Plastið verði eitraðra við endurvinnslu og eigi ekki heima í hringrásarhagkerfinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. maí 2023 10:55 Stór hluti plastúrgangs Vesturlanda endar í fátækari ríkjum heims. Getty/NurPhoto/Sudipta Das Endurvinnsla plasts getur gert plastið enn „eitraðra“ en áður og er ekki umhverfisvæn lausn. Þetta segja náttúrunverndarsamtökin Greenpeace. Í nýrri skýrslu þar sem teknar eru saman niðurstöður vísindarannsókna á endurvinnslu plasts, segir að past eigi ekki heima í hringrásarhagkerfinu. Útgáfa skýrslunnar kemur á sama tíma og viðræður eru að hefjast um alþjóðlegan sáttamála um plast en þær munu fara fram í París í næstu viku. Um er að ræða þátt í aðgerðum 173 ríkja sem skuldbundu sig í fyrra til þess að þróa lagalega bindandi samkomulag um plast, allt frá framleiðslu til úrvinnslu. Viðræður um samkomulagið eiga að taka tvö ár. Aðeins um 9 prósent alls plasts í heiminum er endurunnið og enn minna, 5 til 6 prósent, í Bandaríkjunum. Gramham Forbes, sem leiðir alþjóðlega plastherferð Greenpeace í Bandaríkjunum, segir endurvinnslu enn einu lausnina sem fyrirtækin sem græða á plastframleiðslu hafa getað boðið upp á. „Eituráhrif plasts aukast hins vegar með endurvinnslu. Plast á ekki heima í hringrásarhagkerfinu og það er ljóst að eina lausnin við plastmengun er að draga verulega úr plastframleiðslu,“ segir hann. Áætlað er að um 8 milljarðar tonna af plasti hafi verið framleidd frá 1950. Í skýrslu Greenpeace segir að rannsóknir sýni að endurunnið plast innihaldi oft meira magn eiturefna og ýmissa óumhverfisvænna efna á borð við díoxín en upphaflega plastið. Þá er einnig um að ræða efni sem geta haft áhrif á innkirtlastarfsemi, það er að segja hormónabúskap, líkamans. Gert er ráð fyrir að plastframleiðsla muni aukast um þriðjung fyrir árið 2060. Greenpeace segja fyrirhugaðan plastsáttmála verða að kveða á um framleiðslutakmarkanir, endurnýtningu og þróun tækni til að farga plasti, án þess að brenna það eða grafa niður. Skýrsla Greenpeace kemur á hæla vísindarannsóknar sem framkvæmd var á Bretlandseyjum, þar sem niðurstöður sýndu að á milli 6 til 13 prósent plasts endaði mögulega sem plastagnir í vatni eða lofti við endurvinnslu. Plastagnir, agnir sem eru undir fimm millimetrar að stærð, eru nú út um allt og hafa fundist bæði á Suðurskautinu og í mannslíkamanum. Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Útgáfa skýrslunnar kemur á sama tíma og viðræður eru að hefjast um alþjóðlegan sáttamála um plast en þær munu fara fram í París í næstu viku. Um er að ræða þátt í aðgerðum 173 ríkja sem skuldbundu sig í fyrra til þess að þróa lagalega bindandi samkomulag um plast, allt frá framleiðslu til úrvinnslu. Viðræður um samkomulagið eiga að taka tvö ár. Aðeins um 9 prósent alls plasts í heiminum er endurunnið og enn minna, 5 til 6 prósent, í Bandaríkjunum. Gramham Forbes, sem leiðir alþjóðlega plastherferð Greenpeace í Bandaríkjunum, segir endurvinnslu enn einu lausnina sem fyrirtækin sem græða á plastframleiðslu hafa getað boðið upp á. „Eituráhrif plasts aukast hins vegar með endurvinnslu. Plast á ekki heima í hringrásarhagkerfinu og það er ljóst að eina lausnin við plastmengun er að draga verulega úr plastframleiðslu,“ segir hann. Áætlað er að um 8 milljarðar tonna af plasti hafi verið framleidd frá 1950. Í skýrslu Greenpeace segir að rannsóknir sýni að endurunnið plast innihaldi oft meira magn eiturefna og ýmissa óumhverfisvænna efna á borð við díoxín en upphaflega plastið. Þá er einnig um að ræða efni sem geta haft áhrif á innkirtlastarfsemi, það er að segja hormónabúskap, líkamans. Gert er ráð fyrir að plastframleiðsla muni aukast um þriðjung fyrir árið 2060. Greenpeace segja fyrirhugaðan plastsáttmála verða að kveða á um framleiðslutakmarkanir, endurnýtningu og þróun tækni til að farga plasti, án þess að brenna það eða grafa niður. Skýrsla Greenpeace kemur á hæla vísindarannsóknar sem framkvæmd var á Bretlandseyjum, þar sem niðurstöður sýndu að á milli 6 til 13 prósent plasts endaði mögulega sem plastagnir í vatni eða lofti við endurvinnslu. Plastagnir, agnir sem eru undir fimm millimetrar að stærð, eru nú út um allt og hafa fundist bæði á Suðurskautinu og í mannslíkamanum.
Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira