Carragher: Arsenal klúðraði þessu og þurfa meiri gæði Smári Jökull Jónsson skrifar 21. maí 2023 13:31 Jamie Carragher er sérfræðingur hjá Sky Sports. Vísir/Getty Jamie Carragher segir að Arsenal hafi skort breidd í leikmannahópnum til að komast lengra í ensku úrvalsdeildinni en raun bar vitni. Hann segir Mikel Arteta þurfa að bæta gæðaleikmönnum inn í hópinn. Manchester City varð í gær Englandsmeistari í knattspyrnu eftir að Arsenal tapaði 1-0 gegn Nottingham Forest. Með tapi Arsenal á liðið ekki lengur möguleika á að ná liði City að stigum sem vinnur þar með sinn þriðja meistaratitil í röð. Arsenal var í frábærri stöðu fyrir ekki svö löngu síðan en hefur gefið eftir undanfarnar vikur og missti þá forskotið í hendur Manchester City. Jamie Carragher, sérfræðingur Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool, segir að Arsenal þurfi að geta hvílt lykilleikmenn sína. „Þegar þú skoðar sterkasta byrjunarlið Arsenal þá er það ekki ljósárum frá því sem við sjáum hjá Manchester City, liðin spila svipaðan bolta. En Bukayo Saka hefur spilað hvern einasta leik og hann lék alla leikina í fyrra. Sumir af bestu leikmönnunum geta ekki spilað alla leiki,“ sagði Carragher eftir leik Arsenal í gær. „Kevin De Bruyne spilar ekki hvern einasta leik fyrir Manchester City og í mínum huga hefur hann líklega verið besti leikmaður úrvalsdeildarinnar síðustu fjögur eða fimm árin.“ Efast um að liðsstyrkur dugi til Carragher segir að það hljóti að vera mikil vonbrigði fyrir Arsenal hversu mikið liðið hefur dalað á síðustu vikum. Hann segir að lið þurfi að ná í yfir 90 stig ætli það sér að velgja liði City undir uggum. „Arsenal var með 50 stig þegar mótið var hálfnað. Þú veist fyrir hvert tímabil að þú þarft að ná í meira en 90 stig til að vinna titilinn vegna Manchester City.“ „Arsenal gæti endað með 84 stig, jafnvel þó við segjum að þeir hafi verið óheppnir og gert allt sem þeir gátu, þá er það ekki frábær niðurstaða þegar við ræðum um að setja verulega pressu allt til enda.“ „Liverpool náði í meira en 90 stig en vann samt ekki deildina. Arsenal stefndi þangað en þeir hafa dalað mjög mikið á seinni hluta tímabilsins og ein stærsta ástæðan fyrir því er að hópurinn er ekki nógu breiður. Þeir þurfa að fá fleiri gæðaleikmenn inn.“ Arsenal hefur verið orðað við ýmsa leikmenn síðustu vikurnar, meðal annars enska landsliðsmanninn Declan Rice. Carragher er efins um hvort Arsenal verði aftur í sömu stöðu og í vetur jafnvel þó þeir styrki hópinn. „Ég hugsa til baka og velti fyrir mér hversu oft Arsenal verður í þeirri stöðu að vera með átta stiga forskot þegar tíu leikir eru eftir. Þetta var frábær staða og þeir klúðruðu þessu, það er ekki hægt að þræta fyrir það.“ Enski boltinn Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sjá meira
Manchester City varð í gær Englandsmeistari í knattspyrnu eftir að Arsenal tapaði 1-0 gegn Nottingham Forest. Með tapi Arsenal á liðið ekki lengur möguleika á að ná liði City að stigum sem vinnur þar með sinn þriðja meistaratitil í röð. Arsenal var í frábærri stöðu fyrir ekki svö löngu síðan en hefur gefið eftir undanfarnar vikur og missti þá forskotið í hendur Manchester City. Jamie Carragher, sérfræðingur Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool, segir að Arsenal þurfi að geta hvílt lykilleikmenn sína. „Þegar þú skoðar sterkasta byrjunarlið Arsenal þá er það ekki ljósárum frá því sem við sjáum hjá Manchester City, liðin spila svipaðan bolta. En Bukayo Saka hefur spilað hvern einasta leik og hann lék alla leikina í fyrra. Sumir af bestu leikmönnunum geta ekki spilað alla leiki,“ sagði Carragher eftir leik Arsenal í gær. „Kevin De Bruyne spilar ekki hvern einasta leik fyrir Manchester City og í mínum huga hefur hann líklega verið besti leikmaður úrvalsdeildarinnar síðustu fjögur eða fimm árin.“ Efast um að liðsstyrkur dugi til Carragher segir að það hljóti að vera mikil vonbrigði fyrir Arsenal hversu mikið liðið hefur dalað á síðustu vikum. Hann segir að lið þurfi að ná í yfir 90 stig ætli það sér að velgja liði City undir uggum. „Arsenal var með 50 stig þegar mótið var hálfnað. Þú veist fyrir hvert tímabil að þú þarft að ná í meira en 90 stig til að vinna titilinn vegna Manchester City.“ „Arsenal gæti endað með 84 stig, jafnvel þó við segjum að þeir hafi verið óheppnir og gert allt sem þeir gátu, þá er það ekki frábær niðurstaða þegar við ræðum um að setja verulega pressu allt til enda.“ „Liverpool náði í meira en 90 stig en vann samt ekki deildina. Arsenal stefndi þangað en þeir hafa dalað mjög mikið á seinni hluta tímabilsins og ein stærsta ástæðan fyrir því er að hópurinn er ekki nógu breiður. Þeir þurfa að fá fleiri gæðaleikmenn inn.“ Arsenal hefur verið orðað við ýmsa leikmenn síðustu vikurnar, meðal annars enska landsliðsmanninn Declan Rice. Carragher er efins um hvort Arsenal verði aftur í sömu stöðu og í vetur jafnvel þó þeir styrki hópinn. „Ég hugsa til baka og velti fyrir mér hversu oft Arsenal verður í þeirri stöðu að vera með átta stiga forskot þegar tíu leikir eru eftir. Þetta var frábær staða og þeir klúðruðu þessu, það er ekki hægt að þræta fyrir það.“
Enski boltinn Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sjá meira