Biðlar til ökumanna að stoppa á Blönduósi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. maí 2023 21:05 Um sjö hundruð þúsund bílar keyra í gegnum Blönduós árlega og stoppa fæstir þeirra á staðnum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarstjóri Húnabyggðar biðlar til ferðamanna um að þeir stoppi á Blönduósi þegar þeir keyra í gegnum bæjarfélagið, ekki bara að stoppa til að fara á salerni eða að fá sér pylsu. Um sjö hundruð þúsund bílar keyra í gegnum Blönduós árlega og stoppa fæstir þeirra á staðnum. Eins og allir vita þá liggur hringvegurinn í gegnum Blönduós en á sama tíma gengur heimamönnum illa að fá ökumenn til að stoppa í bæjarfélaginu, flestir bruna bara í gegnum bæinn. Sveitarstjórinn vill að sjálfsögðu að ökumenn stoppi þegar þeir fara í gegnum Blönduós enda margt að sjá þar. „Blönduós er ekki bara pylsa en það er kannski þannig, sem flestir landsmenn þekkja Blönduós að keyra í gegnum bæinn og mögulega að stoppa á N1 og fá sér eina pullu,“ segir Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar. “Við viljum endilega fá fólkið til þess að stoppa og skoða okkur aðeins betur af því að hér er margt að gera og til dæmis síðustu fimm árin eða meira jafnvel hefur sundlaugin alltaf verið að trekkja meira og meira að og er orðin svolítið þekkt á meðal fjölskyldufólks, sem stoppar hér og slakar á áður en það heldur síðan sínu ferðalagi áfram, “ bætir Pétur við. Sundlaugin á Blönduósi er alltaf að vera vinsælli og vinsælli hjá ferðafólki enda frábær aðstaða þar og gaman að koma.Róbert Daníel Jónsson. Pétur biðlar til íslenskra og erlendra ferðamanna að hika ekki við að stoppa á Blönduósi á ferð sinni um svæðið. „Já, ég hvet alla til að koma og beygja aðeins inn í bæinn í sumar þegar þeir keyra hérna í gegn. Hér er margt að sjá og margt að upplifa. Það er komin nýr veitingastaður og nýtt hótel og svo eru náttúrulega veitingastaðir hér fyrir þannig að það er bara um að gera að tékka á þessu,“ segir Pétur. Og svo má ekki gleyma Prjónagleðinni, sem verður aðra helgina í júní á Blönduósi og Húnavakan verður um miðjan júlí. „Þannig að við hlökkum bara öll mikið til sumarsins,“ segir sveitarstjóri Húnabyggðar. Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar, sem hvetur ferðalanga til að stoppa á Blönduósi í sumar enda margt spennandi þar að sjá og gera.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Húnabyggðar Húnabyggð Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Fleiri fréttir Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Sjá meira
Eins og allir vita þá liggur hringvegurinn í gegnum Blönduós en á sama tíma gengur heimamönnum illa að fá ökumenn til að stoppa í bæjarfélaginu, flestir bruna bara í gegnum bæinn. Sveitarstjórinn vill að sjálfsögðu að ökumenn stoppi þegar þeir fara í gegnum Blönduós enda margt að sjá þar. „Blönduós er ekki bara pylsa en það er kannski þannig, sem flestir landsmenn þekkja Blönduós að keyra í gegnum bæinn og mögulega að stoppa á N1 og fá sér eina pullu,“ segir Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar. “Við viljum endilega fá fólkið til þess að stoppa og skoða okkur aðeins betur af því að hér er margt að gera og til dæmis síðustu fimm árin eða meira jafnvel hefur sundlaugin alltaf verið að trekkja meira og meira að og er orðin svolítið þekkt á meðal fjölskyldufólks, sem stoppar hér og slakar á áður en það heldur síðan sínu ferðalagi áfram, “ bætir Pétur við. Sundlaugin á Blönduósi er alltaf að vera vinsælli og vinsælli hjá ferðafólki enda frábær aðstaða þar og gaman að koma.Róbert Daníel Jónsson. Pétur biðlar til íslenskra og erlendra ferðamanna að hika ekki við að stoppa á Blönduósi á ferð sinni um svæðið. „Já, ég hvet alla til að koma og beygja aðeins inn í bæinn í sumar þegar þeir keyra hérna í gegn. Hér er margt að sjá og margt að upplifa. Það er komin nýr veitingastaður og nýtt hótel og svo eru náttúrulega veitingastaðir hér fyrir þannig að það er bara um að gera að tékka á þessu,“ segir Pétur. Og svo má ekki gleyma Prjónagleðinni, sem verður aðra helgina í júní á Blönduósi og Húnavakan verður um miðjan júlí. „Þannig að við hlökkum bara öll mikið til sumarsins,“ segir sveitarstjóri Húnabyggðar. Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar, sem hvetur ferðalanga til að stoppa á Blönduósi í sumar enda margt spennandi þar að sjá og gera.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Húnabyggðar
Húnabyggð Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Fleiri fréttir Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Sjá meira