Flutti austur á land vegna góða veðursins Máni Snær Þorláksson skrifar 30. maí 2023 17:09 Snædís Snorradóttir býr nú á Austurlandi en þar var sumarsól og blíða í dag. Instagram Snædís Snorradóttir, verkefnastjóri kynningarmála hjá Múlaþingi, segir að hún hafi ákveðið að flytja austur á land eftir að hafa upplifað góða veðrið þar fyrir tveimur árum síðan. Hún flutti til Egilsstaða með fjölskylduna sína um sumarið í fyrra og sér ekki eftir því, sérstaklega ekki í góða veðrinu sem er þar í dag. Heiðskýrt og sautján stiga hiti er því miður ekki veðurspá sem er nógu algeng hér á landi. Það er þó raunin á Egilsstöðum í dag. Á Austurlandi virðist svipaðar spár verða sífellt algengari um sumartímann og er einmitt spáð frábæru veðri þar á morgun. „Ég get nú alveg sagt þér það að það er svo heitt hérna inni á skrifstofu hjá mér að ég ætlaði að fara út að kæla mig en það gekk ekki. Það má eiginlega segja að við höfum bara farið úr dúnúlpunni og í stuttbuxurnar, þetta gerðist bara einn, tveir og þrír,“ segir Snædís í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Nokkuð háum hita er spáð fyrir austan á næstu dögum þó svo að það eigi ekki að vera heiðskýrt alla dagana. Snædís bendir þó á að það er spáð tuttugu og eins gráðu hita í næstu viku. „Tölurnar eru gríðarlega háar, það er meira að segja búið að vera það þurrt hérna hjá okkur að í gær var svolítið svona sandmistur yfir öllu. Það er ekki búið að rigna svo lengi að það er bara kominn þurrkur í lok maí, það er óvanalegt.“ Snædís segist einmitt hafa tekið ákvörðun um að flytja austur á land eftir að hafa verið þar í góða veðrinu. „Sumarið 2021, ógleymanlegt sólarsumar hérna á Austfjörðum, það var í rauninni kveikurinn að því að ég ákvað að flytja bara hreinlega til Egilsstaða,“ segir hún. „Ég er fædd og uppalin í Reykjavík en ég flutti síðasta sumar með fjölskylduna og allt austur til þess að auka lífsgæðin og njóta veðurblíðunnar, hvort sem það væri á sumrin og veturnar. Því við erum með snjóinn á veturnar og sólina á sumrin, mér finnst eiginlega að þannig eigi það að vera.“ Veður Múlaþing Mest lesið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Fleiri fréttir Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Sjá meira
Heiðskýrt og sautján stiga hiti er því miður ekki veðurspá sem er nógu algeng hér á landi. Það er þó raunin á Egilsstöðum í dag. Á Austurlandi virðist svipaðar spár verða sífellt algengari um sumartímann og er einmitt spáð frábæru veðri þar á morgun. „Ég get nú alveg sagt þér það að það er svo heitt hérna inni á skrifstofu hjá mér að ég ætlaði að fara út að kæla mig en það gekk ekki. Það má eiginlega segja að við höfum bara farið úr dúnúlpunni og í stuttbuxurnar, þetta gerðist bara einn, tveir og þrír,“ segir Snædís í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Nokkuð háum hita er spáð fyrir austan á næstu dögum þó svo að það eigi ekki að vera heiðskýrt alla dagana. Snædís bendir þó á að það er spáð tuttugu og eins gráðu hita í næstu viku. „Tölurnar eru gríðarlega háar, það er meira að segja búið að vera það þurrt hérna hjá okkur að í gær var svolítið svona sandmistur yfir öllu. Það er ekki búið að rigna svo lengi að það er bara kominn þurrkur í lok maí, það er óvanalegt.“ Snædís segist einmitt hafa tekið ákvörðun um að flytja austur á land eftir að hafa verið þar í góða veðrinu. „Sumarið 2021, ógleymanlegt sólarsumar hérna á Austfjörðum, það var í rauninni kveikurinn að því að ég ákvað að flytja bara hreinlega til Egilsstaða,“ segir hún. „Ég er fædd og uppalin í Reykjavík en ég flutti síðasta sumar með fjölskylduna og allt austur til þess að auka lífsgæðin og njóta veðurblíðunnar, hvort sem það væri á sumrin og veturnar. Því við erum með snjóinn á veturnar og sólina á sumrin, mér finnst eiginlega að þannig eigi það að vera.“
Veður Múlaþing Mest lesið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Fleiri fréttir Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Sjá meira