Síðasta frétt Gaupa: Með Birki Má á heimavelli í Eskihlíðinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júní 2023 07:32 Guðjón Guðmundsson og Birkir Már Sævarsson í Eskihlíðinni. stöð 2 Í síðustu frétt sinni fyrir Stöð 2 ræddi Guðjón Guðmundsson, Gaupi, við Valsmanninn Birki Már Sævarsson á heimavelli þeirra beggja í Eskihlíðinni. Gaupi las sinn síðasta fréttatíma á Stöð 2 í gær en hann hefur látið af störfum eftir rúmlega þrjátíu ára farsælan feril. Það var kannski viðeigandi að í síðasta fréttatímanum hafi Gaupi fjallað um oddaleik ÍBV og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta, íþróttinni sem er honum svo kær. Og svo var punkturinn yfir i-ið; viðtal við Birki Má í Eskihlíðinni þar sem Gaupi fylgdist með honum æfa sig í fótbolta frá því hann var krakki. „Í þessum garði, Eskihlíð fjórtán, hófst ferilinn,“ sagði Gaupi við Birki Má þegar þeir félagar voru komnir út í garð. „Hér var mikið spilað, einhverjar rúður brotnar og maður slípaði sig til hérna,“ sagði Birkir Már. Klippa: Síðasta frétt Gaupa En hvar vaknaði áhuginn á fótbolta, var hann sjálfsprottinn? „Þetta er fjölskyldusportið. Manni var nú líklega ýtt út í þetta til að byrja með en síðan voru allir í kringum mig í fótbolta þannig að þetta varð eðlilegt. Við gerðum lítið annað en að spila fótbolta. Við fundum svona garð, bjuggum til tvö mörk með úlpum eða peysum, skiptum í tvö lið og byrjuðum svo,“ svaraði Birkir Már, vindurinn sjálfur. „En hvenær verður logn í fótboltanum hjá þér?“ spurði Gaupi Birki Má. „Það er óráðið ennþá. Ég er ekkert farinn að hugsa út í það. Ég reyni bara að taka einn leik fyrir í einu og næsti leikur er á föstudaginn. Eins og staðan er í dag er það þannig. Það geta komið meiðsli sem maður kemst ekki til baka úr þegar maður er orðinn svona gamall þannig ég reyni bara að njóta þess að spila þessa leiki, hvort sem það er einn leikur eða fimmtíu. Ég veit það ekki. Mér finnst fínt að hugsa þetta þannig,“ svaraði Birki Már. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá þá Gaupa rölta niður slóð minninganna í síðustu frétt meistarans sjálfs sem á engan sinn líkan. Besta deild karla Valur Fjölmiðlar Tímamót Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira
Gaupi las sinn síðasta fréttatíma á Stöð 2 í gær en hann hefur látið af störfum eftir rúmlega þrjátíu ára farsælan feril. Það var kannski viðeigandi að í síðasta fréttatímanum hafi Gaupi fjallað um oddaleik ÍBV og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta, íþróttinni sem er honum svo kær. Og svo var punkturinn yfir i-ið; viðtal við Birki Má í Eskihlíðinni þar sem Gaupi fylgdist með honum æfa sig í fótbolta frá því hann var krakki. „Í þessum garði, Eskihlíð fjórtán, hófst ferilinn,“ sagði Gaupi við Birki Má þegar þeir félagar voru komnir út í garð. „Hér var mikið spilað, einhverjar rúður brotnar og maður slípaði sig til hérna,“ sagði Birkir Már. Klippa: Síðasta frétt Gaupa En hvar vaknaði áhuginn á fótbolta, var hann sjálfsprottinn? „Þetta er fjölskyldusportið. Manni var nú líklega ýtt út í þetta til að byrja með en síðan voru allir í kringum mig í fótbolta þannig að þetta varð eðlilegt. Við gerðum lítið annað en að spila fótbolta. Við fundum svona garð, bjuggum til tvö mörk með úlpum eða peysum, skiptum í tvö lið og byrjuðum svo,“ svaraði Birkir Már, vindurinn sjálfur. „En hvenær verður logn í fótboltanum hjá þér?“ spurði Gaupi Birki Má. „Það er óráðið ennþá. Ég er ekkert farinn að hugsa út í það. Ég reyni bara að taka einn leik fyrir í einu og næsti leikur er á föstudaginn. Eins og staðan er í dag er það þannig. Það geta komið meiðsli sem maður kemst ekki til baka úr þegar maður er orðinn svona gamall þannig ég reyni bara að njóta þess að spila þessa leiki, hvort sem það er einn leikur eða fimmtíu. Ég veit það ekki. Mér finnst fínt að hugsa þetta þannig,“ svaraði Birki Már. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá þá Gaupa rölta niður slóð minninganna í síðustu frétt meistarans sjálfs sem á engan sinn líkan.
Besta deild karla Valur Fjölmiðlar Tímamót Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira