Íslenskir Tinu-unnendur syrgja rokkdrottninguna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. maí 2023 20:00 Sigga Beinteins, Raggi „Turner“ og Bryndís Ásmundsdóttir eru stóraðdáendur rokkdrottningarinnar. Vísir/Getty Rokksöngkonan Tina Turner, sem lést í gær, á sér marga syrgjendur á Íslandi. „Það mun aldrei neinn koma í staðinn fyrir Tinu Turner,“ segir Ragnar Erling Hermannsson, stóraðdáandi hennar, sem iðulega er kallaður Raggi Turner. Andlát söngkonunnar hefur valdið sorg á heimsvísu en jafnframt þakklæti fyrir framtak hennar til tónlistarinnar. Við náðum tali af nokkrum dyggustu unnendum hennar hérlendis. Tónlist hennar hafi bjargað lífi hans Ragnar Erling Hermannsson, oft nefndur Raggi Turner, er líklega einn mesti aðdáandi rokkstjörnunnar á landinu. Fyrir um átta árum fékk hann sér stærðarinnar húðflúr af andliti hennar á upphandlegg sinn. Hann segir andlát Tinu Turner ekki hafa komið sér á óvart, hún hafi verið orðin mjög veik og átt skilið hvíld eftir annasama og erfiða ævi. „Ég var mjög nálægt því kominn að fara bara upp í flugvél og fljúga til Zürich um daginn,“ segir Ragnar, sem átti sér þá ósk að hitta hana. Tina var búsett í Sviss síðustu þrjátíu ár ævi sinnar. „Við fengum ekki að hittast í þessu lífi en ég fékk að sjá hana tvisvar á tónleikum,“ segir Ragnar. Hann segir tónlist Tinu hafa bjargað lífi sínu oftar en einu sinni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=oGpFcHTxjZs">watch on YouTube</a> „Hafði eitthvað meira en allir aðrir“ Sigga Beinteins, söngkona, lýsir Turner sem mikilli fyrirmynd sinni í tónlistinni. Sjálf sá Sigga Tinu þrisvar koma fram á tónleikum. „Hún heltók salinn frá upphafi til enda,“ segir hún um framkomu Tinu á tónleikunum. Hún segir frá því þegar hún stóð svo nálægt sviðinu á tónleikum Tinu að henni fannst hún geta snert hana. „Maður gargaði bara eins og hálfviti.“ Sigga fer fögrum orðum um rokkstjörnuna. „Þessi kona var gjörsamlega mögnuð og ótrúleg.“ Hún segir Tinu hafa haft mikil áhrif á sig. „Ég veit ekki hvort það komi einhvern tímann kona með þennan presens,“ segir Sigga. „Hún fellur í flokk með Elvis og Michael Jackson og Whitney Houston og svona fólki. Þetta er bara fólk sem hafði eitthvað meira en allir aðrir.“ Mikil baráttukona sem gafst aldrei upp Söng- og leikkonan Bryndís Ásmundsdóttir hefur oft verið nefnd hin íslenska Tina Turner. Hún hefur í tvo áratugi komið fram á hinum ýmsu tónleikum og flutt lög söngkonunnar. Hún segir Tinu hafa veitt sér mikinn innblástur sem listamaður, sem og í lífinu og segir hana mikla baráttukonu og Valkyrju sem gafst aldrei upp. „Hvað varðar Tinu þá hefur hún ekki bara hjálpað mér í gegnum tónlist heldur líka sem baráttumanneskja,“ segir Bryndís. Hún vekur athygli á að þann 24. júní næstkomandi mun hún heiðra minningu rokkdrottningarinnar á Græna hattinum. Tónlist Andlát Tengdar fréttir Tina Turner látin: „Heimurinn hefur misst tónlistargoðsögn“ Söngkonan Tina Turner er látin, 83 ára að aldri, að því fram kemur í yfirlýsingu frá talsmanni hennar. 24. maí 2023 18:39 Sonur Tinu Turner fannst látinn Elsti sonur bandarísku söngkonunnar Tinu Turner, Craig Raymond Turner, fannst látinn á heimili sínu í gær. 4. júlí 2018 08:23 Heiðraði drottninguna með húðflúri: „Tina Turner er uppspretta orkunnar minnar“ Ragnar Erling var lagður í einelti, fór í fíkniefnaneyslu og var handtekinn í Brasilíu með sex kíló af kókaíni en gat alltaf snúið sér til söngkonunnar. 29. ágúst 2015 19:38 Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
Andlát söngkonunnar hefur valdið sorg á heimsvísu en jafnframt þakklæti fyrir framtak hennar til tónlistarinnar. Við náðum tali af nokkrum dyggustu unnendum hennar hérlendis. Tónlist hennar hafi bjargað lífi hans Ragnar Erling Hermannsson, oft nefndur Raggi Turner, er líklega einn mesti aðdáandi rokkstjörnunnar á landinu. Fyrir um átta árum fékk hann sér stærðarinnar húðflúr af andliti hennar á upphandlegg sinn. Hann segir andlát Tinu Turner ekki hafa komið sér á óvart, hún hafi verið orðin mjög veik og átt skilið hvíld eftir annasama og erfiða ævi. „Ég var mjög nálægt því kominn að fara bara upp í flugvél og fljúga til Zürich um daginn,“ segir Ragnar, sem átti sér þá ósk að hitta hana. Tina var búsett í Sviss síðustu þrjátíu ár ævi sinnar. „Við fengum ekki að hittast í þessu lífi en ég fékk að sjá hana tvisvar á tónleikum,“ segir Ragnar. Hann segir tónlist Tinu hafa bjargað lífi sínu oftar en einu sinni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=oGpFcHTxjZs">watch on YouTube</a> „Hafði eitthvað meira en allir aðrir“ Sigga Beinteins, söngkona, lýsir Turner sem mikilli fyrirmynd sinni í tónlistinni. Sjálf sá Sigga Tinu þrisvar koma fram á tónleikum. „Hún heltók salinn frá upphafi til enda,“ segir hún um framkomu Tinu á tónleikunum. Hún segir frá því þegar hún stóð svo nálægt sviðinu á tónleikum Tinu að henni fannst hún geta snert hana. „Maður gargaði bara eins og hálfviti.“ Sigga fer fögrum orðum um rokkstjörnuna. „Þessi kona var gjörsamlega mögnuð og ótrúleg.“ Hún segir Tinu hafa haft mikil áhrif á sig. „Ég veit ekki hvort það komi einhvern tímann kona með þennan presens,“ segir Sigga. „Hún fellur í flokk með Elvis og Michael Jackson og Whitney Houston og svona fólki. Þetta er bara fólk sem hafði eitthvað meira en allir aðrir.“ Mikil baráttukona sem gafst aldrei upp Söng- og leikkonan Bryndís Ásmundsdóttir hefur oft verið nefnd hin íslenska Tina Turner. Hún hefur í tvo áratugi komið fram á hinum ýmsu tónleikum og flutt lög söngkonunnar. Hún segir Tinu hafa veitt sér mikinn innblástur sem listamaður, sem og í lífinu og segir hana mikla baráttukonu og Valkyrju sem gafst aldrei upp. „Hvað varðar Tinu þá hefur hún ekki bara hjálpað mér í gegnum tónlist heldur líka sem baráttumanneskja,“ segir Bryndís. Hún vekur athygli á að þann 24. júní næstkomandi mun hún heiðra minningu rokkdrottningarinnar á Græna hattinum.
Tónlist Andlát Tengdar fréttir Tina Turner látin: „Heimurinn hefur misst tónlistargoðsögn“ Söngkonan Tina Turner er látin, 83 ára að aldri, að því fram kemur í yfirlýsingu frá talsmanni hennar. 24. maí 2023 18:39 Sonur Tinu Turner fannst látinn Elsti sonur bandarísku söngkonunnar Tinu Turner, Craig Raymond Turner, fannst látinn á heimili sínu í gær. 4. júlí 2018 08:23 Heiðraði drottninguna með húðflúri: „Tina Turner er uppspretta orkunnar minnar“ Ragnar Erling var lagður í einelti, fór í fíkniefnaneyslu og var handtekinn í Brasilíu með sex kíló af kókaíni en gat alltaf snúið sér til söngkonunnar. 29. ágúst 2015 19:38 Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
Tina Turner látin: „Heimurinn hefur misst tónlistargoðsögn“ Söngkonan Tina Turner er látin, 83 ára að aldri, að því fram kemur í yfirlýsingu frá talsmanni hennar. 24. maí 2023 18:39
Sonur Tinu Turner fannst látinn Elsti sonur bandarísku söngkonunnar Tinu Turner, Craig Raymond Turner, fannst látinn á heimili sínu í gær. 4. júlí 2018 08:23
Heiðraði drottninguna með húðflúri: „Tina Turner er uppspretta orkunnar minnar“ Ragnar Erling var lagður í einelti, fór í fíkniefnaneyslu og var handtekinn í Brasilíu með sex kíló af kókaíni en gat alltaf snúið sér til söngkonunnar. 29. ágúst 2015 19:38