Greiningarprófi að þakka að Fentanýl fannst í kristölum sem sagðir voru hreinir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. maí 2023 21:23 Kristinn Ingvarsson og Andri Einarsson stofnuðu Varlega í janúar. einar árnason Fentanýl fannst nýlega í MDMA kristölum sem voru í umferð hér á landi og sagðir hreinir. Þetta kom í ljós þegar notandi gerði greiningu á efninu og hætti af þeim sökum við að nota það. Stofnendur fyrirtækis sem flytur inn greiningarpróf vonast til að stjórnvöld hafi áhuga á samstarfi til að tryggja betur öryggi notenda. Fyrirtækið Varlega sér um innflutning og sölu á prófum sem gerir notendum vímuefna kleift að athuga hvort efni eru hrein eða menguð með öðrum skaðlegum efnum. Hugmyndin kviknaði fyrir um ári síðan þegar stofnendur fyrirtækisins unnu saman í Gistiskýlinu á Granda og sáu þörfina á slíkum prófum svo notendur gætu tryggt öryggi sitt. Alls konar próf eru í boði en vinsælastir eru strimlar sem greina hvort fentanýl sé í vímuefni - sem er gríðar sterkur ópíóði. „Bara míkrógrömm til eða frá af skammti af fentanýl getur ráðið úrslitum um hvort þú hljótir alvarlegan skaða af eða jafnvel látir lífið,“segir Kristinn Ingvarsson, stofnandi Varlega. Fentanýl sé eitthvað sem þeir segja enga vilja taka óafvitandi. Prófin séu öryggisskref sem hafi vantað á Íslandi. Nýlega keypti notandi vímuefna fentanýlpróf af fyrirtækinu og í ljós kom að efnið var mengað. „Það voru sem sagt MDMA kristallar sem áttu að vera hreint MDMA en var mengað af fentanýl sem er bara mjög alvarlegt mál að sé raunveruleikinn á Íslandi.“ Hætti viðkomandi þá við að taka þetta efni? „Já og skilaði því.“ Strákarnir muldu fyrir okkur eina töflu af Íbúfen og var örlitlu magni blandað við vatn í þeim tilgangi að skima fyrir Fentanýl í töflunni. Fentanýl strimlinum var síðan dýft ofan í vatnið og eftir tvær mínútur er niðurstaðan ljós. „Þarna eru komnar tvær línur, þannig það er ekkert Fentanýl í þessari Íbúfen-pillu.“ Notendur þurfi sjálfir að sjá um eftirlit Þeir segja að víða í löndunum í kringum okkur séu ríkisreknar rannsóknarstofur sem efnagreina ólögleg vímuefni keypt á svörtum markaði. „Fyrst að við erum ekki með rannsóknarstofu á Íslandi sem sér um þetta þá er þetta svona skásta lausnin, að bjóða fólki að taka gæðaeftirlitið í eigin hendur.“ Þá vonast þeir til að stjórnvöld hafi áhuga á samstarfi til að tryggja betur öryggi notenda. „Einn daginn mun það kannski gerast að fullu að ríkið taki þátt og þetta verði viðurkennt,“ segir Andri Einarsson, stofnandi Varlega. Prófin má nálgast á heimasíðu fyrirtækisins. Í næstu viku fara fram svokallaðir neyðartónleikar í Eldborg í Hörpu sem er ætlað að vekja athygli á alvarlegri stöðu ópíóðaneyslu á Íslandi. „Við verðum þar með bás að kynna og selja okkar vöru,“ segja þeir og lofa stuði. Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Sjá meira
Fyrirtækið Varlega sér um innflutning og sölu á prófum sem gerir notendum vímuefna kleift að athuga hvort efni eru hrein eða menguð með öðrum skaðlegum efnum. Hugmyndin kviknaði fyrir um ári síðan þegar stofnendur fyrirtækisins unnu saman í Gistiskýlinu á Granda og sáu þörfina á slíkum prófum svo notendur gætu tryggt öryggi sitt. Alls konar próf eru í boði en vinsælastir eru strimlar sem greina hvort fentanýl sé í vímuefni - sem er gríðar sterkur ópíóði. „Bara míkrógrömm til eða frá af skammti af fentanýl getur ráðið úrslitum um hvort þú hljótir alvarlegan skaða af eða jafnvel látir lífið,“segir Kristinn Ingvarsson, stofnandi Varlega. Fentanýl sé eitthvað sem þeir segja enga vilja taka óafvitandi. Prófin séu öryggisskref sem hafi vantað á Íslandi. Nýlega keypti notandi vímuefna fentanýlpróf af fyrirtækinu og í ljós kom að efnið var mengað. „Það voru sem sagt MDMA kristallar sem áttu að vera hreint MDMA en var mengað af fentanýl sem er bara mjög alvarlegt mál að sé raunveruleikinn á Íslandi.“ Hætti viðkomandi þá við að taka þetta efni? „Já og skilaði því.“ Strákarnir muldu fyrir okkur eina töflu af Íbúfen og var örlitlu magni blandað við vatn í þeim tilgangi að skima fyrir Fentanýl í töflunni. Fentanýl strimlinum var síðan dýft ofan í vatnið og eftir tvær mínútur er niðurstaðan ljós. „Þarna eru komnar tvær línur, þannig það er ekkert Fentanýl í þessari Íbúfen-pillu.“ Notendur þurfi sjálfir að sjá um eftirlit Þeir segja að víða í löndunum í kringum okkur séu ríkisreknar rannsóknarstofur sem efnagreina ólögleg vímuefni keypt á svörtum markaði. „Fyrst að við erum ekki með rannsóknarstofu á Íslandi sem sér um þetta þá er þetta svona skásta lausnin, að bjóða fólki að taka gæðaeftirlitið í eigin hendur.“ Þá vonast þeir til að stjórnvöld hafi áhuga á samstarfi til að tryggja betur öryggi notenda. „Einn daginn mun það kannski gerast að fullu að ríkið taki þátt og þetta verði viðurkennt,“ segir Andri Einarsson, stofnandi Varlega. Prófin má nálgast á heimasíðu fyrirtækisins. Í næstu viku fara fram svokallaðir neyðartónleikar í Eldborg í Hörpu sem er ætlað að vekja athygli á alvarlegri stöðu ópíóðaneyslu á Íslandi. „Við verðum þar með bás að kynna og selja okkar vöru,“ segja þeir og lofa stuði.
Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Sjá meira