Umfjöllun og viðtöl: Fram - Keflavík 4-1 | Fred frábær þegar Fram komst úr fallsæti Hjörvar Ólafsson skrifar 2. júní 2023 21:05 Frammarar unnu langþráðan sigur. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Fram hífði sig frá fallsvæði Bestu deildar karla í fótbolta með 4-1 sigri sínum gegn Keflavík í 10. umferð deildarinnar á Framvellinum í Úlfarsárdal í kvöld. Eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik var það Fred sem gladdi auga stuðningsmanna Framliðsins með glæsilegu marki sínu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Fred fékk tíma og pláss til þess að athafna sig eftir laglegt samspil á miðsvæðinu. Fred lét skotið ríða af nokkrum metrum fyrir utan vítateig Keflavíkur og boltinn söng í samskeytunum. Það var svo meira fjör í seinni hálfleik en eftir tæplega klukkutíma leik tvöfaldaði Aron Jóhannsson forystu Fram eftir góðan undirbúning Fred. Aron skoraði af stuttu færi eftir að Fred hafði brotist upp hægri kantinn og sent boltann fyrir á hann. Keflvíkingar minnkuðu muninn þegar rúmar 20 mínútur voru eftir af leiknum. Sindri Þór Guðmundsson nældi þá í vítaspyrnu þegar Tiago nartaði í hæla hans. Stefán Alexander Ljubicic skilaði boltanum rétta leið. Mikill kraftur var í Keflavíkurliðinu í kjölfar marksins hjá Ljubicic en Frammarar slökktu vonarneistar gestanna um að fá eitthvað út úr leiknum með tveimur mörkum á lokakafla leiksins. Tæplgea tíu mínútum fyrir leikslok skallað Delphin Tshiembe hornspyrnu Magnúsar Þórðarson í netið. Fred kórónaði svo frábæra frammistöðu sína í leiknum með snotru marki sínu undir lokin. Tiago sendi þá samlanda sinn í gegn og Fred vippaði boltanum huggulega í markið. Fram kemst upp í sjöuinda sæti með 11 stig með þessum sigri en Keflavík er á botni deildarinnar með sex stig. Fred og Tiago léku vel í framlínu Fram. Vísir/Hulda Margrét Jón Þórir: Flott spilamennska hjá leikmönnum mínum „Þetta var flott frammistaða hjá okkur og sanngjarn sigur að mínu mati. Við hefðum getað skorað fleiri mörk í þessum leik og það var óþarfi að hleypa þeim inn í leikinn. Það kemur smá skjálfti í okkur þegar þeir minnka muninn en við náðum sem betur fer að róa taugarnar með tveimur mörkum undir lok leiksins,“ sagði Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram. „Fred var mjög góður í þessum leik eins og hann hefur bara verið í allt sumar. Við vorum ógnandi í sóknaraðgerðum okkar og fengum fjölmörg færi. Svo náðum við jafnvægi í okkar leik og varnarleikurinn var bara nokkuð þéttur líka,“ sagði Jón Þórir um mann leiksins. „Það var margt í þessum leik sem við getum tekið með okkur í næstu verkefni. Við fengum flottar frammistöður hjá mörgum leikmönnum og bragurinn á liðinu var bara heilt yfir verulega jákvæður,“ sagði þjálfari Framliðsins. Jón Þórir Sveinsson var kampakátur að leik loknum. Vísir/Hulda Margrét Sigurður Ragnar: Vorum ragir þar til við lentum undir „Mér fannst úrslitin ekki gefa rétta mynd af leiknum. Það var blaut tuska í andlitið að fá á okkur mark rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og það er vonbrigði að ná ekki að svara því í upphafi seinni hálfleiks. Mörkin sem við fáum á okkur eru alltof ódýr og það hefði verið auðvelt að koma í veg fyrir þau öll,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur. „Ég er ósáttur við hvað við vorum ragir við að spila boltanum út úr pressu og það var ekki fyrr en við vorum pressulausir í stöðunni 2-0 að við komum út úr skelinni. Mér fannst varamennirnir koma með kraft inn í leikinn og það var lífsmark með okkur í kjölfari marksins sem við skoruðum. Sá kafli var hins vegar of stuttur,“ sagði Sigurður Ragnar um lærisveina sína. „Ég er að vona það að við fáum einhverja af þeim leikmönnum sem eru á meiðslalistanum inn eftir landsleikjahléið. Það eru níu dagar í næsta leik og ég er vongóður um að einhverjir verði klárir í slaginn þegar þar að kemur. Það verður hins vegar bara að koma í ljós,“ sagði hann um framhaldið. Sigurður Ragnar Eyjólfsson var ekki ánægður með varnarleik sinna manna. Vísir/Pawel Af hverju vann Fram? Frammarar sköpuðu fleiri færi í þessari viðureign þá sérstaklega í seinni hálfleik en Fred byrjaði partýið undir lok fyrri hálfleiks og var aðalmaðurinn í veislunni í seinni hálfleik. Spilkaflar Framliðsins voru fleiri og sóknir heimamanna hættulegri. Hverjir sköruðu fram úr? Fred var potturinn og pannan í sóknarleik Fram en Tiago veitti honum einnig drjúa hjálparhönd við að skapa færi. Hlynur Atli Magnússon varði vörn sína vel og Aron Jóhannsson gerði vel í markinu sem hann skoraði. Varnarlín Fram gaf svo fá færi á sér. Hvað gekk illa? Keflavík hafði náð að þétta raðirnar í síðustu tveimur leikjum sínum en í kvöld opnuðus flóðgáttir. Frammarar þurftu ekki að hafa mikið fyrir þeim mörkum sem þeir skoruðu. Sóknarleikur Keflavíkur var svo ekki upp á marga fiska en liðið skoraði sitt sjötta mark í deildinni í sumar í kvöld sem er áhyggjuefni. Hvað gerist næst? Fram undan er landsleikjahlé en eftir það sækir Fram topplið deildarinnar, Víking, heim sunnudaginn 11. júní og sama dag fær Keflavík svo Stjörnuna í heimsókn. Besta deild karla Fram Keflavík ÍF
Fram hífði sig frá fallsvæði Bestu deildar karla í fótbolta með 4-1 sigri sínum gegn Keflavík í 10. umferð deildarinnar á Framvellinum í Úlfarsárdal í kvöld. Eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik var það Fred sem gladdi auga stuðningsmanna Framliðsins með glæsilegu marki sínu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Fred fékk tíma og pláss til þess að athafna sig eftir laglegt samspil á miðsvæðinu. Fred lét skotið ríða af nokkrum metrum fyrir utan vítateig Keflavíkur og boltinn söng í samskeytunum. Það var svo meira fjör í seinni hálfleik en eftir tæplega klukkutíma leik tvöfaldaði Aron Jóhannsson forystu Fram eftir góðan undirbúning Fred. Aron skoraði af stuttu færi eftir að Fred hafði brotist upp hægri kantinn og sent boltann fyrir á hann. Keflvíkingar minnkuðu muninn þegar rúmar 20 mínútur voru eftir af leiknum. Sindri Þór Guðmundsson nældi þá í vítaspyrnu þegar Tiago nartaði í hæla hans. Stefán Alexander Ljubicic skilaði boltanum rétta leið. Mikill kraftur var í Keflavíkurliðinu í kjölfar marksins hjá Ljubicic en Frammarar slökktu vonarneistar gestanna um að fá eitthvað út úr leiknum með tveimur mörkum á lokakafla leiksins. Tæplgea tíu mínútum fyrir leikslok skallað Delphin Tshiembe hornspyrnu Magnúsar Þórðarson í netið. Fred kórónaði svo frábæra frammistöðu sína í leiknum með snotru marki sínu undir lokin. Tiago sendi þá samlanda sinn í gegn og Fred vippaði boltanum huggulega í markið. Fram kemst upp í sjöuinda sæti með 11 stig með þessum sigri en Keflavík er á botni deildarinnar með sex stig. Fred og Tiago léku vel í framlínu Fram. Vísir/Hulda Margrét Jón Þórir: Flott spilamennska hjá leikmönnum mínum „Þetta var flott frammistaða hjá okkur og sanngjarn sigur að mínu mati. Við hefðum getað skorað fleiri mörk í þessum leik og það var óþarfi að hleypa þeim inn í leikinn. Það kemur smá skjálfti í okkur þegar þeir minnka muninn en við náðum sem betur fer að róa taugarnar með tveimur mörkum undir lok leiksins,“ sagði Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram. „Fred var mjög góður í þessum leik eins og hann hefur bara verið í allt sumar. Við vorum ógnandi í sóknaraðgerðum okkar og fengum fjölmörg færi. Svo náðum við jafnvægi í okkar leik og varnarleikurinn var bara nokkuð þéttur líka,“ sagði Jón Þórir um mann leiksins. „Það var margt í þessum leik sem við getum tekið með okkur í næstu verkefni. Við fengum flottar frammistöður hjá mörgum leikmönnum og bragurinn á liðinu var bara heilt yfir verulega jákvæður,“ sagði þjálfari Framliðsins. Jón Þórir Sveinsson var kampakátur að leik loknum. Vísir/Hulda Margrét Sigurður Ragnar: Vorum ragir þar til við lentum undir „Mér fannst úrslitin ekki gefa rétta mynd af leiknum. Það var blaut tuska í andlitið að fá á okkur mark rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og það er vonbrigði að ná ekki að svara því í upphafi seinni hálfleiks. Mörkin sem við fáum á okkur eru alltof ódýr og það hefði verið auðvelt að koma í veg fyrir þau öll,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur. „Ég er ósáttur við hvað við vorum ragir við að spila boltanum út úr pressu og það var ekki fyrr en við vorum pressulausir í stöðunni 2-0 að við komum út úr skelinni. Mér fannst varamennirnir koma með kraft inn í leikinn og það var lífsmark með okkur í kjölfari marksins sem við skoruðum. Sá kafli var hins vegar of stuttur,“ sagði Sigurður Ragnar um lærisveina sína. „Ég er að vona það að við fáum einhverja af þeim leikmönnum sem eru á meiðslalistanum inn eftir landsleikjahléið. Það eru níu dagar í næsta leik og ég er vongóður um að einhverjir verði klárir í slaginn þegar þar að kemur. Það verður hins vegar bara að koma í ljós,“ sagði hann um framhaldið. Sigurður Ragnar Eyjólfsson var ekki ánægður með varnarleik sinna manna. Vísir/Pawel Af hverju vann Fram? Frammarar sköpuðu fleiri færi í þessari viðureign þá sérstaklega í seinni hálfleik en Fred byrjaði partýið undir lok fyrri hálfleiks og var aðalmaðurinn í veislunni í seinni hálfleik. Spilkaflar Framliðsins voru fleiri og sóknir heimamanna hættulegri. Hverjir sköruðu fram úr? Fred var potturinn og pannan í sóknarleik Fram en Tiago veitti honum einnig drjúa hjálparhönd við að skapa færi. Hlynur Atli Magnússon varði vörn sína vel og Aron Jóhannsson gerði vel í markinu sem hann skoraði. Varnarlín Fram gaf svo fá færi á sér. Hvað gekk illa? Keflavík hafði náð að þétta raðirnar í síðustu tveimur leikjum sínum en í kvöld opnuðus flóðgáttir. Frammarar þurftu ekki að hafa mikið fyrir þeim mörkum sem þeir skoruðu. Sóknarleikur Keflavíkur var svo ekki upp á marga fiska en liðið skoraði sitt sjötta mark í deildinni í sumar í kvöld sem er áhyggjuefni. Hvað gerist næst? Fram undan er landsleikjahlé en eftir það sækir Fram topplið deildarinnar, Víking, heim sunnudaginn 11. júní og sama dag fær Keflavík svo Stjörnuna í heimsókn.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti