Með 40 þúsund kjúklinga í ræktun í Flóanum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. júní 2023 20:06 Gréta Sóley Ingvarsdóttir með þrjá dagsgamla unga í fanginu. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er bara að sofa, drekka, borða og leika sér“, segir kjúklingabóndi í Flóahreppi, sem lýsir áhyggjulausi lífi kjúklinga á bænum, sem fá bara að lifa í fimm vikur. Velferð fuglanna er alltaf númer eitt, tvö og þrjú á búinu á þessum stutta líftíma þeirra. Fjölskylduhátíðin Fjör í Flóa fór fram um helgina þar sem boðið var upp á fjölbreytta dagskrá, m.a. dráttarvélasýningu við Þingborg og svo var opið hús á ferðaþjónustubænum Lambastöðum og á kjúklingabúinu Vor á Vatnsenda þar sem um 400 manns mættu til að kynna sér starfsemi búsins, gæða sér á veitingum úr kjúklingum og skoða meðal annars dagsgamla unga. „Maður hugsar um þá með því að gefa þeim nóg að borða og gefa þeim vatn,“ segir Gréta Sóley Ingvarsdóttir, 8 ára á Vatnsenda. “Við erum mestmegnis að fylgjast með kjúklingnum, við þurfum voðalega lítið að gera sjálf af því að þetta er allt svo sjálfvirkt. Þeir fá vatnið sjálfir og kornið fer bara í gegnum snigil og það er vigt, sem vigtar þá,“ segir Þórunn Eva Ingvarsdóttir, 16 ára, sem býr líka á Vatnsenda. Þórunn Eva Ingvarsdóttir segir ungana miklar kelirófur og að þeim þyki alltaf gott að kúra í hálsakotinu á henni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það eru þau Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson, sem eru kjúklingabændurnir á bænum. „Við erum með allt að 40 þúsund fugla í fimm eldishólfum í fjórum húsum. Þetta er mjög skemmtilegt en öðruvísi því það eru allskonar reglur í kringum búskapinn eins og sóttvarnir, maður hleypur ekkert inn einn tveir og bingó inn í húsin“, segir Eydís. Ingvar tekur undir það að kjúklingabúskapurinn sé skemmtilegur. „Já, mjög skemmtilegur“. Þrátt fyrir að ungarnir séu mjög sætir og mikið krútt þegar þeir eru litlir þá vaxa þeir mjög hratt og lífið þeirra er mjög, mjög stutt. „Já, það er mjög áhyggjulaust líf. Það er bara sofa, drekka, borða og leika sér,“ segir Eydís. Kjúklingabændurnir hjá Vor kjúklingum í Flóahreppi þau Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson, sem búa á bænum Vatnsenda.Magnús Hlynur Hreiðarsson Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna er ánægður með framtak fjölskyldunnar á Vatnsenda að leyfa fólki að koma og skoða búið hjá þeim. „Þetta er bara ótrúlega flott og til fyrirmyndar og mér finnst að bændur mættu gera meira af þessu, bjóða heim, sýna hvað þeir eru að gera, framleiða og hvernig starfseminni er háttað fyrir okkur, sem erum á rúntinum um sveitirnar“, segir Vigdís Häsler. Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, sem var alsæl með heimsóknina á búið til Ingvars og Eydísar í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ungarnir vaxa mjög hratt. Um 400 manns komu í opna húsið í gær til að kynna sér starfsemina.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Landbúnaður Flóahreppur Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
Fjölskylduhátíðin Fjör í Flóa fór fram um helgina þar sem boðið var upp á fjölbreytta dagskrá, m.a. dráttarvélasýningu við Þingborg og svo var opið hús á ferðaþjónustubænum Lambastöðum og á kjúklingabúinu Vor á Vatnsenda þar sem um 400 manns mættu til að kynna sér starfsemi búsins, gæða sér á veitingum úr kjúklingum og skoða meðal annars dagsgamla unga. „Maður hugsar um þá með því að gefa þeim nóg að borða og gefa þeim vatn,“ segir Gréta Sóley Ingvarsdóttir, 8 ára á Vatnsenda. “Við erum mestmegnis að fylgjast með kjúklingnum, við þurfum voðalega lítið að gera sjálf af því að þetta er allt svo sjálfvirkt. Þeir fá vatnið sjálfir og kornið fer bara í gegnum snigil og það er vigt, sem vigtar þá,“ segir Þórunn Eva Ingvarsdóttir, 16 ára, sem býr líka á Vatnsenda. Þórunn Eva Ingvarsdóttir segir ungana miklar kelirófur og að þeim þyki alltaf gott að kúra í hálsakotinu á henni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það eru þau Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson, sem eru kjúklingabændurnir á bænum. „Við erum með allt að 40 þúsund fugla í fimm eldishólfum í fjórum húsum. Þetta er mjög skemmtilegt en öðruvísi því það eru allskonar reglur í kringum búskapinn eins og sóttvarnir, maður hleypur ekkert inn einn tveir og bingó inn í húsin“, segir Eydís. Ingvar tekur undir það að kjúklingabúskapurinn sé skemmtilegur. „Já, mjög skemmtilegur“. Þrátt fyrir að ungarnir séu mjög sætir og mikið krútt þegar þeir eru litlir þá vaxa þeir mjög hratt og lífið þeirra er mjög, mjög stutt. „Já, það er mjög áhyggjulaust líf. Það er bara sofa, drekka, borða og leika sér,“ segir Eydís. Kjúklingabændurnir hjá Vor kjúklingum í Flóahreppi þau Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson, sem búa á bænum Vatnsenda.Magnús Hlynur Hreiðarsson Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna er ánægður með framtak fjölskyldunnar á Vatnsenda að leyfa fólki að koma og skoða búið hjá þeim. „Þetta er bara ótrúlega flott og til fyrirmyndar og mér finnst að bændur mættu gera meira af þessu, bjóða heim, sýna hvað þeir eru að gera, framleiða og hvernig starfseminni er háttað fyrir okkur, sem erum á rúntinum um sveitirnar“, segir Vigdís Häsler. Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, sem var alsæl með heimsóknina á búið til Ingvars og Eydísar í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ungarnir vaxa mjög hratt. Um 400 manns komu í opna húsið í gær til að kynna sér starfsemina.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Landbúnaður Flóahreppur Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels