Sækja áfram á íslensk mið og fengu Dag Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2023 13:27 Dagur Sverrir Kristjánsson heldur út í atvinnumennsku í sumar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Nýliðarnir í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta á næstu leiktíð, í liði Karlskrona, halda áfram að sækja liðsstyrk til Íslands. Nú hefur félagið keypt Dag Sverri Kristjánsson frá ÍR. Dagur er þriðji Íslendingurinn á skömmum tíma sem semur við Karlskrona en áður hafði félagið tryggt sér landsliðsmanninn Ólaf Guðmundsson frá Amicitia Zürich í Sviss, og Þorgils Jón Svölu Baldursson frá Val. Þá fær félagið einnig þýska markvörðinn Phil Döhler frá FH. Karlskrona vann sig upp úr næstefstu deild Svíþjóðar nú í vor. Dagur er 23 ára gamall, leikur sem hægri skytta og var valinn handknattleiksmaður ársins hjá ÍR á síðasta ári. Hann skoraði 115 mörk í 22 leikjum í Olís-deildinni í vetur eða yfir fimm mörk að meðaltali í leik, og átti tæplega þrjár stoðsendingar í leik en það dugði þó ekki til að halda liði ÍR uppi í deildinni. Dagur hefur leikið allan sinn feril með ÍR en skrifaði undir samning til tveggja ára við Karlskrona. „Dagur er leikmaður sem við sáum snemma sem góðan valkost fyrir okkur. Hann er nútíma skytta með hraða og spilhæfileika. Við teljum að hann og Hugo Sivertsson muni standa sig vel saman í þessari stöðu,“ sagði Tobias Karlsson, íþróttastjóri Karlskrona, á heimasíðu félagsins. „Það er virkilega gott að koma til Karlskrona. Ég kom í heimsókn í apríl og átti mjög góða upplifun af félaginu og staðnum. Ég fékk líka að sjá liðið vinna í umspilinu og það var mikil upplifun, að sjá bæði hvað liðið er gott og hvað stemningin er góð í höllinni. Félagið hefur boðið mér spennandi lausn þar sem ég get spilað handbolta á hæsta stigi og starfað í spennandi umhverfi,“ sagði Dagur. Sænski handboltinn Olís-deild karla ÍR Tengdar fréttir Draumur að verða að veruleika Nýjasti atvinnumaðurinn okkar í handbolta Þorgils Jón Svölu-Baldursson segist vera spenntur fyrir því að taka slaginn í Svíþjóð með liðinu Karlskrona. 17. maí 2023 20:00 Ólafur í Svíþjóð til 2026: „Akkúrat týpan sem við þurftum“ Ólafur Guðmundsson, landsliðsmaður í handbolta, flytur aftur til Svíþjóðar frá Sviss í sumar og gengur í raðir Karlskrona. Óvíst er hvort hann spili með liðinu í efstu eða næstefstu deild. 14. mars 2023 11:16 Horfa áfram til Íslands og hafa nú tryggt sér Döhler Eftir að hafa varið mark FH með mikilli prýði í Olís-deildinni í handbolta síðustu fjögur ár er Þjóðverjinn Phil Döhler búinn að skrifa undir samning við „Íslandsvinina“ í Karlskrona í Svíþjóð. 22. maí 2023 14:00 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Dagur er þriðji Íslendingurinn á skömmum tíma sem semur við Karlskrona en áður hafði félagið tryggt sér landsliðsmanninn Ólaf Guðmundsson frá Amicitia Zürich í Sviss, og Þorgils Jón Svölu Baldursson frá Val. Þá fær félagið einnig þýska markvörðinn Phil Döhler frá FH. Karlskrona vann sig upp úr næstefstu deild Svíþjóðar nú í vor. Dagur er 23 ára gamall, leikur sem hægri skytta og var valinn handknattleiksmaður ársins hjá ÍR á síðasta ári. Hann skoraði 115 mörk í 22 leikjum í Olís-deildinni í vetur eða yfir fimm mörk að meðaltali í leik, og átti tæplega þrjár stoðsendingar í leik en það dugði þó ekki til að halda liði ÍR uppi í deildinni. Dagur hefur leikið allan sinn feril með ÍR en skrifaði undir samning til tveggja ára við Karlskrona. „Dagur er leikmaður sem við sáum snemma sem góðan valkost fyrir okkur. Hann er nútíma skytta með hraða og spilhæfileika. Við teljum að hann og Hugo Sivertsson muni standa sig vel saman í þessari stöðu,“ sagði Tobias Karlsson, íþróttastjóri Karlskrona, á heimasíðu félagsins. „Það er virkilega gott að koma til Karlskrona. Ég kom í heimsókn í apríl og átti mjög góða upplifun af félaginu og staðnum. Ég fékk líka að sjá liðið vinna í umspilinu og það var mikil upplifun, að sjá bæði hvað liðið er gott og hvað stemningin er góð í höllinni. Félagið hefur boðið mér spennandi lausn þar sem ég get spilað handbolta á hæsta stigi og starfað í spennandi umhverfi,“ sagði Dagur.
Sænski handboltinn Olís-deild karla ÍR Tengdar fréttir Draumur að verða að veruleika Nýjasti atvinnumaðurinn okkar í handbolta Þorgils Jón Svölu-Baldursson segist vera spenntur fyrir því að taka slaginn í Svíþjóð með liðinu Karlskrona. 17. maí 2023 20:00 Ólafur í Svíþjóð til 2026: „Akkúrat týpan sem við þurftum“ Ólafur Guðmundsson, landsliðsmaður í handbolta, flytur aftur til Svíþjóðar frá Sviss í sumar og gengur í raðir Karlskrona. Óvíst er hvort hann spili með liðinu í efstu eða næstefstu deild. 14. mars 2023 11:16 Horfa áfram til Íslands og hafa nú tryggt sér Döhler Eftir að hafa varið mark FH með mikilli prýði í Olís-deildinni í handbolta síðustu fjögur ár er Þjóðverjinn Phil Döhler búinn að skrifa undir samning við „Íslandsvinina“ í Karlskrona í Svíþjóð. 22. maí 2023 14:00 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Draumur að verða að veruleika Nýjasti atvinnumaðurinn okkar í handbolta Þorgils Jón Svölu-Baldursson segist vera spenntur fyrir því að taka slaginn í Svíþjóð með liðinu Karlskrona. 17. maí 2023 20:00
Ólafur í Svíþjóð til 2026: „Akkúrat týpan sem við þurftum“ Ólafur Guðmundsson, landsliðsmaður í handbolta, flytur aftur til Svíþjóðar frá Sviss í sumar og gengur í raðir Karlskrona. Óvíst er hvort hann spili með liðinu í efstu eða næstefstu deild. 14. mars 2023 11:16
Horfa áfram til Íslands og hafa nú tryggt sér Döhler Eftir að hafa varið mark FH með mikilli prýði í Olís-deildinni í handbolta síðustu fjögur ár er Þjóðverjinn Phil Döhler búinn að skrifa undir samning við „Íslandsvinina“ í Karlskrona í Svíþjóð. 22. maí 2023 14:00