„Við stýrðum þessum leik“ Hinrik Wöhler skrifar 28. maí 2023 20:08 Hermann Hreiðarsson er þjálfari ÍBV. Vísir/Diego Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, var afar niðurlútur eftir 2-1 tap á móti Fylki í Árbænum í dag. Þetta er fimmta tap Eyjamanna í Bestu deildinni og virðist lítið ganga hjá Vestmanneyingum um þessar mundir. „Svekkjandi, en þetta var fín frammistaða. Við vorum betra liðina í heildina, það er klárt. Þannig þetta var svekkjandi en ég var mjög ánægður með margt í okkar leik,“ sagði Hermann skömmu eftir leikinn í dag. Fylkismenn komust yfir snemma í síðari hálfleik með marki frá Óskari Borgþórssyni. Það er heppnisstimpill yfir markinu en skot Óskars breytir um stefnu þegar boltinn fer í Sigurð Arnar Magnússon, varnarmann ÍBV. „Við fáum fín færi og við erum með þá í seinni hálfleik. Við fengum svipað mark á okkur í síðasta leik og verðum fara snúa þessu okkur í hag.“ Fyrirliði Eyjamanna, Eiður Aron Sigurbjörnsson, meiddist í upphitun og tók ekki þátt í leiknum. Einnig þurfti Halldór Jón Sigurður Þórðarson að fara út af velli um miðbik fyrri hálfleiks. „Auðvitað er það svekkjandi, en það kemur nýr maður inn og frammistaðan var til staðar. Við vorum fínir í þessum leik, það var alveg klárt. Við vorum aðeins klaufar í byrjun en við skorum frábært mark og fannst við stýra þessum leik meira og minna,“ sagði Hermann. ÍBV situr í ellefta sæti Bestu deildar karla eftir níu umferðir. Liðið hefur tapað fimm leikjum í röð, er með sex stig og skiljanlega er Hermann ekki sáttur með byrjunina á mótinu. „Við erum ekki ánægðir með stigasöfnunina og þetta hefur verið upp og niður. Þetta var þó góð frammistaða og ég var ánægður með strákana, þeir lögðu allt í þetta og fengum fín færi. Við stýrðum þessum leik og pressuðum þá vel og þeir komust í engan takt við leikinn, fyrir utan kannski korter í fyrri hálfleik. Það er mjög sárt að fá ekki neitt hérna,“ bætti Hermann við í lokin. Besta deild karla ÍBV Fylkir Tengdar fréttir Umfjöllun: Fylkir - ÍBV 2-1 | Fimmta tap Eyjamanna í röð Eyjamenn máttu þola sitt fimmta deildartap í röð er liðið heimsótti Fylki í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag. Lokatölur 2-1 og Fylkismenn eru farnir að nálgast efri hluta deildarinnar. 28. maí 2023 19:38 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
„Svekkjandi, en þetta var fín frammistaða. Við vorum betra liðina í heildina, það er klárt. Þannig þetta var svekkjandi en ég var mjög ánægður með margt í okkar leik,“ sagði Hermann skömmu eftir leikinn í dag. Fylkismenn komust yfir snemma í síðari hálfleik með marki frá Óskari Borgþórssyni. Það er heppnisstimpill yfir markinu en skot Óskars breytir um stefnu þegar boltinn fer í Sigurð Arnar Magnússon, varnarmann ÍBV. „Við fáum fín færi og við erum með þá í seinni hálfleik. Við fengum svipað mark á okkur í síðasta leik og verðum fara snúa þessu okkur í hag.“ Fyrirliði Eyjamanna, Eiður Aron Sigurbjörnsson, meiddist í upphitun og tók ekki þátt í leiknum. Einnig þurfti Halldór Jón Sigurður Þórðarson að fara út af velli um miðbik fyrri hálfleiks. „Auðvitað er það svekkjandi, en það kemur nýr maður inn og frammistaðan var til staðar. Við vorum fínir í þessum leik, það var alveg klárt. Við vorum aðeins klaufar í byrjun en við skorum frábært mark og fannst við stýra þessum leik meira og minna,“ sagði Hermann. ÍBV situr í ellefta sæti Bestu deildar karla eftir níu umferðir. Liðið hefur tapað fimm leikjum í röð, er með sex stig og skiljanlega er Hermann ekki sáttur með byrjunina á mótinu. „Við erum ekki ánægðir með stigasöfnunina og þetta hefur verið upp og niður. Þetta var þó góð frammistaða og ég var ánægður með strákana, þeir lögðu allt í þetta og fengum fín færi. Við stýrðum þessum leik og pressuðum þá vel og þeir komust í engan takt við leikinn, fyrir utan kannski korter í fyrri hálfleik. Það er mjög sárt að fá ekki neitt hérna,“ bætti Hermann við í lokin.
Besta deild karla ÍBV Fylkir Tengdar fréttir Umfjöllun: Fylkir - ÍBV 2-1 | Fimmta tap Eyjamanna í röð Eyjamenn máttu þola sitt fimmta deildartap í röð er liðið heimsótti Fylki í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag. Lokatölur 2-1 og Fylkismenn eru farnir að nálgast efri hluta deildarinnar. 28. maí 2023 19:38 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Umfjöllun: Fylkir - ÍBV 2-1 | Fimmta tap Eyjamanna í röð Eyjamenn máttu þola sitt fimmta deildartap í röð er liðið heimsótti Fylki í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag. Lokatölur 2-1 og Fylkismenn eru farnir að nálgast efri hluta deildarinnar. 28. maí 2023 19:38