„Viltu vera hluti af einu besta liði á Íslandi?“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2023 13:01 Nikolaj Hansen og Birnir Snær Ingason fagna saman marki í sumar. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson vill alls ekki eigna sér heiðurinn af frammistöðu Loga Tómassonar og Birnis Ingasonar sem hafa spilað mjög vel í upphafi Bestu deildarinnar og eiga mikinn þátt í því að Víkingsliðið er með fullt hús og fimm stiga forskot á toppnum eftir átta umferðir. Víkingar geta unnið sinn níunda leik í röð í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld þegar þeir heimsækja KA-menn norður á Akureyri. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Vikingsliðsins, var í viðtali í Þungavigtinni þar sem hann ræddi tímabilið og leikinn við KA. Þungavigtarmenn spurðu Arnar út í þá Loga Tómasson og Birni Snæ Ingason og frábæra frammistöðu þeirra í sumar. Það má í raun segja að báðir hafi þeir sprungið út og eru í hópi þeirra leikmanna Bestu deildarinnar sem hafa spilað best í upphafi tímabils. „Logi tók þá ákvörðun fyrir tveimur árum að fara ‚all in' og er að uppskera eftir því. Hann getur spilað margar stöður sem er mikilvægt í nútímafótbolta,“ sagði Arnar. Arnar er fullviss að Logi fari í atvinnumennsku en vonast til þess að Víkingar nái að halda honum út leiktíðina. Víkingar gætu þá selt hann eftir tímabilið líkt og Blikar gerðu við Ísak Snæ Þorvaldsson í fyrra. Kristján Óli Sigurðsson ræddi við Arnar og nefndi það að honum finnist Birnir Snær vera allt annar leikmaður en var í fyrra. „Breytti hann einhverju sjálfur í vetur eða gerðu þið þetta í sameiningu,“ spurði Kristján Óli. „Nei, ég á engan þátt í þessu. Þetta er bara nákvæmlega það sama og með Loga. Á einhverjum tímapunkti sestu niður í sófann þinn og ferð að hugsa um hvað þú ætlar að gera með þitt líf,“ sagði Arnar og hélt áfram: „Viltu vera hluti af einu besta liði á Íslandi og taka þátt í úrslitaleikjum og í Evrópukeppni og þess háttar eða ætlar þú bara að vera 35 ára og vakna upp við vondan draum: Af hverju gerði ég ekki þetta og af hverju gerði ég ekki hitt,“ sagði Arnar. „Með alla þessa hæfileika sem hann hefur þá virðist það vera þannig að hann núllstillti sig og fór bara ‚all in' eins og ég orðaði það skemmtilega með Loga. Það er ekkert sem ég gerði, hann gerði þetta algjörlega sjálfur,“ sagði Arnar en hér fyrir neðan má heyra brot úr viðtalinu. Klippa: Arnar Gunnlaugsson: Nei, ég á engan þátt í þessu Það má finna allt viðtalið við Arnar inn á Þungavigtarsíðunni en þar er einnig rætt við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks, fyrir stórleikinn á móti Val í kvöld. Báðir leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Leikur KA og Víkings hefst klukkan 18.00 og útsending á Stöð 2 Sport 5 hefst klukkan 17.50. Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19.15 en útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 19.00 og strax á eftir verða Bestu tilþrifin. Þungavigtin er hlaðvarpsþáttur fyrst og fremst um knattspyrnu og öllu henni tengdri. Hvort sem er innanlands eða utan. Skútunni stýrir Rikki G íþróttafréttamaður ásamt Mikael Nikulássyni og Kristjáni Óla Sigurðsyni betur þekktir sem Mike og Höfðinginn. Besta deild karla Þungavigtin Víkingur Reykjavík Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Víkingar geta unnið sinn níunda leik í röð í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld þegar þeir heimsækja KA-menn norður á Akureyri. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Vikingsliðsins, var í viðtali í Þungavigtinni þar sem hann ræddi tímabilið og leikinn við KA. Þungavigtarmenn spurðu Arnar út í þá Loga Tómasson og Birni Snæ Ingason og frábæra frammistöðu þeirra í sumar. Það má í raun segja að báðir hafi þeir sprungið út og eru í hópi þeirra leikmanna Bestu deildarinnar sem hafa spilað best í upphafi tímabils. „Logi tók þá ákvörðun fyrir tveimur árum að fara ‚all in' og er að uppskera eftir því. Hann getur spilað margar stöður sem er mikilvægt í nútímafótbolta,“ sagði Arnar. Arnar er fullviss að Logi fari í atvinnumennsku en vonast til þess að Víkingar nái að halda honum út leiktíðina. Víkingar gætu þá selt hann eftir tímabilið líkt og Blikar gerðu við Ísak Snæ Þorvaldsson í fyrra. Kristján Óli Sigurðsson ræddi við Arnar og nefndi það að honum finnist Birnir Snær vera allt annar leikmaður en var í fyrra. „Breytti hann einhverju sjálfur í vetur eða gerðu þið þetta í sameiningu,“ spurði Kristján Óli. „Nei, ég á engan þátt í þessu. Þetta er bara nákvæmlega það sama og með Loga. Á einhverjum tímapunkti sestu niður í sófann þinn og ferð að hugsa um hvað þú ætlar að gera með þitt líf,“ sagði Arnar og hélt áfram: „Viltu vera hluti af einu besta liði á Íslandi og taka þátt í úrslitaleikjum og í Evrópukeppni og þess háttar eða ætlar þú bara að vera 35 ára og vakna upp við vondan draum: Af hverju gerði ég ekki þetta og af hverju gerði ég ekki hitt,“ sagði Arnar. „Með alla þessa hæfileika sem hann hefur þá virðist það vera þannig að hann núllstillti sig og fór bara ‚all in' eins og ég orðaði það skemmtilega með Loga. Það er ekkert sem ég gerði, hann gerði þetta algjörlega sjálfur,“ sagði Arnar en hér fyrir neðan má heyra brot úr viðtalinu. Klippa: Arnar Gunnlaugsson: Nei, ég á engan þátt í þessu Það má finna allt viðtalið við Arnar inn á Þungavigtarsíðunni en þar er einnig rætt við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks, fyrir stórleikinn á móti Val í kvöld. Báðir leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Leikur KA og Víkings hefst klukkan 18.00 og útsending á Stöð 2 Sport 5 hefst klukkan 17.50. Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19.15 en útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 19.00 og strax á eftir verða Bestu tilþrifin. Þungavigtin er hlaðvarpsþáttur fyrst og fremst um knattspyrnu og öllu henni tengdri. Hvort sem er innanlands eða utan. Skútunni stýrir Rikki G íþróttafréttamaður ásamt Mikael Nikulássyni og Kristjáni Óla Sigurðsyni betur þekktir sem Mike og Höfðinginn.
Þungavigtin er hlaðvarpsþáttur fyrst og fremst um knattspyrnu og öllu henni tengdri. Hvort sem er innanlands eða utan. Skútunni stýrir Rikki G íþróttafréttamaður ásamt Mikael Nikulássyni og Kristjáni Óla Sigurðsyni betur þekktir sem Mike og Höfðinginn.
Besta deild karla Þungavigtin Víkingur Reykjavík Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn