„Sérstakt“ að sitja inni í réttarsal með Bryan Kohberger Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. maí 2023 21:01 Bryan Kohberger er grunaður um morðin á fjórum nemendum í Idaho í Bandaríkjunum. Instagram/Zach Wilkinson/AP Íslensk kona, sem kafað hefur ofan í opinber gögn um stórt morðmál sem átti sér stað í bandarískum háskólabæ í vetur, fékk í vikunni að fara inn í réttarsal þegar hinn grunaði var leiddur fyrir dómara. Hún segir súrrealískt að hafa séð hann og aðstæður með eigin augum eftir að hafa skoðað málið í svo langan tíma. Háskólabærinn Moscow í Idaho í Bandaríkjunum rataði í heimsfréttirnar eftir að fjórir nemar voru stungnir til bana á hrottalegan hátt í nóvember. Síðan þá hafa morðin verið til umfjöllunar um allan heim enda bærinn þekktur fyrir að vera öruggur og málið sagt eitt umfangsmesta morðmál Bandaríkjanna í seinni tíð. Inga Kristjánsdóttir er líklega sá Íslendingur sem hefur fjallað hefur hvað mest um málið, en það gerir hún í sakamálahlaðvarpi sínu Illverk sem hún stofnaði árið 2019. Þegar hún varð þrítug fyrr á árinu gaf fjölskyldan henni ferð til Bandaríkjanna og hún staðráðin í að skoða slóðir Idaho málsins svokallaða enda málið heltekið hana og hún kynnt sér öll þau opinberu gögn sem liggja fyrir í málinu, vakið fram á nótt til að hlusta á blaðamannafundi og svo lengi mætti telja. Í vikunni fór hún að húsinu á Tayler Avenue þar sem atburðurinn hrottalegi átti sér stað og lagði blóm á lóðina til að votta fórnarlömbum virðingu sína. Hún segir það hafa verið súrrealískt að skoða slóðir málsins efti að hafa skoðað gögn þess í svo langan tíma. „Þetta var samt þung tilfinning því þú veist hvað kom fyrir þarna inni, þetta er eiginlega frekar ólýsanlegt og óraunverulegt og ótrúlega skrítið að fara lengst út í heim og kannast svona við þig,“ segir Inga. Lögregla hefur stengt borða umhverfis vettvang glæpsins.instagram/illverk Áætlað var að hinn grunaði í málinu, Bryan Kohberger yrði leiddur fyrir dómara í enda maímánaðar en Inga segir að dagsetningin hafi verið á reiki og því óljóst hvort hún yrði yfir höfuð á svæðinu þegar af því yrði. „Svo vakna ég morguninn 22. maí og sá að þau áttu að hefjast þann dag. Þannig ég hugsaði: Ég fer þangað, ég er einni mínútu frá þessu.“ Hún og unnusti hennar Kjartan fóru því að dómshúsinu þar sem fréttafólk freistaði þess að komast inn. „Það var komin heljarinar röð og við ákváðum að athuga hvort við kæmumst inn, skráðum okkur á lista og biðum í röðinni. Við komumst inn sem var mjög óraunverulegt. Það var athugað hvort við værum með byssur á okkur, þreifað á manni.“ Inga og unnusti hennar Kjartan biðu í tæpa þrjá tíma í röð fyrir utan dómshúsið.instagram/illverk Eftir tæplega þriggja klukkutíma bið í röð segir Inga það hafa verið óraunverulegt að setjast inn í réttarsal. Þar hafi setið aðstandendur fórnarlamba og Bryan Kohberger. „Ég var búin að lesa svo fáránlega mikið um Bryan Kohberger, allt frá því að vita nákvæmlega hver augnliturinn hans er og hvað hann er hár. En það sem kom mér svolítið á óvart var að hann er miklu hærri en ég hélt og svo upplifið ég hann... ég veit það ekki, ég hef alltaf upplifað hann svo illan með kalt og illt augnaráð en þegar maður sá hann svona nálægt og heyrði röddina hans „live“ þá upplifði ég hann sorgmæddan. Það var ótrúlega sérstakt, hvernig hann ber sig og hreyfir sig. Hann er ekkert eðlilega sérstakur náungi.“ Hún segir Kohberger ekki hafa tekið afstöðu í málinu, kosið að tjá sig ekki og lýsa hvorki yfir sekt né sakleysi. Áætlað er að réttarhöldin sjálf hefjist þann annan október. Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Tengdur við morðin dularfullu eftir langferð á hvítum Hyundai DNA-sönnunargögn og hvítur Hyundai Elantra bíll í eigu Bryan Christopher Kohberger leiddu til þess að lögregla beindi sjónum sínum að hinum tæplega þrítuga doktorsnema í afbrotafræði í dularfullu morðmáli í Idaho í Bandaríkjunum. 2. janúar 2023 11:53 Grunaður um dularfullt morð á fjórum háskólanemum Lögregla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum handtók í gær karlmann á þrítugsaldri, sem grunaður er um dularfullt morð á fjórum háskólanemum í Idaho í nóvember. Málið vakti óhug, og jafnframt mikinn áhuga, á samfélagsmiðlum. 31. desember 2022 09:45 Ungmennin í Idaho voru stungin til bana Komið er í ljós að fjögur ungmenni sem fundust látin á heimili sínu fyrir um viku síðan í Idaho voru stungin til bana. Þau voru nemendur í Idaho háskóla í Bandaríkjunum. 19. nóvember 2022 18:44 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Háskólabærinn Moscow í Idaho í Bandaríkjunum rataði í heimsfréttirnar eftir að fjórir nemar voru stungnir til bana á hrottalegan hátt í nóvember. Síðan þá hafa morðin verið til umfjöllunar um allan heim enda bærinn þekktur fyrir að vera öruggur og málið sagt eitt umfangsmesta morðmál Bandaríkjanna í seinni tíð. Inga Kristjánsdóttir er líklega sá Íslendingur sem hefur fjallað hefur hvað mest um málið, en það gerir hún í sakamálahlaðvarpi sínu Illverk sem hún stofnaði árið 2019. Þegar hún varð þrítug fyrr á árinu gaf fjölskyldan henni ferð til Bandaríkjanna og hún staðráðin í að skoða slóðir Idaho málsins svokallaða enda málið heltekið hana og hún kynnt sér öll þau opinberu gögn sem liggja fyrir í málinu, vakið fram á nótt til að hlusta á blaðamannafundi og svo lengi mætti telja. Í vikunni fór hún að húsinu á Tayler Avenue þar sem atburðurinn hrottalegi átti sér stað og lagði blóm á lóðina til að votta fórnarlömbum virðingu sína. Hún segir það hafa verið súrrealískt að skoða slóðir málsins efti að hafa skoðað gögn þess í svo langan tíma. „Þetta var samt þung tilfinning því þú veist hvað kom fyrir þarna inni, þetta er eiginlega frekar ólýsanlegt og óraunverulegt og ótrúlega skrítið að fara lengst út í heim og kannast svona við þig,“ segir Inga. Lögregla hefur stengt borða umhverfis vettvang glæpsins.instagram/illverk Áætlað var að hinn grunaði í málinu, Bryan Kohberger yrði leiddur fyrir dómara í enda maímánaðar en Inga segir að dagsetningin hafi verið á reiki og því óljóst hvort hún yrði yfir höfuð á svæðinu þegar af því yrði. „Svo vakna ég morguninn 22. maí og sá að þau áttu að hefjast þann dag. Þannig ég hugsaði: Ég fer þangað, ég er einni mínútu frá þessu.“ Hún og unnusti hennar Kjartan fóru því að dómshúsinu þar sem fréttafólk freistaði þess að komast inn. „Það var komin heljarinar röð og við ákváðum að athuga hvort við kæmumst inn, skráðum okkur á lista og biðum í röðinni. Við komumst inn sem var mjög óraunverulegt. Það var athugað hvort við værum með byssur á okkur, þreifað á manni.“ Inga og unnusti hennar Kjartan biðu í tæpa þrjá tíma í röð fyrir utan dómshúsið.instagram/illverk Eftir tæplega þriggja klukkutíma bið í röð segir Inga það hafa verið óraunverulegt að setjast inn í réttarsal. Þar hafi setið aðstandendur fórnarlamba og Bryan Kohberger. „Ég var búin að lesa svo fáránlega mikið um Bryan Kohberger, allt frá því að vita nákvæmlega hver augnliturinn hans er og hvað hann er hár. En það sem kom mér svolítið á óvart var að hann er miklu hærri en ég hélt og svo upplifið ég hann... ég veit það ekki, ég hef alltaf upplifað hann svo illan með kalt og illt augnaráð en þegar maður sá hann svona nálægt og heyrði röddina hans „live“ þá upplifði ég hann sorgmæddan. Það var ótrúlega sérstakt, hvernig hann ber sig og hreyfir sig. Hann er ekkert eðlilega sérstakur náungi.“ Hún segir Kohberger ekki hafa tekið afstöðu í málinu, kosið að tjá sig ekki og lýsa hvorki yfir sekt né sakleysi. Áætlað er að réttarhöldin sjálf hefjist þann annan október.
Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Tengdur við morðin dularfullu eftir langferð á hvítum Hyundai DNA-sönnunargögn og hvítur Hyundai Elantra bíll í eigu Bryan Christopher Kohberger leiddu til þess að lögregla beindi sjónum sínum að hinum tæplega þrítuga doktorsnema í afbrotafræði í dularfullu morðmáli í Idaho í Bandaríkjunum. 2. janúar 2023 11:53 Grunaður um dularfullt morð á fjórum háskólanemum Lögregla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum handtók í gær karlmann á þrítugsaldri, sem grunaður er um dularfullt morð á fjórum háskólanemum í Idaho í nóvember. Málið vakti óhug, og jafnframt mikinn áhuga, á samfélagsmiðlum. 31. desember 2022 09:45 Ungmennin í Idaho voru stungin til bana Komið er í ljós að fjögur ungmenni sem fundust látin á heimili sínu fyrir um viku síðan í Idaho voru stungin til bana. Þau voru nemendur í Idaho háskóla í Bandaríkjunum. 19. nóvember 2022 18:44 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Tengdur við morðin dularfullu eftir langferð á hvítum Hyundai DNA-sönnunargögn og hvítur Hyundai Elantra bíll í eigu Bryan Christopher Kohberger leiddu til þess að lögregla beindi sjónum sínum að hinum tæplega þrítuga doktorsnema í afbrotafræði í dularfullu morðmáli í Idaho í Bandaríkjunum. 2. janúar 2023 11:53
Grunaður um dularfullt morð á fjórum háskólanemum Lögregla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum handtók í gær karlmann á þrítugsaldri, sem grunaður er um dularfullt morð á fjórum háskólanemum í Idaho í nóvember. Málið vakti óhug, og jafnframt mikinn áhuga, á samfélagsmiðlum. 31. desember 2022 09:45
Ungmennin í Idaho voru stungin til bana Komið er í ljós að fjögur ungmenni sem fundust látin á heimili sínu fyrir um viku síðan í Idaho voru stungin til bana. Þau voru nemendur í Idaho háskóla í Bandaríkjunum. 19. nóvember 2022 18:44