Heimir: Við spiluðum fyrir fólkið Kári Mímisson skrifar 28. maí 2023 21:59 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Vísir/Diego Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum hæstánægður með 4-3 sigur FH á HK í Kaplakrika nú í kvöld. FH lenti þrisvar sinnum undir í leiknum en náði að jafna í öll skiptin og það var svo Úlfur Ágúst Björnsson sem skoraði sigurmarkið FH-inga hér í kvöld. „Það er frábært að vinna á heimavelli. Við viljum vinna alla leiki hér. Mér fannst við sýna sterkan karakter. Við töluðum um það í hálfleik að við þyrftum að spila betri varnarleik og svo bara byrjaði seinni hálfleikurinn á að Eyþór skorar þetta geggjaða mark eftir langan bolta. Það þarf sterk bein til að koma til baka eftir það en við héldum áfram, skoruðum góð mörk og hefðum getað bætt við fleirum.“ Sagði Heimir strax eftir leik. Varnarleikur FH var oft ekki góður í kvöld. Heimir segist ekki hafa verið sáttur við hann og þá sérstaklega ekki í fyrri hálfleik. Heimir segist aftur á móti hafa verið sáttur við sóknarleik liðsins í kvöld enda lágu FH-ingar í tækifærum á köflum í þessum leik. „Fyrri hálfleikurinn var náttúrulega bara slor. Við getum sagt að við höfum spilað fyrir fólkið. Við vorum frábærir sóknarlega og fyrir utan að skora fjögur mörk þá fengum við svo mikið af opnunum og góða möguleika að það hálfa væri hellingur. Varnarleikur og þá sérstaklega í fyrri hálfleik var ekki til útflutnings. Við vorum allt of langt frá mönnunum okkar, náðum ekki að dekka og náðum ekki að yfirmanna svæðin. Það var bara ekkert sem kom frá okkur varnarlega enda skora þeir verðskuldað tvö mörk í fyrri hálfleiknum og ég held að við höfum bara verið ágætlega heppnir að sleppa með það.“ Gyrðir Hrafn Guðbrandsson hefur komið vel inn í lið FH að undanförnu. Gyrðir skoraði tvö mörk í dag en hann skoraði líka í síðustu umferð gegn ÍBV. Hvað þykir þjálfaranum um frammistöðu Gyrðis? „Hann hefur komið inn og staðið sig vel. Hann er alltaf líklegur til að skora og er með góð hlaup inn í teiginn. Hann hefur staðið sig vel eftir að hann kom til okkar. Það er engin spurning.“ Heimir snýr aftur á Hlíðarenda í næstu umferð þegar FH mætir Val. Hvernig leggst það í Heimi og hans föruneyti? „Það leggst bara vel í mig. Valur er með frábært lið og við þurfum bara að undirbúa það vel að mæta þeim. Nú fer maður bara á morgun í Víkina að horfa á Víking gegn Val.“ Besta deild karla FH HK Tengdar fréttir Leik lokið: FH - HK 4-3 | FH-ingar upp fyrir HK eftir sjö marka leik FH-ingar unnu mikilvægan sigur er liðið tók á móti nýliðum HK í Hafnarfirðinu í kvöld. Lokatölur 4-3 í leik þar sem HK-ingar tóku forystuna í þrígang. 28. maí 2023 21:10 Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Sjá meira
„Það er frábært að vinna á heimavelli. Við viljum vinna alla leiki hér. Mér fannst við sýna sterkan karakter. Við töluðum um það í hálfleik að við þyrftum að spila betri varnarleik og svo bara byrjaði seinni hálfleikurinn á að Eyþór skorar þetta geggjaða mark eftir langan bolta. Það þarf sterk bein til að koma til baka eftir það en við héldum áfram, skoruðum góð mörk og hefðum getað bætt við fleirum.“ Sagði Heimir strax eftir leik. Varnarleikur FH var oft ekki góður í kvöld. Heimir segist ekki hafa verið sáttur við hann og þá sérstaklega ekki í fyrri hálfleik. Heimir segist aftur á móti hafa verið sáttur við sóknarleik liðsins í kvöld enda lágu FH-ingar í tækifærum á köflum í þessum leik. „Fyrri hálfleikurinn var náttúrulega bara slor. Við getum sagt að við höfum spilað fyrir fólkið. Við vorum frábærir sóknarlega og fyrir utan að skora fjögur mörk þá fengum við svo mikið af opnunum og góða möguleika að það hálfa væri hellingur. Varnarleikur og þá sérstaklega í fyrri hálfleik var ekki til útflutnings. Við vorum allt of langt frá mönnunum okkar, náðum ekki að dekka og náðum ekki að yfirmanna svæðin. Það var bara ekkert sem kom frá okkur varnarlega enda skora þeir verðskuldað tvö mörk í fyrri hálfleiknum og ég held að við höfum bara verið ágætlega heppnir að sleppa með það.“ Gyrðir Hrafn Guðbrandsson hefur komið vel inn í lið FH að undanförnu. Gyrðir skoraði tvö mörk í dag en hann skoraði líka í síðustu umferð gegn ÍBV. Hvað þykir þjálfaranum um frammistöðu Gyrðis? „Hann hefur komið inn og staðið sig vel. Hann er alltaf líklegur til að skora og er með góð hlaup inn í teiginn. Hann hefur staðið sig vel eftir að hann kom til okkar. Það er engin spurning.“ Heimir snýr aftur á Hlíðarenda í næstu umferð þegar FH mætir Val. Hvernig leggst það í Heimi og hans föruneyti? „Það leggst bara vel í mig. Valur er með frábært lið og við þurfum bara að undirbúa það vel að mæta þeim. Nú fer maður bara á morgun í Víkina að horfa á Víking gegn Val.“
Besta deild karla FH HK Tengdar fréttir Leik lokið: FH - HK 4-3 | FH-ingar upp fyrir HK eftir sjö marka leik FH-ingar unnu mikilvægan sigur er liðið tók á móti nýliðum HK í Hafnarfirðinu í kvöld. Lokatölur 4-3 í leik þar sem HK-ingar tóku forystuna í þrígang. 28. maí 2023 21:10 Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Sjá meira
Leik lokið: FH - HK 4-3 | FH-ingar upp fyrir HK eftir sjö marka leik FH-ingar unnu mikilvægan sigur er liðið tók á móti nýliðum HK í Hafnarfirðinu í kvöld. Lokatölur 4-3 í leik þar sem HK-ingar tóku forystuna í þrígang. 28. maí 2023 21:10