Guardiola kallar eftir niðurstöðu svo fólk hætti að tala Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2023 11:30 Pep Guardiola kyssir verðlaunapeninginn sem hann fékk eftir sigur Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Ap/Jon Super Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, vonast eftir því að kærurnar gegn félaginu fái flýtimeðferð og að við fáum niðurstöðu sem fyrst. Nýkrýndir Englandsmeistarar Manchester City eru með 115 kærur yfir sér fyrir brot á rekstrareglum ensku úrvalsdeildarinnar. Kærurnar voru gerðar opinberar í febrúar síðastliðnum en þær koma til vegna þess sem gerðist á árunum 2009 til 2018. City var líka sakað um að aðstoða ekki við rannsóknina sem hófst í desember 2018. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) City heldur fram sakleysi sínu í þessu máli og telja sig geta sannað það með óhrekjanlegum sönnunargögnum. City fólk segist líka hlakka til að geta klárað þetta mál endanlega. Íþróttadómstóllinn sneri við tveggja ára banni á félagið í Evrópukeppnum sem UEFA dæmdi City í árið 2020 en City fékk engu að síður tíu milljónir evra í sekt fyrir að hindra rannsókn málsins. Pep Guardiola var að gera City að Englandsmeisturum í fimmta sinn á síðustu sex árum en liðið mætir Brighton í kvöld í leik sem liðið átti inni. „Það sem ég vil sjá að gerist er að enska úrvalsdeildin og dómararnir geti komist að niðurstöðu eins fljótt og auðið er. Þá, ef að við gerðum eitthvað rangt, vita það allir en ef við gerðum hlutina á réttan hátt, eins og við höfum trúað í mörg ár, þá mun fólk hætta að tala um þetta,“ sagði Pep Guardiola. „Ég myndi elska að sjá niðurstöðu á morgun. Það væri jafnvel enn betra að fá hana strax í kvöld. Vonandi eru menn ekki svo uppteknir, dómararnir geta hlustað á báða aðila og ákveðið hvað sé besta að gera. Þegar upp er staðið þá vitum við að við höfum unnið á sanngjarnan hátt inn á vellinum og efumst ekki um sakleysi félagsins,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola: We would love it tomorrow, this afternoon [even] better. We would love it. Hopefully they are not so busy and the judges can see both sides and decide what is the best because in the end I know fairly what we won, we won on the pitch https://t.co/EnXoMlqORu— Guardian sport (@guardian_sport) May 24, 2023 Enski boltinn Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Fleiri fréttir Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Sjá meira
Nýkrýndir Englandsmeistarar Manchester City eru með 115 kærur yfir sér fyrir brot á rekstrareglum ensku úrvalsdeildarinnar. Kærurnar voru gerðar opinberar í febrúar síðastliðnum en þær koma til vegna þess sem gerðist á árunum 2009 til 2018. City var líka sakað um að aðstoða ekki við rannsóknina sem hófst í desember 2018. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) City heldur fram sakleysi sínu í þessu máli og telja sig geta sannað það með óhrekjanlegum sönnunargögnum. City fólk segist líka hlakka til að geta klárað þetta mál endanlega. Íþróttadómstóllinn sneri við tveggja ára banni á félagið í Evrópukeppnum sem UEFA dæmdi City í árið 2020 en City fékk engu að síður tíu milljónir evra í sekt fyrir að hindra rannsókn málsins. Pep Guardiola var að gera City að Englandsmeisturum í fimmta sinn á síðustu sex árum en liðið mætir Brighton í kvöld í leik sem liðið átti inni. „Það sem ég vil sjá að gerist er að enska úrvalsdeildin og dómararnir geti komist að niðurstöðu eins fljótt og auðið er. Þá, ef að við gerðum eitthvað rangt, vita það allir en ef við gerðum hlutina á réttan hátt, eins og við höfum trúað í mörg ár, þá mun fólk hætta að tala um þetta,“ sagði Pep Guardiola. „Ég myndi elska að sjá niðurstöðu á morgun. Það væri jafnvel enn betra að fá hana strax í kvöld. Vonandi eru menn ekki svo uppteknir, dómararnir geta hlustað á báða aðila og ákveðið hvað sé besta að gera. Þegar upp er staðið þá vitum við að við höfum unnið á sanngjarnan hátt inn á vellinum og efumst ekki um sakleysi félagsins,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola: We would love it tomorrow, this afternoon [even] better. We would love it. Hopefully they are not so busy and the judges can see both sides and decide what is the best because in the end I know fairly what we won, we won on the pitch https://t.co/EnXoMlqORu— Guardian sport (@guardian_sport) May 24, 2023
Enski boltinn Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Fleiri fréttir Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Sjá meira