið í gegn. Drykkurinn var seldur fyrir tæplega 44 milljónir punda á síðasta ári eða um 7,5 milljarða íslenskra króna. Það er því ólíklegt að Morgan þurfi að skella sér í hlutverk boltastráksins á nýjan leik á næstunni.
Enski boltinn Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjá meira