Manchester United þarf að vinna til að vernda eigin arfleið Smári Jökull Jónsson skrifar 3. júní 2023 10:00 Pep Guardiola og Erik Ten Hag mætast í úrslitaleik FA-bikarsins í dag. Vísir/Getty Manchester United og Manchester City mætast í dag í úrslitaleik enska FA-bikarsins. Manchester City á möguleika á að vinna þrennuna en nágrannar þeirra eru þeir einu sem hafa náð því áður. Leik Manchester United og Manchester City er dag er beðið með mikilli eftirvæntingu enda í fyrsta sinn sem þessi nágrannalið mætast í úrslitum FA-bikarsins. Leikurinn hefst klukkan 14:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 en upphitun hefst klukkan 13:30. Manchester City er nú þegar orðið enskur meistari og einnig komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem þeir mæta Inter frá Ítalíu í úrslitaleik um næstu helgi. Manchester City á því möguleika á að vinna þrennuna líkt og nágrannar þeirra í United gerðu árið 1999 eins og frægt er. Vinni City þrennuna fellur óneitanlega smá skuggi á þrennu United frá 1999. Það er ekki alveg eins að afreka eitthvað ef einhver annar gerir það líka, sérstaklega ef við tökum inn í myndina að City náði í tuttugu fleiri stig í úrvalsdeildinni á þessu ári heldur en United gerði fyrir tuttugu og fjórum árum síðan. Það er því ekki bara bikar í húfi í dag heldur fær United tækifæri til að vernda eigin arfleið með sigri. Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri United, gefur þó lítið fyrir þetta og vill að leikmenn United einblíni á að liðið gæti unnið sinn annan titil á tímabilinu. „Við viljum vinna bikar. Þetta snýst ekki um að stoppa þá. Þetta snýst um að við vinnum bikar,“ sagði Ten Hag í viðtali við Skysports. Leikur Manchester City og Manchester United verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 í dag. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 13:30. Enski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira
Leik Manchester United og Manchester City er dag er beðið með mikilli eftirvæntingu enda í fyrsta sinn sem þessi nágrannalið mætast í úrslitum FA-bikarsins. Leikurinn hefst klukkan 14:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 en upphitun hefst klukkan 13:30. Manchester City er nú þegar orðið enskur meistari og einnig komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem þeir mæta Inter frá Ítalíu í úrslitaleik um næstu helgi. Manchester City á því möguleika á að vinna þrennuna líkt og nágrannar þeirra í United gerðu árið 1999 eins og frægt er. Vinni City þrennuna fellur óneitanlega smá skuggi á þrennu United frá 1999. Það er ekki alveg eins að afreka eitthvað ef einhver annar gerir það líka, sérstaklega ef við tökum inn í myndina að City náði í tuttugu fleiri stig í úrvalsdeildinni á þessu ári heldur en United gerði fyrir tuttugu og fjórum árum síðan. Það er því ekki bara bikar í húfi í dag heldur fær United tækifæri til að vernda eigin arfleið með sigri. Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri United, gefur þó lítið fyrir þetta og vill að leikmenn United einblíni á að liðið gæti unnið sinn annan titil á tímabilinu. „Við viljum vinna bikar. Þetta snýst ekki um að stoppa þá. Þetta snýst um að við vinnum bikar,“ sagði Ten Hag í viðtali við Skysports. Leikur Manchester City og Manchester United verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 í dag. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 13:30.
Enski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira