Veður

Gular viðvaranir vestanlands en hlýtt austanlands

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Gular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út vegna hvassviðris.
Gular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út vegna hvassviðris. vísir/vilhelm

Gular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út á Norður- og Norðvesturlandi vegna hvassviðris. Búast má við 15-20 m/s víða og vindhviðum yfir 25 m/s við fjöll. Á Austurlandi gæti hiti farið í 20 stigin.

Á vef Veðurstofunnar segir að varasamt ferðaveður sé á þessum landshlutum fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Fólk er hvatt til að huga að lausamunum. 

Víða verður súld eða rigning og hiti 7 til 12 stig, en birtir upp norðaustan- og austanlands með hita að 20 stigum þar. Þá á að draga úr vindi og úrkomu eftir hádegi á morgun.

Úrkoma og vindur á að minnka um og eftir miðja vikuna þegar fyrirstöðuhæð stödd suður í hafa á að þokast norður á bóginn, nær landinu. Áttin verður áfram vestlæg en búast má við björtum og hlýjum dögum Austanlands.

Gular viðvaranir eru á Vestfjörðum og Norður- og Norðvesturlandiveðurstofan



Fleiri fréttir

Sjá meira


×