Toney veðjaði þrettán sinnum á tap félaga sinna Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2023 09:49 Ivan Toney fær ekki að spila fleiri leiki fyrir Brentford á þessu ári. Félagið auglýsir veðmálasíðu á treyjum sínum. Getty/Ryan Pierse Enska knattspyrnusambandið hefur nú greint nánar frá ástæðunum fyrir því að Ivan Toney, framherji Brentford og enska landsliðsins, var dæmdur í átta mánaða bann fyrir að veðja á leiki. Bannið var stytt eftir að Toney var greindur með veðmálafíkn. Toney var dæmdur fyrir 232 brot á reglum um veðmál. Aganefnd enska sambandsins úrskurðaði hann í átta mánaða bann og sektaði hann um 50.000 pund fyrr í þessu mánuði. Toney, sem er 27 ára gamall, gerðist meðal annars sekur um þrettán veðmál á tap eigin félaga á árunum 2017 og 2018. Um sjö leiki var að ræða en Toney spilaði þó engan af þeim leikjum. Af þessum þrettán veðmálum voru ellefu á tap Newcastle þegar Toney var að láni frá félaginu, og tvö voru á leik Wigan og Aston Villa þegar Toney var að láni hjá Wigan en hann var ekki í leikmannahópnum í þeim leik. Refsiramminn fyrir að veðja gegn eigin liði er frá sex mánuðum til ævilangs banns en það hjálpar Toney að hafa aldrei verið í þeirri stöðu að geta sjálfur tapað leik til að hagnast fjárhagslega. The FA has published its written reasons for Ivan Toney's eight-month ban. The most serious breaches below: pic.twitter.com/AJObJZqiy0— Sam Cunningham (@samcunningham) May 26, 2023 Toney veðjaði einnig alls sextán sinnum á sigur eigin liðs, í fimmtán ólíkum leikjum, og spilaði ellefu af þeim leikjum. Hann veðjaði auk þess fimmtán sinnum á að hann myndi sjálfur skora, í níu leikjum, og voru veðmálin gerð þegar almenningur hafði ekki vitneskju um að Toney yrði í byrjunarliðinu. Styttra bann vegna veðmálafíknar Toney verður í banni fram til 16. janúar á næsta ári og hann má ekki mæta á æfingar hjá Brentford fyrr en í september. Í úrskurði aganefndar segir að Toney hafi verið greindur með veðmálafíkn eins og stjórnleysi hans varðandi veðmál, yfir fjögurra ára tímabil, hafi sýnt. Það hafi ráðið miklu um þá ákvörðun að stytta bannið um þrjá mánuði, niður í átta mánuði. Einnig segir að Toney sé hættur að veðja á fótbolta en að hann veðji enn á aðrar íþróttir og í spilavítum. Hann sé staðráðinn í að takast á við veðmálafíkn sína þegar leiktíðinni ljúki. Þá segir að tekið sé tillit til þess að Toney hafi verið tiltölulega ungur þegar brotin áttu sér stað, og að hann hafi ekki áður gerst sekur um brot utan vallar. Ekki sé þó ástæða til að skilorðsbinda neinn hluta refsingarinnar. Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira
Toney var dæmdur fyrir 232 brot á reglum um veðmál. Aganefnd enska sambandsins úrskurðaði hann í átta mánaða bann og sektaði hann um 50.000 pund fyrr í þessu mánuði. Toney, sem er 27 ára gamall, gerðist meðal annars sekur um þrettán veðmál á tap eigin félaga á árunum 2017 og 2018. Um sjö leiki var að ræða en Toney spilaði þó engan af þeim leikjum. Af þessum þrettán veðmálum voru ellefu á tap Newcastle þegar Toney var að láni frá félaginu, og tvö voru á leik Wigan og Aston Villa þegar Toney var að láni hjá Wigan en hann var ekki í leikmannahópnum í þeim leik. Refsiramminn fyrir að veðja gegn eigin liði er frá sex mánuðum til ævilangs banns en það hjálpar Toney að hafa aldrei verið í þeirri stöðu að geta sjálfur tapað leik til að hagnast fjárhagslega. The FA has published its written reasons for Ivan Toney's eight-month ban. The most serious breaches below: pic.twitter.com/AJObJZqiy0— Sam Cunningham (@samcunningham) May 26, 2023 Toney veðjaði einnig alls sextán sinnum á sigur eigin liðs, í fimmtán ólíkum leikjum, og spilaði ellefu af þeim leikjum. Hann veðjaði auk þess fimmtán sinnum á að hann myndi sjálfur skora, í níu leikjum, og voru veðmálin gerð þegar almenningur hafði ekki vitneskju um að Toney yrði í byrjunarliðinu. Styttra bann vegna veðmálafíknar Toney verður í banni fram til 16. janúar á næsta ári og hann má ekki mæta á æfingar hjá Brentford fyrr en í september. Í úrskurði aganefndar segir að Toney hafi verið greindur með veðmálafíkn eins og stjórnleysi hans varðandi veðmál, yfir fjögurra ára tímabil, hafi sýnt. Það hafi ráðið miklu um þá ákvörðun að stytta bannið um þrjá mánuði, niður í átta mánuði. Einnig segir að Toney sé hættur að veðja á fótbolta en að hann veðji enn á aðrar íþróttir og í spilavítum. Hann sé staðráðinn í að takast á við veðmálafíkn sína þegar leiktíðinni ljúki. Þá segir að tekið sé tillit til þess að Toney hafi verið tiltölulega ungur þegar brotin áttu sér stað, og að hann hafi ekki áður gerst sekur um brot utan vallar. Ekki sé þó ástæða til að skilorðsbinda neinn hluta refsingarinnar.
Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira