Hamilton þurfi að biðjast afsökunar: „Hefði ekki átt að gerast“ Aron Guðmundsson skrifar 4. júní 2023 11:00 Hamilton og Russell skullu saman. Vísir/Skjáskot Nico Rosberg, Formúlu 1 heimsmeistari og nú sérfræðingur Sky Sports í tengslum við mótaröðina, segir að fyrrum liðsfélagi sinn og keppinautur Lewis Hamilton ætti að biðjast afsökunar líkt og George Russell vegna uppákomu sem varð á milli þeirra í tímatökum á Spáni í gær. Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes, segir að liðið muni fara vel yfir vendingar sem áttu sér stað í tímatökunum milli ökumanna liðsins Lewis Hamilton og George Russell sem skullu saman á beina kafla brautarinnar í annarri umferð tímatökunnar. „Þetta hefði ekki átt að gerast,“sagði Toto að loknum tímatökum. „Liðsfélagar ættu aldrei að lenda saman. „Þú ættir ekki einu sinni að lenda í snertingu við annan bíl í tímatökum.“ Báðir ökumenn virtust ekki vera með á nótunum að þeir væru báðir á leiðinni í hraðan hring. Þeir skullu saman, skemmdir urðu á bíl Hamilton og atvikið gerði út um möguleika Russell á að komast áfram í lokaumferð tímatökunnar. Hamilton and Russell get too close for comfort in qualifying #SpanishGP #F1 pic.twitter.com/iNN0795E9p— Formula 1 (@F1) June 3, 2023 „Þetta er óheppilegt atvik en ég tel engu að síður að mjög alvarleg samtöl muni eiga sér stað innan liðsins í kjölfarið,“ sagði Rosberg á Sky Sports eftir tímatökurnar. Russell hefur beðist afsökunar á atvikinu en það hefur Hamilton ekki gert til þessa, eitthvað sem Rosberg skilur lítið í en báðir bera þeir fyrir sér skort á samskiptum innan liðsins sem ástæðu fyrir því hvernig fór. „Hann þarf að biðjast afsökunar,“ lét Rosberg hafa eftir sér en að hans mati missti Mercedes þarna af möguleika á að vera með báða ökumenn sína meðal fremstu manna. Hamilton ræsir fjórði í kappakstri dagsins en Russell tólfti. Akstursíþróttir Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes, segir að liðið muni fara vel yfir vendingar sem áttu sér stað í tímatökunum milli ökumanna liðsins Lewis Hamilton og George Russell sem skullu saman á beina kafla brautarinnar í annarri umferð tímatökunnar. „Þetta hefði ekki átt að gerast,“sagði Toto að loknum tímatökum. „Liðsfélagar ættu aldrei að lenda saman. „Þú ættir ekki einu sinni að lenda í snertingu við annan bíl í tímatökum.“ Báðir ökumenn virtust ekki vera með á nótunum að þeir væru báðir á leiðinni í hraðan hring. Þeir skullu saman, skemmdir urðu á bíl Hamilton og atvikið gerði út um möguleika Russell á að komast áfram í lokaumferð tímatökunnar. Hamilton and Russell get too close for comfort in qualifying #SpanishGP #F1 pic.twitter.com/iNN0795E9p— Formula 1 (@F1) June 3, 2023 „Þetta er óheppilegt atvik en ég tel engu að síður að mjög alvarleg samtöl muni eiga sér stað innan liðsins í kjölfarið,“ sagði Rosberg á Sky Sports eftir tímatökurnar. Russell hefur beðist afsökunar á atvikinu en það hefur Hamilton ekki gert til þessa, eitthvað sem Rosberg skilur lítið í en báðir bera þeir fyrir sér skort á samskiptum innan liðsins sem ástæðu fyrir því hvernig fór. „Hann þarf að biðjast afsökunar,“ lét Rosberg hafa eftir sér en að hans mati missti Mercedes þarna af möguleika á að vera með báða ökumenn sína meðal fremstu manna. Hamilton ræsir fjórði í kappakstri dagsins en Russell tólfti.
Akstursíþróttir Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira