„Drukkum allt áfengið í Manchester“ Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2023 12:30 Kevin De Bruyne fagnaði sínum fimmta Englandsmeistaratitli á meðan að Kalvin Philipps fagnaði sínum fyrsta. Getty/Michael Regan Pep Guardiola var nokkuð ánægður með lærisveina sína í Manchester City í gærkvöld, þrátt fyrir 1-1 jafntefli við Brighton, í ljósi þess að þeir hefðu þremur dögum áður „klárað allt áfengið í Manchester-borg“. City-menn urðu Englandsmeistarar þriðja árið í röð á laugardaginn, þegar Arsenal tapaði fyrir Nottingham Forest, og fengu verðlaun sín afhent eftir sigurleik gegn Chelsea á sunnudag. City átti þá enn eftir frestaðan leik við Brighton og svo leik við Brentford í lokaumferðinni næsta sunnudag, en Guardiola gaf að sjálfsögðu grænt ljós á það að leikmenn fögnuðu ærlega á sunnudag. Það gæti hafa haft sín áhrif í 1-1 jafnteflinu við Brighton í gær, þó að Guardiola hafi sjálfur tekið því rólega á sunnudagskvöldið. „Klukkan 22.30 var ég kominn upp í rúm með konunni minni. Ég var alveg búinn á því. Ég horfði á Match of the Day og svo svaf ég eins og ungabarn. En ég veit að leikmennirnir gerðu það sem þeir áttu að gera. Þegar maður vinnur ensku úrvalsdeildina þá verður maður að fagna. Það gerðu þeir með fjölskyldum sínum, og nutu þess vel,“ sagði Guardiola. Leikmenn fengu að taka því rólega næstu tvo daga og Guardiola vonaðist til þess að þeir næðu að safna orku fyrir leikinn við Brighton. „Ég var svolítið áhyggjufullur um að við yrðum langt frá því sem við höfum verið að gera síðustu fjóra, fimm, sex mánuði. Við drukkum allt áfengið í Manchester fjörutíu tímum áður. En liðið var til staðar og ég er mjög ánægður. Ég vil nefnilega ekki að liðið falli eitthvað niður fyrir úrslitaleikina í bikarnum og Meistaradeild Evrópu. Við sýndum af hverju við erum besta lið Englands. Ég er mjög ánægður með það hvernig við erum enn sem lið eftir að hafa orðið meistarar,“ sagði Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
City-menn urðu Englandsmeistarar þriðja árið í röð á laugardaginn, þegar Arsenal tapaði fyrir Nottingham Forest, og fengu verðlaun sín afhent eftir sigurleik gegn Chelsea á sunnudag. City átti þá enn eftir frestaðan leik við Brighton og svo leik við Brentford í lokaumferðinni næsta sunnudag, en Guardiola gaf að sjálfsögðu grænt ljós á það að leikmenn fögnuðu ærlega á sunnudag. Það gæti hafa haft sín áhrif í 1-1 jafnteflinu við Brighton í gær, þó að Guardiola hafi sjálfur tekið því rólega á sunnudagskvöldið. „Klukkan 22.30 var ég kominn upp í rúm með konunni minni. Ég var alveg búinn á því. Ég horfði á Match of the Day og svo svaf ég eins og ungabarn. En ég veit að leikmennirnir gerðu það sem þeir áttu að gera. Þegar maður vinnur ensku úrvalsdeildina þá verður maður að fagna. Það gerðu þeir með fjölskyldum sínum, og nutu þess vel,“ sagði Guardiola. Leikmenn fengu að taka því rólega næstu tvo daga og Guardiola vonaðist til þess að þeir næðu að safna orku fyrir leikinn við Brighton. „Ég var svolítið áhyggjufullur um að við yrðum langt frá því sem við höfum verið að gera síðustu fjóra, fimm, sex mánuði. Við drukkum allt áfengið í Manchester fjörutíu tímum áður. En liðið var til staðar og ég er mjög ánægður. Ég vil nefnilega ekki að liðið falli eitthvað niður fyrir úrslitaleikina í bikarnum og Meistaradeild Evrópu. Við sýndum af hverju við erum besta lið Englands. Ég er mjög ánægður með það hvernig við erum enn sem lið eftir að hafa orðið meistarar,“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira