Forsetahjónin á leið í opinbera heimsókn til fæðingarlands Elizu Atli Ísleifsson skrifar 25. maí 2023 11:37 Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú halda í opinbera heimsókn til Kanada 29. maí og verða til 1. júní. Þau verða þar í boði landstjórans Mary Simon. Um er að ræða fyrstu ríkisheimsókn Íslands til Kanada frá árinu 2000, en meðal annars verður fundað með Justin Trudeau forsætisráðherra. Í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands segir að markmið heimsóknarinnar sé að styrkja enn frekar hin margþættu tengsl landanna sem hafi fagnað 75 ára afmæli stjórnmálasambands á síðasta ári. „Með forsetahjónum í för verður sendinefnd skipuð Lilju Alfreðsdóttur, viðskipta- og menningarmálaráðherra, Pétri Þ. Óskarssyni, framkvæmdastjóra Íslandsstofu, Jóni Sigfússyni, stjórnarformanni Planet Youth og Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Almannaróms, auk Hlyns Guðjónssonar sendiherra Íslands í Kanada. Þá fylgir forseta fjöldi fulltrúa úr viðskiptalífinu* sem hyggjast efla samstarf við Kanada, m.a. á sviði nýsköpunar í sjávarútvegi, heilsutækni og við nýtingu grænnar orku. Heimsóknin hefst að morgni mánudagsins 29. maí með formlegri móttökuathöfn í höfuðborginni Ottawa sem er fæðingarstaður Elizu Reid forsetafrúar. Þar verður fundað með Mary Simon landstjóra og Justin Trudeau forsætisráðherra. Jafnframt verður þar efnt til tveggja funda um sameiginleg hagsmunamál Íslands og Kanada. Á þeim fyrri verður fjallað um varðveislu tungumáls í fámennum málsamfélögum og kynntar aðferðir í notkun máltæknilausna á íslensku. Á síðari fundinum verður sjónum beint að lýðheilsu ungmenna og munu fulltrúar frá Planet Youth á Íslandi ræða við kanadísk heilbrigðismálayfirvöld (Public Health Agency of Canada) um íslenska forvarnarmódelið sem innleitt hefur verið víða um lönd, þar á meðal í Kanada, undir merkjum Planet Youth. Í Ottawa er einnig boðið til bókmenntaviðburðarins „Sögur úr norðri“þar sem rithöfundarnir Eliza Reid forsetafrú og Whit Fraser, eiginmaður landstjóra Kanada, ræða við kanadíska rithöfunda um bókmenntaarf þjóðanna. Frá Ottawa halda forsetahjónin ásamt sendinefndum til Halifax í Nova Scotia og til St. John’s á Nýfundnalandi og Labrador. Þau munu eiga fundi með fylkisstjórum og ráðherrum auk þess sem efnt verður til fjölda viðburða í því skyni að efla menningar- og viðskiptatengsl Íslands og Kanada. Heimsókninni lýkur í Toronto þar sem forsetahjón eiga fund með fylkisstjóra Ontario. Þá býður Íslandsstofa til íslensks markaðsdags þar sem leiddir eru saman kanadískir fjárfestar og fulltrúar íslensks viðskiptalífs, og mun forseti ávarpa gestina. Ríkisheimsókn forseta Íslands og forsetafrúar til Kanada lýkur að kvöldi fimmtudagsins 1. júní,“ segir um heimsóknina. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Kanada Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands segir að markmið heimsóknarinnar sé að styrkja enn frekar hin margþættu tengsl landanna sem hafi fagnað 75 ára afmæli stjórnmálasambands á síðasta ári. „Með forsetahjónum í för verður sendinefnd skipuð Lilju Alfreðsdóttur, viðskipta- og menningarmálaráðherra, Pétri Þ. Óskarssyni, framkvæmdastjóra Íslandsstofu, Jóni Sigfússyni, stjórnarformanni Planet Youth og Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Almannaróms, auk Hlyns Guðjónssonar sendiherra Íslands í Kanada. Þá fylgir forseta fjöldi fulltrúa úr viðskiptalífinu* sem hyggjast efla samstarf við Kanada, m.a. á sviði nýsköpunar í sjávarútvegi, heilsutækni og við nýtingu grænnar orku. Heimsóknin hefst að morgni mánudagsins 29. maí með formlegri móttökuathöfn í höfuðborginni Ottawa sem er fæðingarstaður Elizu Reid forsetafrúar. Þar verður fundað með Mary Simon landstjóra og Justin Trudeau forsætisráðherra. Jafnframt verður þar efnt til tveggja funda um sameiginleg hagsmunamál Íslands og Kanada. Á þeim fyrri verður fjallað um varðveislu tungumáls í fámennum málsamfélögum og kynntar aðferðir í notkun máltæknilausna á íslensku. Á síðari fundinum verður sjónum beint að lýðheilsu ungmenna og munu fulltrúar frá Planet Youth á Íslandi ræða við kanadísk heilbrigðismálayfirvöld (Public Health Agency of Canada) um íslenska forvarnarmódelið sem innleitt hefur verið víða um lönd, þar á meðal í Kanada, undir merkjum Planet Youth. Í Ottawa er einnig boðið til bókmenntaviðburðarins „Sögur úr norðri“þar sem rithöfundarnir Eliza Reid forsetafrú og Whit Fraser, eiginmaður landstjóra Kanada, ræða við kanadíska rithöfunda um bókmenntaarf þjóðanna. Frá Ottawa halda forsetahjónin ásamt sendinefndum til Halifax í Nova Scotia og til St. John’s á Nýfundnalandi og Labrador. Þau munu eiga fundi með fylkisstjórum og ráðherrum auk þess sem efnt verður til fjölda viðburða í því skyni að efla menningar- og viðskiptatengsl Íslands og Kanada. Heimsókninni lýkur í Toronto þar sem forsetahjón eiga fund með fylkisstjóra Ontario. Þá býður Íslandsstofa til íslensks markaðsdags þar sem leiddir eru saman kanadískir fjárfestar og fulltrúar íslensks viðskiptalífs, og mun forseti ávarpa gestina. Ríkisheimsókn forseta Íslands og forsetafrúar til Kanada lýkur að kvöldi fimmtudagsins 1. júní,“ segir um heimsóknina.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Kanada Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira