Ótrúleg dramatík þegar Royal Antwerp vann fyrsta meistaratitilinn í 66 ár Smári Jökull Jónsson skrifar 4. júní 2023 23:00 Mark Van Bommer knattspyrnustjóri Royal Antwerp og hetjan Toby Alderweireld fagna meistaratitlinum. Vísir/Getty Toby Alderweireld er líklegast kominn í hóp elífðarhetja hjá belgíska félaginu Royal Antwerp. Hann tryggði liðinu í dag belgíska meistaratitilinn með marki á síðustu mínútu í leik gegn Genk. Mikil spenna var fyrir lokaumferðina í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem leikin var í dag. Royal Antwerp og Union Saint-Gilloise voru jöfn að stigum fyrir lokaumferðina og Genk aðeins einu stigi á eftir en Genk og Antwerp mættust í úrslitaleik í dag. Þegar komið var fram á 89. mínútu leiks Union Saint-Gilloise og Club Brugge var fyrrnefnda liðið í kjörstöðu. Liðið var 1-0 yfir og Genk á sama tíma í forystu gegn Royal Antwerp sem þýddi að Union Saint-Gilloise yrði meistari myndi leikirnir enda þannig. 89': Union Saint-Gilloise are set to be crowned champions.91': Genk are set to be crowned champions.94': Toby Alderweireld's last-gasp screamer sees Royal Antwerp win their first league title since 1957.An amazing final five minutes in the Belgian Pro League... pic.twitter.com/LgCRFXaaHr— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 4, 2023 Þá hófst hins vegar ótrúleg dramatík. Club Brugge jafnaði metin á 89. mínútu og Genk skyndilega komið í efsta sætið. Club Brugge bætti tveimur mörkum við í uppbótartíma sem þýddi að Union Saint-Gilloise var búið að stimpla sig út í baráttunni um titilinn og ljóst að Genk eða Royal myndi hampa titlinum. Þegar komið var fram í uppbótartíma var Genk 2-1 yfir í leiknum gegn Royal Antwerp. Genk hafði náð forystunni með marki Toluwalase Arokodare í fyrri hálfleik en Gyrano Kerk jafnað fyrir Royal Anwerp á 58. mínútu. Bryan Heynen kom Genk svo í 2-1 á 75. mínútu og lengi vel leit út fyrir að það mark myndi færa Genk fimmta meistaratitil liðsins. Á fjórðu mínútu uppbótartíma skoraði hins vegar Toby Alderweireld, fyrrum leikmaður Tottenham, stórkostlegt mark fyrir Antwerp sem skyndilega var komið í efsta sætið. FT: Genk 2-2 Antwerp FT: USG 1-3 Club BruggeClub Brugge scored an 89' equaliser and a 90+3' go-head goal to take the title away from Union Saint-Gilloise.Toby Alderweireld's 90+4' equaliser for Antwerp secured the first league title since 1957 for his boyhood club. pic.twitter.com/sn99po1l7p— Squawka Live (@Squawka_Live) June 4, 2023 Leikmenn Royal Antwerp héldu út síðustu mínúturnar og fögnuðu gríðarlega í leikslok. Toby Alderweireld er fæddur í borginni Antwerp og hafði lofað því að ljúka ferlinum með liði Royal Antwerp. Hann stóð við sitt, kom til liðsins síðasta sumar og í kvöld tryggði hann liðinu fyrsta meistaratitilinn síðan árið 1957. An all-time great football moment. Toby Alderweireld joined hometown club Royal Antwerp last summer, as he always promised he would. Tonight, he has won them their first league title since 1957 with this incredible strike vs Genk in the 94th minute! pic.twitter.com/KIysphCZKk— Colin Millar (@Millar_Colin) June 4, 2023 Royal Antwerp lauk keppni með 47 stig í efsta sæti og Genk í öðru sæti með 46 stig og betri markatölu en Union Saint-Gilloise sem einnig endaði með 46 stig í þriðja sæti. Belgíski boltinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Sjá meira
Mikil spenna var fyrir lokaumferðina í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem leikin var í dag. Royal Antwerp og Union Saint-Gilloise voru jöfn að stigum fyrir lokaumferðina og Genk aðeins einu stigi á eftir en Genk og Antwerp mættust í úrslitaleik í dag. Þegar komið var fram á 89. mínútu leiks Union Saint-Gilloise og Club Brugge var fyrrnefnda liðið í kjörstöðu. Liðið var 1-0 yfir og Genk á sama tíma í forystu gegn Royal Antwerp sem þýddi að Union Saint-Gilloise yrði meistari myndi leikirnir enda þannig. 89': Union Saint-Gilloise are set to be crowned champions.91': Genk are set to be crowned champions.94': Toby Alderweireld's last-gasp screamer sees Royal Antwerp win their first league title since 1957.An amazing final five minutes in the Belgian Pro League... pic.twitter.com/LgCRFXaaHr— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 4, 2023 Þá hófst hins vegar ótrúleg dramatík. Club Brugge jafnaði metin á 89. mínútu og Genk skyndilega komið í efsta sætið. Club Brugge bætti tveimur mörkum við í uppbótartíma sem þýddi að Union Saint-Gilloise var búið að stimpla sig út í baráttunni um titilinn og ljóst að Genk eða Royal myndi hampa titlinum. Þegar komið var fram í uppbótartíma var Genk 2-1 yfir í leiknum gegn Royal Antwerp. Genk hafði náð forystunni með marki Toluwalase Arokodare í fyrri hálfleik en Gyrano Kerk jafnað fyrir Royal Anwerp á 58. mínútu. Bryan Heynen kom Genk svo í 2-1 á 75. mínútu og lengi vel leit út fyrir að það mark myndi færa Genk fimmta meistaratitil liðsins. Á fjórðu mínútu uppbótartíma skoraði hins vegar Toby Alderweireld, fyrrum leikmaður Tottenham, stórkostlegt mark fyrir Antwerp sem skyndilega var komið í efsta sætið. FT: Genk 2-2 Antwerp FT: USG 1-3 Club BruggeClub Brugge scored an 89' equaliser and a 90+3' go-head goal to take the title away from Union Saint-Gilloise.Toby Alderweireld's 90+4' equaliser for Antwerp secured the first league title since 1957 for his boyhood club. pic.twitter.com/sn99po1l7p— Squawka Live (@Squawka_Live) June 4, 2023 Leikmenn Royal Antwerp héldu út síðustu mínúturnar og fögnuðu gríðarlega í leikslok. Toby Alderweireld er fæddur í borginni Antwerp og hafði lofað því að ljúka ferlinum með liði Royal Antwerp. Hann stóð við sitt, kom til liðsins síðasta sumar og í kvöld tryggði hann liðinu fyrsta meistaratitilinn síðan árið 1957. An all-time great football moment. Toby Alderweireld joined hometown club Royal Antwerp last summer, as he always promised he would. Tonight, he has won them their first league title since 1957 with this incredible strike vs Genk in the 94th minute! pic.twitter.com/KIysphCZKk— Colin Millar (@Millar_Colin) June 4, 2023 Royal Antwerp lauk keppni með 47 stig í efsta sæti og Genk í öðru sæti með 46 stig og betri markatölu en Union Saint-Gilloise sem einnig endaði með 46 stig í þriðja sæti.
Belgíski boltinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Sjá meira