„Stundum betri, stundum verri“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. júní 2023 18:00 Hjónin Egill Ólafsson og Tinna Gunnlaugsdóttir. Vísir/Sylvía Tónlistarmaðurinn Egill Ólafsson segir frá baráttu sinni við Parkinson sjúkdóminn og fer stuttlega í gegnum feril sinn sem tónlistarmaður og leikari í nýlegu viðtali í Kastljósi á RÚV. „Það var skelfilegt eiginlega, svo ég segi það eftir á,“ segir Egill í viðtalinu um greininguna sem reyndist honum mikið sjokk. Þó segist hann þakklátur fyrir að hafa ekki veikst fyrr. „Ég hefði ekki viljað vera 20 árum yngri í miðjum career og allt það,“ segir hann. Síðasta haust sagði Egill frá því á facebook að hann hafði greinst með Parkinson sjúkdóminn. Parkinson er taugahrörnunarsjúkdómur sem 600-800 Íslendingar glíma við. Egill ræðir störf sín með Stuðmönnum og fimmtíu ára langan feril hljómsveitarinnar. Hann segir sérkennilega tilfinningu hafa sprottið þegar fyrsta plata Stuðmanna, Sumar á Sýrlandi, sló í gegn sumarið 1975. Hann segir Stuðmennina vænstu drengi en fyrirferðarmikla. „Hljómsveitir eru eins og hjónabönd, það er svona hífa og slaka og þeir sem eru skynsamir þeir slaka meira,“ segir hann. Egill segir leiklistina hafa átt vel við sig. Þegar hann hafði vakið athygli með Stuðmönnum og Þursaflokknum var skortur á leikurum á hans aldri á Íslandi. „Þannig að ég fór inn í kvikmyndavorið, íslenska.“ „Ég hef svona verið að reyna að lifa með þessu,“ segir Egill um Parkinson sjúkdóminn. Hann bindur vonir við nýjar rannsóknir á mögulegum lækningum við sjúkdómnum. „Ég trúi því að þeir muni finna eitthvað fljótlega, vonandi.“ Hann segist þakklátur fyrir að geta talað og haldið augunum opnum. „Ég er stundum betri, stundum verri.“ Tónlist Tengdar fréttir Egill Ólafsson með Parkinsons Tónleikum Stuðmanna í Hörpu sem áttu að fara fram í þarnæstu viku hefur verið aflýst. Í tilkynningu frá tónleikahöldurum segir að ástæða frestunarinnar séu veikindi söngvara Stuðmanna, Egils Ólafssonar. 31. október 2022 11:48 Stuðmenn halda stuðinu uppi á Bræðslunni Stuðmenn, ásamt Ragnhildi Gísladóttur, munu stíga stokk á Bræðslunni í sumar. Bræðslan féll niður síðasta sumar vegna kórónuveirufaraldursins en hátíðin í sumar verður sú sextánda sem haldin er á Borgarfirði eystra. 2. júní 2021 17:55 Stuðmenn fögnuðu hálfrar aldar afmæli Hljómsveitin ástsæla Stuðmenn hélt upp á hálfrar aldar afmæli sveitarinnar með tvennum afmælistónleikum í Eldborgarsal Hörpu í gær. 16. febrúar 2020 19:04 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
„Það var skelfilegt eiginlega, svo ég segi það eftir á,“ segir Egill í viðtalinu um greininguna sem reyndist honum mikið sjokk. Þó segist hann þakklátur fyrir að hafa ekki veikst fyrr. „Ég hefði ekki viljað vera 20 árum yngri í miðjum career og allt það,“ segir hann. Síðasta haust sagði Egill frá því á facebook að hann hafði greinst með Parkinson sjúkdóminn. Parkinson er taugahrörnunarsjúkdómur sem 600-800 Íslendingar glíma við. Egill ræðir störf sín með Stuðmönnum og fimmtíu ára langan feril hljómsveitarinnar. Hann segir sérkennilega tilfinningu hafa sprottið þegar fyrsta plata Stuðmanna, Sumar á Sýrlandi, sló í gegn sumarið 1975. Hann segir Stuðmennina vænstu drengi en fyrirferðarmikla. „Hljómsveitir eru eins og hjónabönd, það er svona hífa og slaka og þeir sem eru skynsamir þeir slaka meira,“ segir hann. Egill segir leiklistina hafa átt vel við sig. Þegar hann hafði vakið athygli með Stuðmönnum og Þursaflokknum var skortur á leikurum á hans aldri á Íslandi. „Þannig að ég fór inn í kvikmyndavorið, íslenska.“ „Ég hef svona verið að reyna að lifa með þessu,“ segir Egill um Parkinson sjúkdóminn. Hann bindur vonir við nýjar rannsóknir á mögulegum lækningum við sjúkdómnum. „Ég trúi því að þeir muni finna eitthvað fljótlega, vonandi.“ Hann segist þakklátur fyrir að geta talað og haldið augunum opnum. „Ég er stundum betri, stundum verri.“
Tónlist Tengdar fréttir Egill Ólafsson með Parkinsons Tónleikum Stuðmanna í Hörpu sem áttu að fara fram í þarnæstu viku hefur verið aflýst. Í tilkynningu frá tónleikahöldurum segir að ástæða frestunarinnar séu veikindi söngvara Stuðmanna, Egils Ólafssonar. 31. október 2022 11:48 Stuðmenn halda stuðinu uppi á Bræðslunni Stuðmenn, ásamt Ragnhildi Gísladóttur, munu stíga stokk á Bræðslunni í sumar. Bræðslan féll niður síðasta sumar vegna kórónuveirufaraldursins en hátíðin í sumar verður sú sextánda sem haldin er á Borgarfirði eystra. 2. júní 2021 17:55 Stuðmenn fögnuðu hálfrar aldar afmæli Hljómsveitin ástsæla Stuðmenn hélt upp á hálfrar aldar afmæli sveitarinnar með tvennum afmælistónleikum í Eldborgarsal Hörpu í gær. 16. febrúar 2020 19:04 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Egill Ólafsson með Parkinsons Tónleikum Stuðmanna í Hörpu sem áttu að fara fram í þarnæstu viku hefur verið aflýst. Í tilkynningu frá tónleikahöldurum segir að ástæða frestunarinnar séu veikindi söngvara Stuðmanna, Egils Ólafssonar. 31. október 2022 11:48
Stuðmenn halda stuðinu uppi á Bræðslunni Stuðmenn, ásamt Ragnhildi Gísladóttur, munu stíga stokk á Bræðslunni í sumar. Bræðslan féll niður síðasta sumar vegna kórónuveirufaraldursins en hátíðin í sumar verður sú sextánda sem haldin er á Borgarfirði eystra. 2. júní 2021 17:55
Stuðmenn fögnuðu hálfrar aldar afmæli Hljómsveitin ástsæla Stuðmenn hélt upp á hálfrar aldar afmæli sveitarinnar með tvennum afmælistónleikum í Eldborgarsal Hörpu í gær. 16. febrúar 2020 19:04