„Bað strákana afsökunar“ Sindri Sverrisson skrifar 22. maí 2023 16:30 Alfreð Finnbogason leikur undir stjórn fyrrverandi aðstoðarlandsliðsþjálfarans Freys Alexanderssonar hjá Lyngby. Getty/Harry Langer Alfreð Finnbogason gæti hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Lyngby í gær þegar hann fékk að líta rauða spjaldið í 4-0 tapi gegn OB í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Lyngby berst enn fyrir lífi sínu í deildinni og á möguleika á að halda sér uppi þrátt fyrir að útlitið hafi verið afar dökkt eftir fyrri hluta leiktíðarinnar. Tvær umferðir eru eftir af deildinni og eru AaB (27 stig), Horsens (27 stig) og Lyngby (24 stig) neðst í deildinni. Tvö neðstu liðin falla en Lyngby á eftir að mæta bæði AaB og Horsens í lokaumferðunum og því getur enn allt gerst. Í þeim leikjum þarf Lyngby hins vegar að spjara sig án Alfreðs sem er kominn í leikbann eftir rauða spjaldið, sem hann fékk strax á 18. mínútu gegn OB. Alfreð var rekinn af velli fyrir að verja með hendi á marklínu. Situationen her giver rødt kort til Alfred Finnbogason efter et kvarter og @LyngbyBoldklub taber 0-4 til @Odense_Boldklub i @SuperligaenBilleder hos @GettySport her https://t.co/lBrCFCgvqr#sldk #lbkob pic.twitter.com/3h70vUWmPp— Lars Rønbøg (@LarsRonbog) May 21, 2023 Hann var skiljanlega dapur yfir því sem gerðist en ætlar sér að hjálpa til eins og hann getur af hliðarlínunni. FINNBOGASON: KED AF SITUATIONEN Alfred Finnbogason havde en uheldig hovedrolle i gårsdagens kamp, og efterfølgende var han naturligvis ked af situationen.Læs Alfreds tanker om gårsdagens kamp her.https://t.co/NSOWOpMAwN#SammenForLyngby pic.twitter.com/9Jv7RRJux8— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) May 22, 2023 „Ég er auðvitað leiður yfir þessari stöðu, og að þetta hafi haft svona mikil áhrif á leikinn. Ef maður lítur í baksýnisspegilinn þá hefði ég auðvitað ekki átt að gera þetta, en þetta voru ósjálfráð viðbrögð til að koma í veg fyrir að við lentum undir. Ég bað strákana afsökunar eftir leikinn og ég er auðvitað líka leiður vegna stuðningsmannanna. Þeir áttu meira skilið en svona tap eftir þennan flotta stuðning,“ sagði Alfreð við heimasíðu Lyngby. „Þetta tap var auðvitað högg í andlitið en við teljum okkur svo sannarlega enn vera í baráttunni um að halda sæti okkar í deildinni. Nú bíður okkar ótrúlega mikilvægur leikur við AaB og þó að ég verði ekki inni á vellinum þá geri ég allt sem ég get til að hjálpa liðinu fram að leik. Ég vona að stuðningsmennirnir mæti með sama raddstyrk og í gær, svo að við getum tekið þrjú stig og verið með í baráttunni fram á síðustu stundu,“ sagði Alfreð en leikurinn við AaB næsta mánudag er heimaleikur. Alfreð, sem er 34 ára, gekk til liðs við Lyngby síðasta haust en hann kom frítt til félagsins eftir að samningur hans við Augsburg í Þýskalandi rann út. Samningurinn við Lyngby rennur út í júní. Danski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Sjá meira
Lyngby berst enn fyrir lífi sínu í deildinni og á möguleika á að halda sér uppi þrátt fyrir að útlitið hafi verið afar dökkt eftir fyrri hluta leiktíðarinnar. Tvær umferðir eru eftir af deildinni og eru AaB (27 stig), Horsens (27 stig) og Lyngby (24 stig) neðst í deildinni. Tvö neðstu liðin falla en Lyngby á eftir að mæta bæði AaB og Horsens í lokaumferðunum og því getur enn allt gerst. Í þeim leikjum þarf Lyngby hins vegar að spjara sig án Alfreðs sem er kominn í leikbann eftir rauða spjaldið, sem hann fékk strax á 18. mínútu gegn OB. Alfreð var rekinn af velli fyrir að verja með hendi á marklínu. Situationen her giver rødt kort til Alfred Finnbogason efter et kvarter og @LyngbyBoldklub taber 0-4 til @Odense_Boldklub i @SuperligaenBilleder hos @GettySport her https://t.co/lBrCFCgvqr#sldk #lbkob pic.twitter.com/3h70vUWmPp— Lars Rønbøg (@LarsRonbog) May 21, 2023 Hann var skiljanlega dapur yfir því sem gerðist en ætlar sér að hjálpa til eins og hann getur af hliðarlínunni. FINNBOGASON: KED AF SITUATIONEN Alfred Finnbogason havde en uheldig hovedrolle i gårsdagens kamp, og efterfølgende var han naturligvis ked af situationen.Læs Alfreds tanker om gårsdagens kamp her.https://t.co/NSOWOpMAwN#SammenForLyngby pic.twitter.com/9Jv7RRJux8— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) May 22, 2023 „Ég er auðvitað leiður yfir þessari stöðu, og að þetta hafi haft svona mikil áhrif á leikinn. Ef maður lítur í baksýnisspegilinn þá hefði ég auðvitað ekki átt að gera þetta, en þetta voru ósjálfráð viðbrögð til að koma í veg fyrir að við lentum undir. Ég bað strákana afsökunar eftir leikinn og ég er auðvitað líka leiður vegna stuðningsmannanna. Þeir áttu meira skilið en svona tap eftir þennan flotta stuðning,“ sagði Alfreð við heimasíðu Lyngby. „Þetta tap var auðvitað högg í andlitið en við teljum okkur svo sannarlega enn vera í baráttunni um að halda sæti okkar í deildinni. Nú bíður okkar ótrúlega mikilvægur leikur við AaB og þó að ég verði ekki inni á vellinum þá geri ég allt sem ég get til að hjálpa liðinu fram að leik. Ég vona að stuðningsmennirnir mæti með sama raddstyrk og í gær, svo að við getum tekið þrjú stig og verið með í baráttunni fram á síðustu stundu,“ sagði Alfreð en leikurinn við AaB næsta mánudag er heimaleikur. Alfreð, sem er 34 ára, gekk til liðs við Lyngby síðasta haust en hann kom frítt til félagsins eftir að samningur hans við Augsburg í Þýskalandi rann út. Samningurinn við Lyngby rennur út í júní.
Danski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Sjá meira