„Var ekki alveg að nenna þrjátíu mínútum í viðbót“ Jón Már Ferro skrifar 27. maí 2023 22:13 Álfhildur Rósa, fyrirliði Þróttara Vísir/Vilhelm Gunnarsson Þróttur Reykjavík gerði sér lítið fyrir og sló ríkjandi bikarmeistara Vals úr leik í 16-liða úrslitum Mjólkurbikar kvenna í kvöld með mögnuðum endurkomusigri. „Ég get ekki lýst því. Bikarinn er allt öðruvísi keppni heldur en Íslandsmótið. Þetta er rosalega sætur sigur. Sérstaklega að sjá hann inni þarna í lokinn. Ég er ótrúlega glöð með þetta,“ sagði Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, eftir 2-1 sigur á móti Val í Mjólkurbikarnum. Valur komst yfir eftir fimm mínútna leik þegar Haley Lanier Berg skoraði eftir laglegan undirbúning Jamia Fields. „Í fyrri hálfleik vorum við ekki að halda boltanum nógu vel. Þetta var svolítið strembið og þær skoruðu snemma sem gaf tón inn í leikinn. Við áttum góða hálfleiksræðu og komum mjög sterkar inn í seinni hálfleikinn. Mér fannst við vera betri aðilinn í seinni hálfleik og náðum að klína inn tveimur mörkum sem ég er ótrúlega sátt með,“ sagði Álfhildur. Hún spilaði vel í stöðu varnarsinnaðs miðjumanns og braut ófáar sóknir Vals á bak aftur. „Við vorum ekki með nógu mikið sjálfstraust og vorum hræddar við að halda boltanum. Það var heldur ekki nógu mikil trú á okkur sjálfar en sýndum í seinni hálfleik að við getum haldið bolta og vorum óhræddar við að spila,“ sagði Álfhildur. Hún stýrði spilinu vel á miðjunni. Samherjar hennar framar á vellinum misstu boltann þó oftar en ekki þegar þær voru við það að komast í góða stöðu í og við teig Vals. „Við vorum að gefa boltann frá okkur, negla honum upp. Í staðinn fyrir að gera það sem við gerum best. Að spila í gegn. Við gerðum það betur í seinni hálfleik.“ Leikmenn beggja liða voru eðlilega orðnir þreyttir. Þegar lítið var eftir af leiknum benti ekkert annað til þess en að spilaðar yrðu þrjátíu mínútur til viðbótar til að skera úr um sigurvegara. „Maður var alveg orðin svolítið þreyttur og var að vona að við myndum klára þetta. Ég var ekki alveg að nenna þrjátíu mínútum í viðbót,“ Álfhildur. Sóknarleikur Þróttar varð mun betri í seinni hálfleik. „Í hálfleik náðum við að peppa okkur. Ef að þær gátu skorað í fyrri þá gátum við alveg skorað tvö í seinni. Það þurfti bara smá trú. Það kom þarna í lokin,“ sagði Álfhildur. Þróttur spilar ekki með eiginlega kantmenn heldur tvo framherja og þrjá miðjumenn þar fyrir aftan. Þar af leiðandi er oftar en ekki lítið um kantspil. „Katy (Katherine Amanda Cousins) er rosalega góð í að fá hann í fætur og við erum með aðra góða leikmenn, eins og Kötlu (Tryggvadóttur) og Sæunni (Björnsdóttur), á miðjunni sem geta haldið bolta og spilað á milli lína. Þær voru að loka vel á miðjuna hjá okkur. Þannig það var erfitt að finna hana í gegn. Við erum allar góðar að spila boltanum, sama hvar það er á vellinum. Það tókst að lokum,“ sagði Álfhildur að lokum. Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Sjá meira
„Ég get ekki lýst því. Bikarinn er allt öðruvísi keppni heldur en Íslandsmótið. Þetta er rosalega sætur sigur. Sérstaklega að sjá hann inni þarna í lokinn. Ég er ótrúlega glöð með þetta,“ sagði Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, eftir 2-1 sigur á móti Val í Mjólkurbikarnum. Valur komst yfir eftir fimm mínútna leik þegar Haley Lanier Berg skoraði eftir laglegan undirbúning Jamia Fields. „Í fyrri hálfleik vorum við ekki að halda boltanum nógu vel. Þetta var svolítið strembið og þær skoruðu snemma sem gaf tón inn í leikinn. Við áttum góða hálfleiksræðu og komum mjög sterkar inn í seinni hálfleikinn. Mér fannst við vera betri aðilinn í seinni hálfleik og náðum að klína inn tveimur mörkum sem ég er ótrúlega sátt með,“ sagði Álfhildur. Hún spilaði vel í stöðu varnarsinnaðs miðjumanns og braut ófáar sóknir Vals á bak aftur. „Við vorum ekki með nógu mikið sjálfstraust og vorum hræddar við að halda boltanum. Það var heldur ekki nógu mikil trú á okkur sjálfar en sýndum í seinni hálfleik að við getum haldið bolta og vorum óhræddar við að spila,“ sagði Álfhildur. Hún stýrði spilinu vel á miðjunni. Samherjar hennar framar á vellinum misstu boltann þó oftar en ekki þegar þær voru við það að komast í góða stöðu í og við teig Vals. „Við vorum að gefa boltann frá okkur, negla honum upp. Í staðinn fyrir að gera það sem við gerum best. Að spila í gegn. Við gerðum það betur í seinni hálfleik.“ Leikmenn beggja liða voru eðlilega orðnir þreyttir. Þegar lítið var eftir af leiknum benti ekkert annað til þess en að spilaðar yrðu þrjátíu mínútur til viðbótar til að skera úr um sigurvegara. „Maður var alveg orðin svolítið þreyttur og var að vona að við myndum klára þetta. Ég var ekki alveg að nenna þrjátíu mínútum í viðbót,“ Álfhildur. Sóknarleikur Þróttar varð mun betri í seinni hálfleik. „Í hálfleik náðum við að peppa okkur. Ef að þær gátu skorað í fyrri þá gátum við alveg skorað tvö í seinni. Það þurfti bara smá trú. Það kom þarna í lokin,“ sagði Álfhildur. Þróttur spilar ekki með eiginlega kantmenn heldur tvo framherja og þrjá miðjumenn þar fyrir aftan. Þar af leiðandi er oftar en ekki lítið um kantspil. „Katy (Katherine Amanda Cousins) er rosalega góð í að fá hann í fætur og við erum með aðra góða leikmenn, eins og Kötlu (Tryggvadóttur) og Sæunni (Björnsdóttur), á miðjunni sem geta haldið bolta og spilað á milli lína. Þær voru að loka vel á miðjuna hjá okkur. Þannig það var erfitt að finna hana í gegn. Við erum allar góðar að spila boltanum, sama hvar það er á vellinum. Það tókst að lokum,“ sagði Álfhildur að lokum.
Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Sjá meira