Örlög besta íslenska CrossFit fólksins ráðast í Berlín næstu daga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2023 08:01 Anníe Mist Þórisdóttir á möguleika á að vinna sér keppnisrétt á þrettándu heimsleikunum þar af í tólfta skiptið í einstaklingskeppninni. Instagram/@anniethorisdottir Ísland á marga flotta keppendur í undanúrslitamóti Evrópu þar sem verður barist um laus sæti á heimsleikunum í Madison í haust. Allt besta CrossFit fólkið frá Evrópu vann sér sæti á þessu gríðarlega sterka móti með frammistöðu sinni í fjórðungsúrslitunum. Evrópska fólkið stóð sig það vel í síðasta hluta undankeppni heimsleikanna að Evrópa fékk aukasæti í bæði karla- og kvennaflokki. Það verða því ellefu heimsleikasæti í boði í undanúrslitamótinu í Berlín um helgina en keppni hefst í liðakeppni í dag og svo í einstaklingskeppninni á morgun. Sextíu karlar og sextíu konur ætla sér að komast til Madison í gegnum Evrópu og þar á meðal er okkar besta fólk. Fjórar íslenskar konur og Björgvin Karl Guðmundsson (annar í fjórðungsúrslitum Evrópu) keppa um um þessi sæti. Konurnar eru Þuríður Erla Helgadóttir, Anníe Mist Þórisdóttir, Sara Sigmundsdóttir og Sólveig Sigurðardóttir. Þau voru öll inn á topp sextán í fjórðungshlutanum þar af öll nema Sólveig inn á topp tíu. Björgvin Karl, Þuríður Erla og Sólveig eiga möguleika á því að komast aftur í einstaklingsúrslit heimsleikanna alveg eins og í fyrra. Þá er eitt lið líka að reyna að komast á heimsleikana en það er lið frá Crossfit Sport sem er að keppa í Berlín. Keppendur liðsns eru þau Ragnar Ingi Klemenzson, Andrea Ingibjörg Orradóttir, Steinunn Anna Svansdóttir, Viktor Ólafsson, Davíð Björnsson og Ingunn Lúðvíksdóttir. Það er því óhætt að vera bjartsýn á það að Ísland eignist fleiri keppendur á heimsleikunum. Þrír Íslendingar hafa þegar tryggt sér sæti á heimsleikunum, Katrín Tanja Davíðsdóttir í meistaraflokki kvenna, Bergrós Björnsdóttir í unglingaflokki og Breki Þórðarson í flokki fatlaðra. Katrín Tanja vann sér sæti í gegnum undaúrslitamóti vesturhluta Norður-Ameríku en hún keppir undir fána Bandaríkjanna á þessum heimsleikum þótt við eignum okkur hana að sjálfsögðu áfram. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Í beinni: ÍR - Grótta | Komið að kveðjustund? Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Sjá meira
Allt besta CrossFit fólkið frá Evrópu vann sér sæti á þessu gríðarlega sterka móti með frammistöðu sinni í fjórðungsúrslitunum. Evrópska fólkið stóð sig það vel í síðasta hluta undankeppni heimsleikanna að Evrópa fékk aukasæti í bæði karla- og kvennaflokki. Það verða því ellefu heimsleikasæti í boði í undanúrslitamótinu í Berlín um helgina en keppni hefst í liðakeppni í dag og svo í einstaklingskeppninni á morgun. Sextíu karlar og sextíu konur ætla sér að komast til Madison í gegnum Evrópu og þar á meðal er okkar besta fólk. Fjórar íslenskar konur og Björgvin Karl Guðmundsson (annar í fjórðungsúrslitum Evrópu) keppa um um þessi sæti. Konurnar eru Þuríður Erla Helgadóttir, Anníe Mist Þórisdóttir, Sara Sigmundsdóttir og Sólveig Sigurðardóttir. Þau voru öll inn á topp sextán í fjórðungshlutanum þar af öll nema Sólveig inn á topp tíu. Björgvin Karl, Þuríður Erla og Sólveig eiga möguleika á því að komast aftur í einstaklingsúrslit heimsleikanna alveg eins og í fyrra. Þá er eitt lið líka að reyna að komast á heimsleikana en það er lið frá Crossfit Sport sem er að keppa í Berlín. Keppendur liðsns eru þau Ragnar Ingi Klemenzson, Andrea Ingibjörg Orradóttir, Steinunn Anna Svansdóttir, Viktor Ólafsson, Davíð Björnsson og Ingunn Lúðvíksdóttir. Það er því óhætt að vera bjartsýn á það að Ísland eignist fleiri keppendur á heimsleikunum. Þrír Íslendingar hafa þegar tryggt sér sæti á heimsleikunum, Katrín Tanja Davíðsdóttir í meistaraflokki kvenna, Bergrós Björnsdóttir í unglingaflokki og Breki Þórðarson í flokki fatlaðra. Katrín Tanja vann sér sæti í gegnum undaúrslitamóti vesturhluta Norður-Ameríku en hún keppir undir fána Bandaríkjanna á þessum heimsleikum þótt við eignum okkur hana að sjálfsögðu áfram. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Í beinni: ÍR - Grótta | Komið að kveðjustund? Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Sjá meira