Aldís Amah verður ný rödd Vodafone Atli Ísleifsson skrifar 23. maí 2023 13:35 Aldís Amah tekur við hlutverkinu af leikarnum Vali Frey Einarssyni. Aðsend Leikkonan Aldís Amah Hamilton hefur tekið við sem rödd Vodafone og mun því tala fyrir vörumerkið í auglýsingum fyrirtækisins. Aldís tekur við hlutverkinu af leikaranum Vali Frey Einarssyni sem hefur lesið inn á auglýsingar fyrirtækisins síðustu ár. Í tilkynningu segir að Aldís Amah hafi verið að gera það gott í leikaraheiminum á síðustu árum og meðal annars verið tilnefnd sem leikkona ársins í aðalhlutverki á Eddu-verðlaunahátíðinni 2023 fyrir hlutverk sitt í spennuþáttaröðinni Svörtu sandar sem sýnd var á Stöð 2. Haft er eftir Lilju Kristínu Birgisdóttur, forstöðumanni markaðs- og samskiptamála hjá Vodafone, að veruleg ánægja sé með að fá Aldísi Amah inn sem nýja rödd Vodafone. „Hún smellpassar við nýjan tón vörumerkisins. Svo er líka gaman að brjóta löngu tímabært blað, en Aldís er fyrsta konan sem er föst vörumerkjarödd fyrir fjarskiptafélag á Íslandi.“ Þá er haft eftir Aldísi að Vodafone hafi verið fyrsta símafyrirtækið sem hún hafi átt í viðskiptum við. „Ég er meira að segja ennþá með sama númerið. Ég er spennt og þakklát fyrir traustið. Það er mikil gjöf að fá að taka við af Vali og mun gera mitt besta til að fylla í hans flottu fótspor,“ segir Aldís Amah. Raddirnar mætast á fjölum Borgarleikhússins Greint var frá því í síðustu viku að Aldís Amah myndi fara með eitt aðalhlutverkanna í rokksöngleiknum Eitraðri lítilli pillu sem verður settur upp í Borgarleikhúsinu í upphafi næsta árs. Þar mun Aldís Amah leika á móti Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur, Hönsu, sem er með það að ferilskránni að vera rödd Ríkisútvarpsins. Má því segja að raddirnar muni leiða saman hesta sína í söngleiknum sem byggir á gríðarvinsælli plötu kanadísku söngkonunnar Alanis Morrisette, Jagged Little Pill, sem kom út árið 1995. Vísir er í eigu Sýnar. Auglýsinga- og markaðsmál Sýn Fjarskipti Tengdar fréttir Rokksöngleikur byggður á verðlaunaðri plötu Borgarleikhúsið hefur tryggt sér sýningarrétt á rokksöngleiknum Eitruð lítil pilla eftir Alanis Morrissette og Diablo Cody. Söngleikurinn byggir á tónlist af plötu Alanis Morrissette, Jagged Little Pill, einni áhrifamestu plötu tíunda áratugarins. 19. maí 2023 07:00 Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira
Í tilkynningu segir að Aldís Amah hafi verið að gera það gott í leikaraheiminum á síðustu árum og meðal annars verið tilnefnd sem leikkona ársins í aðalhlutverki á Eddu-verðlaunahátíðinni 2023 fyrir hlutverk sitt í spennuþáttaröðinni Svörtu sandar sem sýnd var á Stöð 2. Haft er eftir Lilju Kristínu Birgisdóttur, forstöðumanni markaðs- og samskiptamála hjá Vodafone, að veruleg ánægja sé með að fá Aldísi Amah inn sem nýja rödd Vodafone. „Hún smellpassar við nýjan tón vörumerkisins. Svo er líka gaman að brjóta löngu tímabært blað, en Aldís er fyrsta konan sem er föst vörumerkjarödd fyrir fjarskiptafélag á Íslandi.“ Þá er haft eftir Aldísi að Vodafone hafi verið fyrsta símafyrirtækið sem hún hafi átt í viðskiptum við. „Ég er meira að segja ennþá með sama númerið. Ég er spennt og þakklát fyrir traustið. Það er mikil gjöf að fá að taka við af Vali og mun gera mitt besta til að fylla í hans flottu fótspor,“ segir Aldís Amah. Raddirnar mætast á fjölum Borgarleikhússins Greint var frá því í síðustu viku að Aldís Amah myndi fara með eitt aðalhlutverkanna í rokksöngleiknum Eitraðri lítilli pillu sem verður settur upp í Borgarleikhúsinu í upphafi næsta árs. Þar mun Aldís Amah leika á móti Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur, Hönsu, sem er með það að ferilskránni að vera rödd Ríkisútvarpsins. Má því segja að raddirnar muni leiða saman hesta sína í söngleiknum sem byggir á gríðarvinsælli plötu kanadísku söngkonunnar Alanis Morrisette, Jagged Little Pill, sem kom út árið 1995. Vísir er í eigu Sýnar.
Auglýsinga- og markaðsmál Sýn Fjarskipti Tengdar fréttir Rokksöngleikur byggður á verðlaunaðri plötu Borgarleikhúsið hefur tryggt sér sýningarrétt á rokksöngleiknum Eitruð lítil pilla eftir Alanis Morrissette og Diablo Cody. Söngleikurinn byggir á tónlist af plötu Alanis Morrissette, Jagged Little Pill, einni áhrifamestu plötu tíunda áratugarins. 19. maí 2023 07:00 Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira
Rokksöngleikur byggður á verðlaunaðri plötu Borgarleikhúsið hefur tryggt sér sýningarrétt á rokksöngleiknum Eitruð lítil pilla eftir Alanis Morrissette og Diablo Cody. Söngleikurinn byggir á tónlist af plötu Alanis Morrissette, Jagged Little Pill, einni áhrifamestu plötu tíunda áratugarins. 19. maí 2023 07:00