Sevilla vann Evrópudeildina eftir vítaspyrnukeppni 31. maí 2023 22:21 Leikmenn Sevilla fögnuðu vel í leikslok. Vísir/Getty Sevilla er sigurvegari Evrópudeildarinnar í enn eitt skiptið eftir sigur á Roma í vítaspyrnukeppni í kvöld. Þetta er í sjöunda skipti sem Sevilla vinnur sigur í keppninni. Leikurinn í kvöld fór fram á Puskas Arena í Ungverjalandi en Sevilla er sigursælasta lið keppninnar frá upphafi. Roma er undir stjórn Jose Mourinho sem freistaði þess að bæta enn einum titlinum í sitt magnaða bikarasafn. Nemanja Matic hjálpar Fernando í leikum.Vísir/Vilhelm Það voru Rómverjar sem komust yfir í leiknum í kvöld. Paulo Dybala skoraði þá á 34. mínútu leiksins og staðan í hálfleik var 1-0. Eftir tíu mínútna leik jafnaði Sevilla eftir sjálfsmark frá Gianluca Mancini og allt orðið jafnt. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1 og sömuleiðis eftir framlenginguna. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Lucas Ocampos og Bryan Christante skoruðu í fyrstu umferðinni líkt og Erik Lamela gerði fyrir Sevilla í annarri umferð. Þá klikkaði hins vegar Mancini á sinni spyrnu, ekki góður dagur hjá honum í dag. Leikmenn Sevilla í vítaspyrnukeppninni.Vísir/Vilhelm Ivan Rakitic kom Sevilla í 3-1 með því að skora úr þriðju spyrnu Sevilla en Roger Ibanez misnotaði næstu spyrnu Roma og spænska liðið í kjörstöðu. Gonzalo Montiel, sem tryggði Argentínu sigurinn á heimsmeistaramótinu með því að skora úr síðustu spyrnu liðsins í úrslitum gegn Frökkum, steig næst á punktinn og gat tryggt titilinn. Hann klikkaði en fékk að taka spyrnuna aftur þar sem markvörðurinn Rui Patricio steig yfir línuna í spyrnunni. Montiel klikkaði ekki í annað sinn og tryggði Sevilla þriðja sigur sinn í keppninni við mikinn fögnuð stuðningsmanna liðsins. Evrópudeild UEFA
Sevilla er sigurvegari Evrópudeildarinnar í enn eitt skiptið eftir sigur á Roma í vítaspyrnukeppni í kvöld. Þetta er í sjöunda skipti sem Sevilla vinnur sigur í keppninni. Leikurinn í kvöld fór fram á Puskas Arena í Ungverjalandi en Sevilla er sigursælasta lið keppninnar frá upphafi. Roma er undir stjórn Jose Mourinho sem freistaði þess að bæta enn einum titlinum í sitt magnaða bikarasafn. Nemanja Matic hjálpar Fernando í leikum.Vísir/Vilhelm Það voru Rómverjar sem komust yfir í leiknum í kvöld. Paulo Dybala skoraði þá á 34. mínútu leiksins og staðan í hálfleik var 1-0. Eftir tíu mínútna leik jafnaði Sevilla eftir sjálfsmark frá Gianluca Mancini og allt orðið jafnt. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1 og sömuleiðis eftir framlenginguna. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Lucas Ocampos og Bryan Christante skoruðu í fyrstu umferðinni líkt og Erik Lamela gerði fyrir Sevilla í annarri umferð. Þá klikkaði hins vegar Mancini á sinni spyrnu, ekki góður dagur hjá honum í dag. Leikmenn Sevilla í vítaspyrnukeppninni.Vísir/Vilhelm Ivan Rakitic kom Sevilla í 3-1 með því að skora úr þriðju spyrnu Sevilla en Roger Ibanez misnotaði næstu spyrnu Roma og spænska liðið í kjörstöðu. Gonzalo Montiel, sem tryggði Argentínu sigurinn á heimsmeistaramótinu með því að skora úr síðustu spyrnu liðsins í úrslitum gegn Frökkum, steig næst á punktinn og gat tryggt titilinn. Hann klikkaði en fékk að taka spyrnuna aftur þar sem markvörðurinn Rui Patricio steig yfir línuna í spyrnunni. Montiel klikkaði ekki í annað sinn og tryggði Sevilla þriðja sigur sinn í keppninni við mikinn fögnuð stuðningsmanna liðsins.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti